Vilmundur ómyrkur í máli: Aflið sogað úr atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2012 09:38 Vilmundur Jósefsson er formaður Samtaka atvinnulífsins. „Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins," sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins, á ráðstefnum um skattamál í Hörpu í morgun. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar," segir hann. Vilhjálmur segir að Samtök atvinnulífsins hafi samið við ríkisstjórnina á sínum tíma um hvert skyldi verða hlutfall annars vegar niðurskurðar og hins vegar skattahækkana til að koma böndum á rekstur ríkissjóðs. Nú ætli ríkisstjórnin að efna til 20 milljarða króna útgjalda umfram þetta á kosningaárinu 2013. „Afleiðingin er sú að aflið er sogið úr atvinnulífinu. Í stað þess að leggja áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrirtækjanna er ráðist fram með nýja skatta og hækkun þeirra án nokkurs tillits til afleiðinganna. Dregið er úr getu atvinnulífsins til að fjárfesta, ráða fólk, skapa ný verðmæti, vinna að úrbótum í umhverfismálum og hugsa til langs tíma. Það dregur hægar en ella úr atvinnuleysinu og verr gengur að bæta lífskjör alls almennings í landinu," segir hann. Þannig muni skammtímasjónarmið verða til þess að draga úr skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma litið. Vilhjálmur segir ljóst að hið opinbera hafi stundað rányrkju síðastliðin ár. „Engum myndi líðast að umgangast stofna í lífríkinu á sama hátt og stjórnvöld beita skattatækjum sínum. Það leiðir einungis til þess að viðkoma stofnana bregst og árlegur afrakstur mun dragast saman. Þessi hugsunarháttur er eins fjarri hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hugsast getur og væri betur að stjórnmálamenn umgangist fyrirtækin og atvinnulífið af virðingu," segir hann. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins," sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins, á ráðstefnum um skattamál í Hörpu í morgun. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar," segir hann. Vilhjálmur segir að Samtök atvinnulífsins hafi samið við ríkisstjórnina á sínum tíma um hvert skyldi verða hlutfall annars vegar niðurskurðar og hins vegar skattahækkana til að koma böndum á rekstur ríkissjóðs. Nú ætli ríkisstjórnin að efna til 20 milljarða króna útgjalda umfram þetta á kosningaárinu 2013. „Afleiðingin er sú að aflið er sogið úr atvinnulífinu. Í stað þess að leggja áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrirtækjanna er ráðist fram með nýja skatta og hækkun þeirra án nokkurs tillits til afleiðinganna. Dregið er úr getu atvinnulífsins til að fjárfesta, ráða fólk, skapa ný verðmæti, vinna að úrbótum í umhverfismálum og hugsa til langs tíma. Það dregur hægar en ella úr atvinnuleysinu og verr gengur að bæta lífskjör alls almennings í landinu," segir hann. Þannig muni skammtímasjónarmið verða til þess að draga úr skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma litið. Vilhjálmur segir ljóst að hið opinbera hafi stundað rányrkju síðastliðin ár. „Engum myndi líðast að umgangast stofna í lífríkinu á sama hátt og stjórnvöld beita skattatækjum sínum. Það leiðir einungis til þess að viðkoma stofnana bregst og árlegur afrakstur mun dragast saman. Þessi hugsunarháttur er eins fjarri hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hugsast getur og væri betur að stjórnmálamenn umgangist fyrirtækin og atvinnulífið af virðingu," segir hann.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira