Viðskipti innlent

Ríkisstofnanir skulda rúma 20 milljarða

Heildarskuldir ríkisstofnana námu rúmum 20 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 45% á fjórum árum.

Eftirliti ráðuneyta með skuldamálum stofnana er mjög ábótavant að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin hvetur fjármála- og efnahagsráðuneytið til að stuðla að því að úr þessu verði bætt.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðuna. Þar segir að meira en þriðjungur skuldir á viðskiptareikningum við ríkissjóð, tæp 40% voru skuldir við birgja og vegna ógreiddra rekstrargjalda og um fjórðungur var vegna lántöku og skulda við aðra ríkisaðila.

Algengasta ástæðan fyrir skuldasöfnun ríkisstofnana er langvarandi hallarekstur en þriðjungur þeirra var með uppsafnaðan halla í árslok 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×