Viðskipti innlent

Hæstiréttur hafnaði kröfu Gunnars

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirltisins.
Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirltisins.
Hæstiréttur Íslands hafnaði á föstudag kröfu Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, um að aflað yrði gagna um viðskipti Bogmannsins, félags Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Málið tengist ákæru á hendur Gunnari fyrir brot á þagnarskyldu í starfi, en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um þessar mundir. Hann er grunaður um að hafa haft milligöngu um það að gögnum um fyrirtæki Guðlaugs yrði lekið úr Landsbankanum í DV. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu Gunnars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×