Fleiri fréttir

Hugleiðslunám- skeið um helgina

Sri Chinmoy-miðstöðin var stofnuð á Íslandi árið 1974 en hún byggir á hugmyndafræði Indverjans Sri Chinmoy. Hann var gífurlega afkastamikill á sviði tónlistar, ljóðagerðar, myndlistar, bókmennta og íþrótta.

Bakkavör er stærsta fyrirtæki landsins

Bakkavör Group ehf er stærsta fyrirtæki landsins sé miðað við veltu. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 312 milljörðum króna og jókst um 6% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar þar sem fjallað er um 300 stærstu fyrirtækin á landinu.

Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða

Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni.

Farþegum Icelandair fjölgaði um 18% milli ára í október

Icelandair flutti 172 þúsund farþega í millilandaflugi í október og voru þeir 18% fleiri en í október á síðasta ári. Framboðsaukning var 21% á milli ára. Sætanýting nam 80,6% samanborið við 81,4% í október í fyrra.

10 þúsund tonn af rækju á land

Alls hafa veiðst 10 þúsund tonn af rækju frá áramótum. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu eftir af árinu þá er aflinn samt orðinn um 1700 tonnum meiri í ár enn árið 2011. Á vefnum Aflafréttir kemur fram að 40 bátar og skip hafi komið með þennan afla að landi, en árið 2011 þá voru bátarnir 32 talsins.

Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy

Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna.

ASÍ leggst gegn fríverslunarsamningi við Kólumbíu

Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að EFTA fullgildi fríverslunarsamning við Kólumbíu og landbúnaðarsamning Íslands og Kólumbíu sem nú liggja fyrir Alþingi Þetta kemur fram í umsögn ASÍ til Alþingis. ASÍ segir að mannréttindabrot gegn verkalýðsforingjum og meðlimum stéttarfélaga séu daglegt brauð í Kólumbíu þar sem réttindi launafólks séu fótum troðin. Bara á þessu ári hafi 35 verkalýðsforingjar verið myrtir í Kólumbíu.

Veitingastaðarisinn Foodco hagnast

Foodco, sem rekur veitingastaði undir merkjum American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar, Aktu-Taktu, Pítunnar og Greifans á Akureyri, hagnaðist um 53,3 milljónir króna í fyrra.

Viðskipti hefjast í næstu viku

Viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands munu hefjast í Kauphöllinni þann 16. nóvember næstkomandi. Kauphöllin hefur samþykkti umsókn Eimskips um skráningu að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Norðurorka semur við Íslandsbanka um bankaviðskipti

Nýlega var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. annars vegar og Íslandsbanka hins vegar um bankaviðskipti til næstu fimm ára. Viðskiptin voru boðin út síðasta sumar og bárust tilboð frá Arion-banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Tilboð Íslandsbanka reyndist hagstæðast. Samningurinn varðar alla almenna viðskiptabankaþjónustu, innláns- og útlánsviðskipti.

Velta á fasteignamarkaði eykst um ríflega 36 prósent milli ára

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í október 2012 var 552, samkvæmt tölum sem Þjóðskrá birti í morgun. Heildarvelta nam 16,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,7 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 11,2 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 4,1 milljarði og viðskipti með aðrar eignir 1 milljarði króna.

Carlsberg þénar milljarða

Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam um 3 milljörðum danskra króna, eða um 60 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þótt niðurstaðan hljóti að vera vel ásættanleg er hún samt örlítið lakari en hún var á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn næstum áttatíu milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi núna námu rétt tæpum 19 milljörðum danskra króna eða um 380 milljörðum íslenskra króna.

136 milljóna tap á DV frá stofnun

DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn.

Instagram kynnir notendasíður

Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á samfélagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook.

iPad mini umfjöllun: Fjölmargir kostir í lítilli skel

Litli iPadinn er lítill og nettur. Við fyrsta samanburð gerði blaðamaður ekki ráð fyrir að iPad mini myndi eiga vinninginn gagnvart iPad 4. En á endanum reyndust fjölmargir kostir leynast í litlu skel. Ipad mini er mjög léttur miðað við iPad 4. Það skiptir sköpum þegar tækið er notað, sérstaklega við lestur. Munurinn er eins og að fara með kilju upp í rúm eða stóra alfræðiorðabók. Stóri iPadinn verður fljótt of þungur.

Gengur hratt á eigið fé Háskólans í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 231,5 milljónum króna í fyrra og 401,4 milljónum króna á árinu 2010. Hann mun einnig verða rekinn með tapi á þessu ári og fyrirsjáanlegt er að afkoman verði neikvæð til lengri tíma ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins til hans. Þetta kemur fram í ársreikningi HR sem birtur var nýverið. Framlag til skólans þarf að aukast um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að tryggja rekstrarhæfi hans í þeirri mynd sem skólinn er rekinn í dag.

Björgólfur Thor og Róbert Wessman bera klæði á vopnin

Deilum athafnamannanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis.

Fasteignasjóðir kaupa fasteignir fyrir tugi milljarða

Á undanförnum mánuðum hafa bankar og fyrirtæki í fjármálgeiranum stofnsett sjóði til þess að kaupa fasteignir. Samtals hafa um fjörutíu milljarðar verið lagðir í þessa sjóði, og hafa lífeyrissjóðirnir verið umfangsmestir í því að leggja sjóðunum til fé. Horft er til þess að fasteignaverð muni hækka á næstu árum.

Delta flýgur til Íslands á næsta ári

Delta Air Lines ætlar að fljúga til Íslands á næsta ári. Flugið hefst 3. júní næstkomandi. Flogið verður allt að sex sinnum í víku yfir hásumarið á Boeing 757-200 vél sem tekur 170 manns í sæti. Önnur flugfélög hafa ekki tilkynnt flug á næsta ári.

Lánshæfismatsfyrirtæki dæmt fyrir að gefa villandi upplýsingar

Dómstóll í Ástralíu dæmdi í dag lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's til sektargreiðslu fyrir að hafa gefið flóknum og áhættusömum skuldabréfum ABN Amro bankans of háa matseinkunn. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að lánshæfismatsfyrirtækið og bankinn eiga að greiða fjárfestum bætur. Standard & Poor's mun áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði gefið rangar og villandi upplýsingar um tvennskonar fjármálagerninga.

Þorsteinn Már: Stjórnvöld og fólk í sjávarútvegi vinni saman

„Ég hef ekki staðið frammi fyrir jafn krefjandi verkefni í rekstri Samherja síðastliðin 25 ár og nú," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningu vegna rekstrarárs í fyrra. Samherji, að meðtöldum dótturfélögum, hagnaðist um 8,8 milljarða króna í fyrra, sem er besta rekstrarniðurstaða í sögu félagsins.

Brim innleiðir orkustjórnunarkerfi frá Marorku

Í dag skrifuðu Brim og Marorka undir samstarfssamning um innleiðingu orkustjórnunar í skipum Brims. Innleiðing orkustjórnunar hjá Brimi kemur til með að lágmarka olíunotkun félagsins við fiskveiðar og gera þær enn hagkvæmari. Brim er mjög framarlega í fiskveiðum og hefur yfir að ráða nýjum, öflugum og hagkvæmum skipum. Með þessum samningi er Brim fyrsta fiskiskipaútgerðin á Íslandi sem innleiðir heildstæða og markvissa orkustjórnun.

Eignirnar jukust um 30 milljarða

Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 30 milljarða króna í september síðastliðnum og er það mesta aukning eigna í einum mánuði síðan í mars síðastliðnum. Greining Íslandsbanka segir frá því í dag að það sem af er þessu ári hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um að meðaltali 22 milljarða króna í mánuði hverjum og er aukningin í október því mun meiri en verið hefur að meðaltali undafarna mánuði.

Bílainnflutningur stóraukist

Bílainnflutningur hefur aukist verulega á árinu. Þetta sýna tölur um vörugjöld af bílum sem birtist í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Tekjur af vörugjöldunum hafa aukist um rúm 58% og nema tekjurnar um 3,2 milljörðum króna. Í tölum fjármálaráðuneytisins kemur fram að innflutningur bílaleigubíla á stóran þátt í aukningunni.

Útlánasafn Arion banka í lagi

Útlánasafn Arion banka er ekki ofmetið, samkvæmt niðurstöðu skoðunar sem Fjármálaeftirlitið gerði fyrr á árinu. Skoðunin beindist að virðismati lána á öðrum ársfjórðungi ársins 2011.

Gistinóttum á Íslandi fjölgar um 14%

Gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgaði um 14% í september, miðað við sama mánuð í fyrra. Gistinætur á hótelum í september voru 156 þúsund nú í september samanborið við tæp 137 þúsund í september í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda, en gistinóttum þeirra fjölgaði um 15% samanborið við september í fyrra. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 11% fleiri en árið áður. Fram kemur á vef Hagstofunnar að gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum.

Hagnaður Marks & Spencer dregst saman

Hagnaður Marks & Spencer, stærstu fataverslanakeðju Bretlands, dróst saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá mars til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 290 milljónum punda, eða sem nemur 57,4 milljörðum króna.

Máli Motorola og Apple vísað frá dómi

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli Motorola gegn Apple. Bæði fyrirtækin framleiða vinsæla snjallsíma en Apple notar nokkrar lausnir frá Motorola í símana sína. Motorola fær 2,25% af söluvirði Apple símanna í staðinn, en þetta telja forsvarsmenn Apple að sé of hátt. Forsvarsmenn Motorola leituðu því til dómstóla til að fá þá til að kveða úr um hvað væri sanngjarnt verð, en dómstóllinn neitar að taka málið fyrir.

Suzuki af markaði í Bandaríkjunum

Suzuki bílar verða ekki seldir í Bandaríkjunum á næstunni. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bílarnir hafi verið seldir þar í þrjá áratugi virðast Bandaríkjamenn ekki vera spenntir fyrir þeim. Salan gengur illa og tekjurnar eru ekki nægjanlega miklar. Bifhjól og bátamótorar verða aftur á móti seldir áfram í Bandaríkjunum enda gengur sala þeirra mun betur.

Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum.

Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum

Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum.

Sjóður kaupir yfir 100 fasteignir í miðbæ Reykjavíkur

Fjárfestingasjóður á vegum GAMMA hefur á undanförnum mánuðum keypt yfir 100 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík fyrir um fjóra milljarða króna. Sjóðurinn er fyrir fagfjárfesta en veðjað er á að fasteignaverðið muni hækka töluvert á þessu svæði á næstu árum.

Georg Jensen var eigendum til vandræða

Georg Jensen skartgripaverslanakeðjan hefur aldrei skilað eigendum sínum þeim hagnaði sem vænst var. Georg Jensen var í eigu fjárfestingasjóðsins Axcel í ellefu ár. Eins og greint var frá í morgun hefur keðjan síðan verið seld auðjöfrum frá Bahrain, en fyrirtækið sem heldur utan um eignarhlutann núna heitir Investcorp.

Gengi bréfa Össurar lækkaði um 2,13 prósent

Hlutabréf Össurar lækkuðu um 2,13 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 184. Gengi bréfa Marels lækkaði um 1,56 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 126,5, og hefur það lækkað töluvert að undanförnu, en í maí síðastliðnum fór gengið í 161,5. Gengi Icelandair hækkaði um 0,27 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 7,43. Þá lækkaði gengi bréfa Haga um 0,94 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21.

Mynd af sigurvegaranum á turninum í New York

Bjarni Kolbeinsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands, fékk á föstudaginn afhent verðlaun fyrir að ná bestri ávöxtun í Ávöxtunarleiknum í október, en hann fékk nýjan i pad að launum frá epli.is. Af því tilefni var mynd af honum varpað upp á turninn svokallað í New York, þar sem helstu tíðindi af markaði Nasdaq birtast.

Danir selja Georg Jensen

Danska hönnunar- og skatgripafyrirtækið Georg Jensen hefur verið selt auðjöfrum frá Bahrain fyrir um sextán milljarða íslenskra króna. Það er fjárfestafyrirtækið Investcorp sem kaupir Georg Jensen, en Financial Times segir að kaupin verði staðfest síðar í dag. Margir Íslendingar þekkja Georg Jensen vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir.

Toyota gerir ráð fyrir 1.230 milljarða hagnaði

Forsvarsmenn japanska bílaframleiðandans Toyota gera ráð fyrir 9,7 milljarða dala hagnaði á rekstrarárinu sem sem lýkur í mars á næst ári. Það jafngildir um 1.230 milljörðum króna.

Vatnið kemur heim að dyrum

Vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar hyggst bjóða upp á heimsendingu á vatninu Icelandic Glacial í Kaliforníu og Flórída. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjölmiðlana Los Angeles Times og Sun Sentinel. Vatnið mun þannig berast heim til fólks með blöðunum. Jón Ólafsson segir að þetta sé það stærsta sem Icelandic Glacial hafi ráðist í til þessa. Í tilkynningu segir að með þessu móti geti fyrirtækið lagt sitt af mörkum til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Tchenguiz vill að fyrrverandi forstjóri SFO sæti ábyrgð

Robert Tchenguiz telur að Richard Alderman, fyrrverandi forstjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar eigi að sæta ábyrgð fyrir að hafa handtekið sig og Vincent bróður sinn. Handtakan fór fram í tengslum við rannsókn á málum Kaupþings.

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem er töluvert mikið meira en reiknað hafði verið með. Þrátt fyrir þetta jókst skráð atvinnuleysi í Bandaríkjunum úr 7,8 prósent frá því í september í 7,9 prósent í október. Atvinnuleysisskráin í Bandaríkjunum þykir um margt óáreiðanleg, en einungis þeir sem eru skráðir virkir í atvinnuleit eru á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum.

Vöxtur hóflegur næstu árin

Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhagsspá sem gefin var út í gær. Þá er spáð 2,9 prósenta vexti á árinu 2014.

Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi

Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði.

Tuttugu milljarða hagnaður frá árinu 2009

Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna í fyrra. Samstæðan hagnaðist um 20,2 milljarða á árunum 2009 til 2011. Um 60 prósent starfseminnar erlendis. Samstæðan greiddi 400 milljónir í veiðigjald.

Sjá næstu 50 fréttir