Orri: Áhyggjuefni að störfum sé ekki að fjölga Magnús Halldórsson skrifar 15. október 2012 18:30 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Þrátt fyrir hagvöxt þá er störfum ekki að fjölga, og Íslendingar hafa haldið áfram að leita að nýjum tækifærum á Norðurlöndunum. Það þarf að snúa þessari þróun við og það þarf að fylgjast náið með því hvaða þekking er að fara úr landi, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun eru Íslandingar nú 320.660, þar af tæplega 161 þúsund karlar, og lítið færri konur, eða tæplega 160 þúsund. Á þriðja ársfjórðungi, í júlí, ágúst og september, hefur Íslendingum fjölgað um 500. Á þriðja ársfjórðungi 2012 fæddust 1.230 börn, en 470 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 280 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 590 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 300 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri konur en karlar fluttust frá landinu. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 550 manns í júlí, ágúst og september. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust samtals 1.440 íslenskir ríkisborgarar af 1.790 alls. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að botninum í efnahagssamdrættinum frá hruni fjármálakerfisins hafi verið náð, en það sé samt ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að störfum sé ekki að fjölga, þó hagvöxtur mælist á milli tvö og þrjú prósent á árs grundvelli hér á landi. „Auðvitað er það áhyggjuefni að störfum sé ekki að fjölga, en það er í sjálfu sér jákvætt ef fólk getur farið út fyrir landsteinana og fengið vinnu. En það er vonandi að það fólk skili sér aftur, með umfangsmeiri þekkingu og geti þá komið í ný verkefni. En lykilatriðið er að fjölga störfunum, og byggja hagvöxtinn á því," segir Orri. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Þrátt fyrir hagvöxt þá er störfum ekki að fjölga, og Íslendingar hafa haldið áfram að leita að nýjum tækifærum á Norðurlöndunum. Það þarf að snúa þessari þróun við og það þarf að fylgjast náið með því hvaða þekking er að fara úr landi, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun eru Íslandingar nú 320.660, þar af tæplega 161 þúsund karlar, og lítið færri konur, eða tæplega 160 þúsund. Á þriðja ársfjórðungi, í júlí, ágúst og september, hefur Íslendingum fjölgað um 500. Á þriðja ársfjórðungi 2012 fæddust 1.230 börn, en 470 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 280 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 590 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 300 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri konur en karlar fluttust frá landinu. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 550 manns í júlí, ágúst og september. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust samtals 1.440 íslenskir ríkisborgarar af 1.790 alls. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að botninum í efnahagssamdrættinum frá hruni fjármálakerfisins hafi verið náð, en það sé samt ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að störfum sé ekki að fjölga, þó hagvöxtur mælist á milli tvö og þrjú prósent á árs grundvelli hér á landi. „Auðvitað er það áhyggjuefni að störfum sé ekki að fjölga, en það er í sjálfu sér jákvætt ef fólk getur farið út fyrir landsteinana og fengið vinnu. En það er vonandi að það fólk skili sér aftur, með umfangsmeiri þekkingu og geti þá komið í ný verkefni. En lykilatriðið er að fjölga störfunum, og byggja hagvöxtinn á því," segir Orri.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun