Viðskipti innlent

Neitar ásökunum um mörg hundruð milljóna fjármagnsflutninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Þorsteinn Jónsson afplánar nú dóm vegna Exetermálsins.
Jón Þorsteinn Jónsson afplánar nú dóm vegna Exetermálsins.
Jón Þorsteinn Jónsson segir það rangt sem fram kemur í DV í dag að hann hafi „flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta."

„Hið rétta er að ég lánaði fyrirtækinu CCP Systems Ltd. samkvæmt þremur lánasamningum samtals að jafnvirði um 30 milljónir króna. Um hefðbundna lánasamninga var að ræða sem hafa ekkert með lög um gjaldeyrishöft að gera. Því er það rangt, sem haldið er fram í DV, að lánin séu „í trássi við gjaldeyrishaftalögin". Allt útlit er fyrir að þetta fé muni glatast," segir hann.

Hann segir það aftur á móti vera rétt sem kemur fram í greininni, að hann sé þegar byrjaður að afplána dóminn vegna Exetermálsins. „Með fullri auðmýkt vil ég minna á að dæmdir menn eru ekki réttlausir. Þeir eiga rétt á sanngjarnri umfjöllun eins og aðrir menn," segir hann.

Yfirlýsing Jóns Þorsteins Jónssonar:

Í DV í dag (12. nóvember 2012) er því haldið fram að ég hafi „flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta“ eins og það er orðað. Þetta er rangt.

Hið rétta er að ég lánaði fyrirtækinu CCP Systems Ltd. samkvæmt þremur lánasamningum samtals að jafnvirði um 30 milljónir króna.  Um hefðbundna lánasamninga var að ræða sem hafa ekkert með lög um gjaldeyrishöft að gera. Því er það rangt, sem haldið er fram í DV, að lánin séu „í trássi við gjaldeyrishaftalögin“. Allt útlit er fyrir að þetta fé muni glatast.

 

Ég harma rangan fréttaflutning DV af þessu máli.

 

Rétt er hins vegar hjá DV að ég afplána nú þann dóm sem ég hlaut. Með fullri auðmýkt vil ég minna á að dæmdir menn eru ekki réttlausir. Þeir eiga rétt á sanngjarnri umfjöllun eins og aðrir menn.

 

 

Með vinsemd,

Jón Þorsteinn Jónsson










Fleiri fréttir

Sjá meira


×