Viðskipti innlent

Einstaklingar að baki langmestu af fasteignaviðskiptum í borginni

Í nýrri úttekt Þjóðskrár Íslands kemur fram að langmest af viðskiptum á fasteignamarkaðinum eru á milli einstaklinga.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að á þriðja ársfjórðungi þessa árs voru 77% viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á milli einstaklinga, eða samtals 1.017 kaupsamningar af þeim 1.321 kaupsamningum sem gerðir voru á tímabilinu í heildina. 15% samninganna, eða samtals 198 samningar, voru þess eðlis að fyrirtæki seldi einstaklingi íbúð og 5% samninganna voru á þá leið að einstaklingur seldi fyrirtæki íbúð eða 66 samningar á tímabilinu.

Úttektin var gerð vegna frétta um að lögaðilar væru að ýta undir verðbólu á fasteignamarkaðinum með umfangsmiklum kaupum á íbúðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×