Eina vandamál Íslands er fámennið Magnús Halldórsson skrifar 12. október 2012 22:23 John Dizard. Mynd/Vilhelm Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni. Dizard er einna þekktastur fyrir skörp skrif sín í viðskiptatímarit, þar á meðal Financial Times. Í erindi sínu í Hörpunni í gær, ræddi Dizard um stöðu mála í Evrópu, bæði út frá efnahagslegu sjónarmiði en ekki síður pólitísku. Sagði hann vanda við stjórnun efnahagsmála í Evrópu, blasa við, ekki síst þar sem ólík ríki notist við sömu myntina, evruna, og þurfi ólík meðöl við vandamálum sínum. Hann spáir þó ekki allsherjarhruni evrunnar, heldur frekar sársaukafullri aðlögun Evrópusambandsins að breyttum veruleika. „Ég held að norðurevrópsku löndunum muni vegna betur efnahagslega en undanfarið og að mismunurinn muni jafnvel aukast, að hluta til vegna þess að faglært og metnaðarfult fólk leiti frá Suður-Evrópu til Norður-Evrópu," segir Dizard. Þegar kemur að Íslandi segist Dizard bjartsýnn fyrir hönd landsins, ekki síst vegna þess að hér væri rík og sterk lýðræðishefð, og sterkir efnahagslegir innviðir. „Ég held að Ísland búi yfir miklum styrk sem Íslendingar vanmeta stundum sjálfir. Þið búið við lágan orkukostnað, nægt vatn, sem ykkur finnst sjálfsagt en sem er mjög eftirsótt annars staðar í heiminum, með mjög ódýrt prótín og mjög skilvirkan iðnað, og þið hafið mikið af framsýnu og duglegu fólki," segir Dizard. Og Dizard segir vandamál Íslendinga ekki voru svo umfangsmikil, þegar öllu sé á botninn hvolft. „Eina vandamálið á Íslandi er að það er ekki nóg af Íslendingum en þið eruð að vinna í því," segir hann. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni. Dizard er einna þekktastur fyrir skörp skrif sín í viðskiptatímarit, þar á meðal Financial Times. Í erindi sínu í Hörpunni í gær, ræddi Dizard um stöðu mála í Evrópu, bæði út frá efnahagslegu sjónarmiði en ekki síður pólitísku. Sagði hann vanda við stjórnun efnahagsmála í Evrópu, blasa við, ekki síst þar sem ólík ríki notist við sömu myntina, evruna, og þurfi ólík meðöl við vandamálum sínum. Hann spáir þó ekki allsherjarhruni evrunnar, heldur frekar sársaukafullri aðlögun Evrópusambandsins að breyttum veruleika. „Ég held að norðurevrópsku löndunum muni vegna betur efnahagslega en undanfarið og að mismunurinn muni jafnvel aukast, að hluta til vegna þess að faglært og metnaðarfult fólk leiti frá Suður-Evrópu til Norður-Evrópu," segir Dizard. Þegar kemur að Íslandi segist Dizard bjartsýnn fyrir hönd landsins, ekki síst vegna þess að hér væri rík og sterk lýðræðishefð, og sterkir efnahagslegir innviðir. „Ég held að Ísland búi yfir miklum styrk sem Íslendingar vanmeta stundum sjálfir. Þið búið við lágan orkukostnað, nægt vatn, sem ykkur finnst sjálfsagt en sem er mjög eftirsótt annars staðar í heiminum, með mjög ódýrt prótín og mjög skilvirkan iðnað, og þið hafið mikið af framsýnu og duglegu fólki," segir Dizard. Og Dizard segir vandamál Íslendinga ekki voru svo umfangsmikil, þegar öllu sé á botninn hvolft. „Eina vandamálið á Íslandi er að það er ekki nóg af Íslendingum en þið eruð að vinna í því," segir hann.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira