Viðskipti innlent

Metvelta á íbúðamarkaðinum í borginni

Metvelta var á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í október, en samtals var 552 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og er þetta mesti fjöldi samninga sem sést hefur síðan í desember 2007.

Veltan nam 16,4 milljörðum kr., sem einnig er mesta velta sem verið hefur í einum mánuði síðan fyrir hrun. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands en fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

Þá er þetta mikil aukning frá fyrri mánuði, eða um 30%, og borið saman við október í fyrra er um að ræða 40% aukningu.

Samkvæmt þessum tölum virðist nú aukið líf vera að færast í íbúðamarkaðinn á nýjan leik eftir að hægt hefur á síðustu mánuði, að því er segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×