Stjórnarformaður Orkuveitunnar vill kanna Ölfussamning betur Karen Kjartansdóttir skrifar 13. október 2012 18:40 Haraldur Flosi. Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. Árið 2006 gerði Orkuveita Reykjavíkur samning við sveitarfélagið Ölfus vegna virkjana á Hellisheiði. Hann fól meðal annars í sér rúmlega 52 milljón króna greiðslu Orkuveitunnar til þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra Ölfus vegna aukinna umsvifa og álags. Úttektarnefnd um Orkuveituna sem kynnti niðurstöður sínar telur að þessir samningar um greiðslur vegna óskilgreindra verkefna þarfnist frekari skoðunar. Þá fékk sveitarfélagið 75 milljónir greiddar vegna uppgræðslustarfa vegna rasks. Þessar 75 milljónir eru í Uppgræðslusjóði Ölfuss en síðar var ákveðið að vextir af þeim fjármunum yrðu nýttir til fjölbreyttra uppgræðsluverkefna en ekki aðeins vegna rasks við virkjunina. Einnig stóð til að Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða ýmsan kostnað í Ölfusi svo sem veglýsingu og lagningu ljósleiðara inn á heimili í sveitarfélaginu. En Orkuveitan hefur ekki staðið við þann hluta samningsins. Reyndar mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því að Orkuveitan stæði við allan samninginn en Haraldur Flosi Tryggvason, núverandi stjórnarformaður mun hafa svarað því þannig til að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur. Er þetta rétt eftir þér haft? „Ég man nú ekki nákvæmlega orðalagið, kannski var þetta svona, en efnislega þá er það rétt að ég hef lýst þeirri afstöðu minni að þessi samningur verði ekki efndur að fullu að óathuguðu máli að minnsta kosti. Hugsanlega eiga þeir lögformlegan rétt á því að þetta verði gert," segir Haraldur Flosi. En er hugsanlegt að fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og forstjóri hafi farið út fyrir umboð sitt með þessum samning? „Það gæti verið, það þarfnast ferkari skoðunar," segir Haraldur. Spurður hvort þetta gæti verið ólögmætur samningur svarar Haraldur: „Það gæti verið flókin staða sem skapast við það já." Hann segir að ef samningurinn reynist löglegur þurfi Orkuveitan að efna hann. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. Árið 2006 gerði Orkuveita Reykjavíkur samning við sveitarfélagið Ölfus vegna virkjana á Hellisheiði. Hann fól meðal annars í sér rúmlega 52 milljón króna greiðslu Orkuveitunnar til þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra Ölfus vegna aukinna umsvifa og álags. Úttektarnefnd um Orkuveituna sem kynnti niðurstöður sínar telur að þessir samningar um greiðslur vegna óskilgreindra verkefna þarfnist frekari skoðunar. Þá fékk sveitarfélagið 75 milljónir greiddar vegna uppgræðslustarfa vegna rasks. Þessar 75 milljónir eru í Uppgræðslusjóði Ölfuss en síðar var ákveðið að vextir af þeim fjármunum yrðu nýttir til fjölbreyttra uppgræðsluverkefna en ekki aðeins vegna rasks við virkjunina. Einnig stóð til að Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða ýmsan kostnað í Ölfusi svo sem veglýsingu og lagningu ljósleiðara inn á heimili í sveitarfélaginu. En Orkuveitan hefur ekki staðið við þann hluta samningsins. Reyndar mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því að Orkuveitan stæði við allan samninginn en Haraldur Flosi Tryggvason, núverandi stjórnarformaður mun hafa svarað því þannig til að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur. Er þetta rétt eftir þér haft? „Ég man nú ekki nákvæmlega orðalagið, kannski var þetta svona, en efnislega þá er það rétt að ég hef lýst þeirri afstöðu minni að þessi samningur verði ekki efndur að fullu að óathuguðu máli að minnsta kosti. Hugsanlega eiga þeir lögformlegan rétt á því að þetta verði gert," segir Haraldur Flosi. En er hugsanlegt að fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og forstjóri hafi farið út fyrir umboð sitt með þessum samning? „Það gæti verið, það þarfnast ferkari skoðunar," segir Haraldur. Spurður hvort þetta gæti verið ólögmætur samningur svarar Haraldur: „Það gæti verið flókin staða sem skapast við það já." Hann segir að ef samningurinn reynist löglegur þurfi Orkuveitan að efna hann.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun