Fleiri fréttir Besta ár í áratug hjá dönskum sjávarútvegi Árið í fyrra var það besta í sögu sjávarútvegs í Danmörku undanfarin áratug. 17.10.2012 10:37 Vilja renna þriðju stoðinni undir fjármálakerfið og hagstjórnina Nauðsynlegt er að innan þriggja ára myndi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eina samþætta stofnun, sem þjóni sem peningastefnu- og fjármálastöðugleikastofnun þjóðarinnar. Þetta er mat sérfræðingahópfs sem efnahags- og viðskiptaráðherra skipaði í mars til þess að vinna tillögur um samræmda heildarumgrð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði. Hópurinn kynnti niðurstöður sínar í morgun. 17.10.2012 10:21 Tugmilljónir sparast vegna fækkunar ráðherra Sparnaður í launakostnaði ráðherra í tíð þessarar ríkisstjórnar nemur rúmlega 41 milljón króna. Sparnaðurinn er tilkominn vegna fækkunar ráðherra úr tólf í átta. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. 17.10.2012 10:11 Hagstofan mælir 5% atvinnuleysi Atvinnuleysi var 5% í september. Atvinnuleysi var því einu prósentustigi lægra en í september í fyrra en þá var atvinnuleysi 6%. 17.10.2012 09:11 Stjórnvöld hafa tvær vikur til að bjarga ÍLS Hætta er á að Íbúðalánasjóður (ÍLS) geti ekki staðið við afborganir af skuldabréfum sínum nema stjórnvöld veiti sjóðnum aukið fé á næstu tveimur vikum. Útistandandi skuldabréf sjóðsins nema 529 milljörðum kr. að nafnverði. 17.10.2012 09:04 Endanlega gengið frá kaupunum á Hótel KEA Gengið hefur verið endanlega frá kaupum Reginn á fasteigninni sem hýsir Hótel KEA á Akureyri en eignin var áður í eigu eignahaldsfélagsins Krypton. Samhliða því var undirritaður 14 ára leigusamningur við Keahotel ehf. um rekstur hótelsins. 17.10.2012 07:52 Moody´s heldur óbreyttri lánshæfiseinkunn hjá Spáni Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn Spánar óbreyttri og með neikvæðum horfum. Þar með helst einkunnin áfram einu haki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk. 17.10.2012 06:44 Spáir því að verðbólgan aukist í 4,5% Greining Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í október. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan halda áfram að hækka og fara í 4,5% samanborið við 4,3% í síðasta mánuði. Sömuleiðis telur greiningin að útlit sé fyrir nokkra verðbólgu á næstu mánuðum þannig að verðbólgan tæp 5% í árslok. 17.10.2012 06:38 Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði. Heildarútlán sjóðsins námu um 1,3 milljörðum króna í september en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september í fyrra um 1,9 milljörðum króna. 17.10.2012 06:36 Eimskip er metið á allt að 45 milljarða Hlutabréf í Eimskip verða tekin til viðskipta í byrjun næsta mánaðar. Skráningarlýsing liggur fyrir á næstu dögum. Verðbil í útboði verður 205 til 225 krónur. Tuttugu prósent verða seld til fagfjárfesta og þrjú til fimm prósent til almennings. 17.10.2012 06:00 Komið að skuldadögum hjá Glitni og Kaupþingi Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samanburði við íslenska hagkerfið. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samningsins. 16.10.2012 18:14 Ótrúlegar vinsældir LinkedIn Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007. 16.10.2012 17:58 Surface lendir 26. október Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá. 16.10.2012 17:10 Apple frumsýnir iPad Mini Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini. 16.10.2012 16:56 Mörg hundruð milljarðar renna í vasa kröfuhafa Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samaburði við Ísland. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga. 16.10.2012 18:30 138 milljóna króna kröfu Sigurðar hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 138 milljóna króna kröfu sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerði á hendur slitastjórn Kaupþings. Sigurður var stjórnarformaður bankans allt þar til hann féll á haustmánuðum 2008. Hann gerði kröfuna á grundvelli ógreiddra biðlauna, ógreiddra lífeyrissjóðsgreiðslna og skatta sem bankinn Sigurður telur að bankinn hafi skuldbundið sig til að greiða fyrir sig. 16.10.2012 16:54 Krónan eini kosturinn í náinni framtíð Þverpólitísk samráðsnefnd sem skipuð var um mótun gengis- og peningamálastefnu telur að ekki sé hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því sé mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. 16.10.2012 16:21 Skaðabótamál á hendur Landsbankamönnum tekið fyrir Skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans, gegn fyrrum stjórnendum bankans, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Auk þeirra tveggja er Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, einnig stefnt í öðru málinu af tveimur sem tekin eru fyrir í dag. 16.10.2012 13:49 Óþekktur konungur í Afríku var auðugasti maður sögunnar Auðugasti maður sögunnar, að teknu tilliti til verðbólgu, var Mansa Musa I, nær óþekktur konungur í Vestur Afríkuríkinu Malain á þrettándu öld. 16.10.2012 10:18 Ný löndunaraðstaða í notkun í Sundahöfn Faxaflóahafnir hafa tekið í notkun löndunaraðstöðu á Skarfabakka í Sundahöfn. Aðstaðan er á afgirtu og malbikuðu svæði fremst á hafnarbakkanum. Aðstaða til að geyma frystigáma er góð og tenglar fyrir rafmagn eru fyrir hendi. Sérstakt skýli er á svæðinu sem notast til að flokka og skoða afurðirnar sem koma á land af togurum og uppsjávarfiskiskipum. 16.10.2012 09:29 Heildaraflinn jókst um 10,7% milli ára í september Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 10,7% meiri en í september 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 15,3% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði. 16.10.2012 09:10 Íslenskur sproti talinn besta fjárfestingartækifærið í Evrópu Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric stóð uppúr alþjóðlegu mati á evrópska orkubúnaðar og -tækjageiranum sem helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar í 6 heimsálfum, en verðlaunin eru hluti af árlegu "Best Practices Awards" frá Frost & Sullivan í Evrópu. 16.10.2012 09:00 Bandaríkjamenn samþykkja kaup Watson á Actavis Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna hefur gefið grænt ljós á kaup lyfjafyrirtækisins Watson á Actavis. Þó eru sett skilyrði fyrir kaupunum. 16.10.2012 08:47 Yfir 32 milljarðar í ferðamannagjaldeyri Erlendir ferðamenn borguðu yfir 32 milljarða króna með greiðslukortum sínum á Íslandi á þriðja ársfjórðungi ársins. Upphæðin hefur aldrei verið hærri í sögunni á einum ársfjórðungi. 16.10.2012 07:27 Dagamunur skýrir minni áfengissölu Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,4 prósent, reiknað á föstu verðlagi, í september miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst. 16.10.2012 07:00 Portúgalir verða að herða ólar sínar sem aldrei fyrr Ríkisstjórn Portúgals hefur kynnt fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár en samkvæmt því verða Portúgalir að þrengja ólar sínar sem aldrei fyrr. 16.10.2012 06:53 Farþegum með skemmtiferðaskipum heldur áfram að fjölga Fari svo að farþegum sem koma með skemmtiferðskipum til Íslands fjölgi jafnört á næstu árum og verið hefur undanfarna áratugi mun fjöldi þeirra fara yfir 200.000 árið 2020. 16.10.2012 06:36 Bankakerfið fimm sinnum minna Ísland fór sérstaka leið við endurreisn bankakerfisins eftir hrunið. Forgangi kröfuhafa var breytt og þannig var hægt að setja innstæður og góðar eignir í "nýja“ banka en skilja annað eftir í "gömlum“. Með því að semja síðar við kröfuhafa komst landið upp með þetta. 16.10.2012 06:00 Orri: Áhyggjuefni að störfum sé ekki að fjölga Þrátt fyrir hagvöxt þá er störfum ekki að fjölga, og Íslendingar hafa haldið áfram að leita að nýjum tækifærum á Norðurlöndunum. Það þarf að snúa þessari þróun við og það þarf að fylgjast náið með því hvaða þekking er að fara úr landi, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 15.10.2012 18:30 Ragnhildur Geirsdóttir til Landsbankans Ragnhildur Geirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs hjá Landsbankanum og tekur strax til starfa. Framkvæmdastjórar bankans eru því sjö, fjórar konur og þrír karlar. 15.10.2012 14:44 Breska lögreglan hættir rannsókn á starfsemi Kaupþings Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, tilkynnti í morgun að embættið væri hætt rannsókn á atburðarrásinni sem leiddi hrun Kaupþings. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stofnunin sendi fjölmiðlum í dag. Ástæðan er sögð vera sú að ekki eru talda nægar sannanir fyrir því að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Í tilkynningunni kemur fram að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar og sérstakur saksóknari muni áfram hafa með sér gott samstarf. 15.10.2012 14:01 Verðbólga lækkar niður í 1,9 prósent Verðbólga í Kína mælist nú 1,9 prósent og lækkaði hún úr tveimur prósentum í september mánuði. Vonir standa til þess að þetta auðveldi yfirvöldum í Kína að ná hagvaxtarmarkmiðum sínum, en nokkuð hefur dregið úr umsvifum í kínverska hagkerfinu að undanförnu. 15.10.2012 11:44 Ný og glæsileg aðstaða í Reykjavík Spa Grand Hótel Reykjavík opnaði nýverið Reykjavík Spa sem er fullbúin snyrti-, nudd og spa-stofa. "Aðstaðan er öll ný og til fyrirmyndar . Hingað er gott að koma og njóta þess að láta dekra við sig í rólegu og endurnærandi umhverfi," segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir. 15.10.2012 11:13 Búið að greiða helminginn af Icesave skuldinni Slitastjórn Landsbankans hefur greitt helminginn af Icesave skuldinni eða 677 milljarða króna af forgangskröfum í þrotabúið. 15.10.2012 08:33 Mikil auking á útflutningi frá Kína Útflutningur Kínverja jókst um 9,9% í september miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta er mun meiri vöxtur en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og munar yfir fjórum prósentustigum á spám þeirra og raunveruleikanum. 15.10.2012 06:37 Verulega dró úr veltu debetkorta í haust Heildarvelta debetkorta í september s.l. var 33,4 milljarðar kr. sem er 11,4% minnkun frá fyrri mánuði en hinsvegar lítilsháttar eða 0,1% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. 15.10.2012 06:27 Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. 14.10.2012 19:16 Stóðu gegn því að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar Borgarfulltrúar sem sæti áttu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stóðu gegn því að hækka gjaldskrá fyrirtækisins. Fyrir vikið fylgdi gjaldskráin ekki verðbólgu sem gróf undan grunnrekstri fyrirtækisins. 14.10.2012 19:09 Segir verstu hliðar kreppunnar ekki komnar fram Stjórnvöld ríkja í Evrópu og Bandaríkjunum verða að grípa til meira afgerandi aðgerða í baráttu sinni við skuldavandann, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir tímann ekki vinna með stjórnvöldum. 14.10.2012 13:12 Þurfa afgerandi aðgerðir til þess að leysa skuldavandann Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evrópu verða að bregðast við með miklu meira afgerandi aðgerðum þegar kemur að skuldavanda landanna, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 14.10.2012 10:08 Stjórnarformaður Orkuveitunnar vill kanna Ölfussamning betur Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. 13.10.2012 18:40 Fjögur ár frá hruni - Haftabúskapur eftir hrun Stundum er rætt um hrun fjármálakerfisins, dagana 7. til 9. október 2008, og hrun krónunnar sem tvo aðskilda atburði. Það er umdeilanlegt að svo hafi verið, ekki síst í ljósi þess með hvaða augum alþjóðamarkaðir voru farnir að horfa til Íslands um ári áður en allt hrundi. "Íslendingar gerðu sér ekki grein fyrir því að landið var í reynd orðið að vogunarsjóði," segir í grein hins virta blaðamanns Michaels Lewis, með fyrirsögninni Wall Street on The Tundra (Wall Street í freðmýrinni), sem birtist í Vanity Fair og fjallaði um hrun íslenska fjármálakerfisins. 13.10.2012 09:34 Orkuveitan veitti yfir milljarð í styrki frá 2002 til 2010 Félög og einstaklingar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. 13.10.2012 06:00 Eina vandamál Íslands er fámennið Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni. 12.10.2012 22:23 Nóg komið af innistæðulausu „hjali“ um hagstjórn "Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.“ 12.10.2012 14:31 Sjá næstu 50 fréttir
Besta ár í áratug hjá dönskum sjávarútvegi Árið í fyrra var það besta í sögu sjávarútvegs í Danmörku undanfarin áratug. 17.10.2012 10:37
Vilja renna þriðju stoðinni undir fjármálakerfið og hagstjórnina Nauðsynlegt er að innan þriggja ára myndi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eina samþætta stofnun, sem þjóni sem peningastefnu- og fjármálastöðugleikastofnun þjóðarinnar. Þetta er mat sérfræðingahópfs sem efnahags- og viðskiptaráðherra skipaði í mars til þess að vinna tillögur um samræmda heildarumgrð laga og reglna um alla starfsemi á fjármálamarkaði. Hópurinn kynnti niðurstöður sínar í morgun. 17.10.2012 10:21
Tugmilljónir sparast vegna fækkunar ráðherra Sparnaður í launakostnaði ráðherra í tíð þessarar ríkisstjórnar nemur rúmlega 41 milljón króna. Sparnaðurinn er tilkominn vegna fækkunar ráðherra úr tólf í átta. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. 17.10.2012 10:11
Hagstofan mælir 5% atvinnuleysi Atvinnuleysi var 5% í september. Atvinnuleysi var því einu prósentustigi lægra en í september í fyrra en þá var atvinnuleysi 6%. 17.10.2012 09:11
Stjórnvöld hafa tvær vikur til að bjarga ÍLS Hætta er á að Íbúðalánasjóður (ÍLS) geti ekki staðið við afborganir af skuldabréfum sínum nema stjórnvöld veiti sjóðnum aukið fé á næstu tveimur vikum. Útistandandi skuldabréf sjóðsins nema 529 milljörðum kr. að nafnverði. 17.10.2012 09:04
Endanlega gengið frá kaupunum á Hótel KEA Gengið hefur verið endanlega frá kaupum Reginn á fasteigninni sem hýsir Hótel KEA á Akureyri en eignin var áður í eigu eignahaldsfélagsins Krypton. Samhliða því var undirritaður 14 ára leigusamningur við Keahotel ehf. um rekstur hótelsins. 17.10.2012 07:52
Moody´s heldur óbreyttri lánshæfiseinkunn hjá Spáni Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn Spánar óbreyttri og með neikvæðum horfum. Þar með helst einkunnin áfram einu haki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk. 17.10.2012 06:44
Spáir því að verðbólgan aukist í 4,5% Greining Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6% í október. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan halda áfram að hækka og fara í 4,5% samanborið við 4,3% í síðasta mánuði. Sömuleiðis telur greiningin að útlit sé fyrir nokkra verðbólgu á næstu mánuðum þannig að verðbólgan tæp 5% í árslok. 17.10.2012 06:38
Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði Áfram dregur úr útlánum hjá Íbúðalánasjóði. Heildarútlán sjóðsins námu um 1,3 milljörðum króna í september en þar af var tæpur 1,1 milljarður króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í september í fyrra um 1,9 milljörðum króna. 17.10.2012 06:36
Eimskip er metið á allt að 45 milljarða Hlutabréf í Eimskip verða tekin til viðskipta í byrjun næsta mánaðar. Skráningarlýsing liggur fyrir á næstu dögum. Verðbil í útboði verður 205 til 225 krónur. Tuttugu prósent verða seld til fagfjárfesta og þrjú til fimm prósent til almennings. 17.10.2012 06:00
Komið að skuldadögum hjá Glitni og Kaupþingi Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samanburði við íslenska hagkerfið. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samningsins. 16.10.2012 18:14
Ótrúlegar vinsældir LinkedIn Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007. 16.10.2012 17:58
Surface lendir 26. október Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá. 16.10.2012 17:10
Apple frumsýnir iPad Mini Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini. 16.10.2012 16:56
Mörg hundruð milljarðar renna í vasa kröfuhafa Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samaburði við Ísland. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga. 16.10.2012 18:30
138 milljóna króna kröfu Sigurðar hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 138 milljóna króna kröfu sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerði á hendur slitastjórn Kaupþings. Sigurður var stjórnarformaður bankans allt þar til hann féll á haustmánuðum 2008. Hann gerði kröfuna á grundvelli ógreiddra biðlauna, ógreiddra lífeyrissjóðsgreiðslna og skatta sem bankinn Sigurður telur að bankinn hafi skuldbundið sig til að greiða fyrir sig. 16.10.2012 16:54
Krónan eini kosturinn í náinni framtíð Þverpólitísk samráðsnefnd sem skipuð var um mótun gengis- og peningamálastefnu telur að ekki sé hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því sé mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. 16.10.2012 16:21
Skaðabótamál á hendur Landsbankamönnum tekið fyrir Skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans, gegn fyrrum stjórnendum bankans, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Auk þeirra tveggja er Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, einnig stefnt í öðru málinu af tveimur sem tekin eru fyrir í dag. 16.10.2012 13:49
Óþekktur konungur í Afríku var auðugasti maður sögunnar Auðugasti maður sögunnar, að teknu tilliti til verðbólgu, var Mansa Musa I, nær óþekktur konungur í Vestur Afríkuríkinu Malain á þrettándu öld. 16.10.2012 10:18
Ný löndunaraðstaða í notkun í Sundahöfn Faxaflóahafnir hafa tekið í notkun löndunaraðstöðu á Skarfabakka í Sundahöfn. Aðstaðan er á afgirtu og malbikuðu svæði fremst á hafnarbakkanum. Aðstaða til að geyma frystigáma er góð og tenglar fyrir rafmagn eru fyrir hendi. Sérstakt skýli er á svæðinu sem notast til að flokka og skoða afurðirnar sem koma á land af togurum og uppsjávarfiskiskipum. 16.10.2012 09:29
Heildaraflinn jókst um 10,7% milli ára í september Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 10,7% meiri en í september 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 15,3% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði. 16.10.2012 09:10
Íslenskur sproti talinn besta fjárfestingartækifærið í Evrópu Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric stóð uppúr alþjóðlegu mati á evrópska orkubúnaðar og -tækjageiranum sem helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar í 6 heimsálfum, en verðlaunin eru hluti af árlegu "Best Practices Awards" frá Frost & Sullivan í Evrópu. 16.10.2012 09:00
Bandaríkjamenn samþykkja kaup Watson á Actavis Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna hefur gefið grænt ljós á kaup lyfjafyrirtækisins Watson á Actavis. Þó eru sett skilyrði fyrir kaupunum. 16.10.2012 08:47
Yfir 32 milljarðar í ferðamannagjaldeyri Erlendir ferðamenn borguðu yfir 32 milljarða króna með greiðslukortum sínum á Íslandi á þriðja ársfjórðungi ársins. Upphæðin hefur aldrei verið hærri í sögunni á einum ársfjórðungi. 16.10.2012 07:27
Dagamunur skýrir minni áfengissölu Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,4 prósent, reiknað á föstu verðlagi, í september miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst. 16.10.2012 07:00
Portúgalir verða að herða ólar sínar sem aldrei fyrr Ríkisstjórn Portúgals hefur kynnt fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár en samkvæmt því verða Portúgalir að þrengja ólar sínar sem aldrei fyrr. 16.10.2012 06:53
Farþegum með skemmtiferðaskipum heldur áfram að fjölga Fari svo að farþegum sem koma með skemmtiferðskipum til Íslands fjölgi jafnört á næstu árum og verið hefur undanfarna áratugi mun fjöldi þeirra fara yfir 200.000 árið 2020. 16.10.2012 06:36
Bankakerfið fimm sinnum minna Ísland fór sérstaka leið við endurreisn bankakerfisins eftir hrunið. Forgangi kröfuhafa var breytt og þannig var hægt að setja innstæður og góðar eignir í "nýja“ banka en skilja annað eftir í "gömlum“. Með því að semja síðar við kröfuhafa komst landið upp með þetta. 16.10.2012 06:00
Orri: Áhyggjuefni að störfum sé ekki að fjölga Þrátt fyrir hagvöxt þá er störfum ekki að fjölga, og Íslendingar hafa haldið áfram að leita að nýjum tækifærum á Norðurlöndunum. Það þarf að snúa þessari þróun við og það þarf að fylgjast náið með því hvaða þekking er að fara úr landi, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 15.10.2012 18:30
Ragnhildur Geirsdóttir til Landsbankans Ragnhildur Geirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs hjá Landsbankanum og tekur strax til starfa. Framkvæmdastjórar bankans eru því sjö, fjórar konur og þrír karlar. 15.10.2012 14:44
Breska lögreglan hættir rannsókn á starfsemi Kaupþings Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, tilkynnti í morgun að embættið væri hætt rannsókn á atburðarrásinni sem leiddi hrun Kaupþings. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stofnunin sendi fjölmiðlum í dag. Ástæðan er sögð vera sú að ekki eru talda nægar sannanir fyrir því að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Í tilkynningunni kemur fram að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar og sérstakur saksóknari muni áfram hafa með sér gott samstarf. 15.10.2012 14:01
Verðbólga lækkar niður í 1,9 prósent Verðbólga í Kína mælist nú 1,9 prósent og lækkaði hún úr tveimur prósentum í september mánuði. Vonir standa til þess að þetta auðveldi yfirvöldum í Kína að ná hagvaxtarmarkmiðum sínum, en nokkuð hefur dregið úr umsvifum í kínverska hagkerfinu að undanförnu. 15.10.2012 11:44
Ný og glæsileg aðstaða í Reykjavík Spa Grand Hótel Reykjavík opnaði nýverið Reykjavík Spa sem er fullbúin snyrti-, nudd og spa-stofa. "Aðstaðan er öll ný og til fyrirmyndar . Hingað er gott að koma og njóta þess að láta dekra við sig í rólegu og endurnærandi umhverfi," segir Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir. 15.10.2012 11:13
Búið að greiða helminginn af Icesave skuldinni Slitastjórn Landsbankans hefur greitt helminginn af Icesave skuldinni eða 677 milljarða króna af forgangskröfum í þrotabúið. 15.10.2012 08:33
Mikil auking á útflutningi frá Kína Útflutningur Kínverja jókst um 9,9% í september miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta er mun meiri vöxtur en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og munar yfir fjórum prósentustigum á spám þeirra og raunveruleikanum. 15.10.2012 06:37
Verulega dró úr veltu debetkorta í haust Heildarvelta debetkorta í september s.l. var 33,4 milljarðar kr. sem er 11,4% minnkun frá fyrri mánuði en hinsvegar lítilsháttar eða 0,1% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. 15.10.2012 06:27
Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna. 14.10.2012 19:16
Stóðu gegn því að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar Borgarfulltrúar sem sæti áttu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stóðu gegn því að hækka gjaldskrá fyrirtækisins. Fyrir vikið fylgdi gjaldskráin ekki verðbólgu sem gróf undan grunnrekstri fyrirtækisins. 14.10.2012 19:09
Segir verstu hliðar kreppunnar ekki komnar fram Stjórnvöld ríkja í Evrópu og Bandaríkjunum verða að grípa til meira afgerandi aðgerða í baráttu sinni við skuldavandann, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir tímann ekki vinna með stjórnvöldum. 14.10.2012 13:12
Þurfa afgerandi aðgerðir til þess að leysa skuldavandann Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evrópu verða að bregðast við með miklu meira afgerandi aðgerðum þegar kemur að skuldavanda landanna, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 14.10.2012 10:08
Stjórnarformaður Orkuveitunnar vill kanna Ölfussamning betur Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. 13.10.2012 18:40
Fjögur ár frá hruni - Haftabúskapur eftir hrun Stundum er rætt um hrun fjármálakerfisins, dagana 7. til 9. október 2008, og hrun krónunnar sem tvo aðskilda atburði. Það er umdeilanlegt að svo hafi verið, ekki síst í ljósi þess með hvaða augum alþjóðamarkaðir voru farnir að horfa til Íslands um ári áður en allt hrundi. "Íslendingar gerðu sér ekki grein fyrir því að landið var í reynd orðið að vogunarsjóði," segir í grein hins virta blaðamanns Michaels Lewis, með fyrirsögninni Wall Street on The Tundra (Wall Street í freðmýrinni), sem birtist í Vanity Fair og fjallaði um hrun íslenska fjármálakerfisins. 13.10.2012 09:34
Orkuveitan veitti yfir milljarð í styrki frá 2002 til 2010 Félög og einstaklingar hlutu styrki upp á rúmlega 1,1 milljarð króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2002 til 2010. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur, sem var kynnt á miðvikudaginn. 13.10.2012 06:00
Eina vandamál Íslands er fámennið Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni. 12.10.2012 22:23
Nóg komið af innistæðulausu „hjali“ um hagstjórn "Almenningur á að gera þá kröfu til stjórnmálastéttarinnar að hún lofi ekki útgjöldum sem hún hefur ekki safnað fyrir eða skattalækkunum sem eiga að borga fyrir sig sjálfar. Öll myndum við vilja betri þjónustu, án skattahækkana, og lægri skattheimtu, án þjónustuskerðingar. Þess háttar hjal er þó engu betra en ofannefnt tal um (ó)hagstæðar hagstærðir sem gripnar eru samhengislaust úr lausu lofti. Slík tegund af afstæðiskenningu er ávísun á óábyrga hagstjórn og eiga Íslendingar að vera komnir með nóg af slíku hjali í bili.“ 12.10.2012 14:31