Fleiri fréttir

Töluvert hægari hagvöxtur í Kína

Töluvert hefur hægt á hagvexti Kína en hann mældist 7,6% á öðrum ársfjórðungi ársins. Hefur hagvöxtur ekki verið minni þar í landi s.l. þrjú ár.

Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár

Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár.

Vilja að Fjármálaeftirlitið rannsaki starfsemi Lýsingar

Félag atvinnurekenda hefur farið fram á það við Fjármálaeftirlitið að það rannsaki starfshætti fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félaginu hafa borist fjölmargar kvartanir vegna fjármögnunarleigusamninga. Félagið segir ljóst að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gefið út að rannsókn sé hafin né heldur að hún standi til. Eftirlitið hafi þó gefið út að málið sé til skoðunar. Félag atvinnurekenda telur brýnt að háttsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja sé rannsökuð og tryggt sé að starfshættir þeirra séu í samræmi við ákvæði laga.

Skóverslun jókst um 17%

Velta skóverslunar jókst um 16,8% í júní á föstu verðlagi og um 19,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um 2,3% frá júní í fyrra, eftir því sem fram kemur í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Fataverslun jókst um 0,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 5,2% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta fataverslunar í júní um 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 4,5% frá sama mánuði fyrir ári.

Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF

Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar.

Gengi Groupon nær nýjum lægðum

Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara.

Milljarðamæringar í samstarf

Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum.

Eggert spenntur fyrir N1

Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda.

Árvakur tapaði 205 milljónum

Heildartap síðasta árs af rekstri Árvakurs nam 205 milljónum króna, en nam 330 milljónum króna árið á undan. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 40,4 milljónir, en hann var neikvæður um 97,4 milljónir á árinu 2010. Heildartekjur síðasta árs voru um þrír milljarðar króna og jukust um 360 milljónir, eða 13,6% frá árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna ársuppgjörsins.

Byggingar í fyrirrúmi

Í Fréttablaðinu 2. júlí sl. talar Páll Hjaltason, formaður skiplagsráðs Reykjavíkur, fyrir vinningstillögu í samkeppni sem haldin var um skipulag Ingólfstorgs og nærliggjandi lóða. Tillagan er af sama toga og eldri tillögur frá árinu 2009, en hún er þeirra verst því hún gengur lengst þessara tillagna í auknum byggingum og skerðingu almannarýma á þessu einstaka svæði.

Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%.

Verð á flugmiða til Kaupmannahafnar hefur lækkað

Sá sem bókaði Kaupmannahafnarreisu ágústmánaðar í vor hefði getað sparað sér 5000 krónur með því að kaupa farið í dag. Lundúnarfarinn myndi líka borga minna í dag en hann gerði í vor, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is.

Tekjur ríkisins aukast umfram áætlanir

Tekjur ríkisins hafa aukist á fyrstu fimm mánuðum ársins umfram áætlanir. Þretta kemur fram í greiðsluuppgjör ríkissjóðs sem liggur nú fyrir.

Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi

Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice.

Skuldatryggingarálag Íslands helst stöðugt

Skuldatryggingarálag Íslands hélst stöðugt á öðrum ársfjórðungi ársins á meðan það hækkaði hjá flestum Evrópuríkjum ef Norðurlöndin eru undanskilin.

Björt framtíð Íslands sem matvælaframleiðenda

Framtíðin er björt fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóð ef marka má sameiginlega skýrslu OECD og FAO Matvælastofnunnar Sameinuðu þjóðanna um þróun matvælaframleiðslu heimsins til ársins 2021.

Boðar niðurskurð og hækkanir

Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu.

Fimm manna hópur kaupir Keahótelin

Fimm manna hópur hefur keypt allt hlutafé í móðurfélagi Keahótela, sem reka fimm hótel á Norðurlandi og í Reykjavík. um er að ræða Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík og enn fremur Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gíg við Mývatn og Hótel Björk í Reykjavík.

Blóðugur niðurskurður á Spáni

Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu.

Hermann fær fyrsta almennilega sumarfríið í 18 ár

Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. "Það leið ekkert yfir mig," segir hann. "Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið."

Ríkisábyrgð á peningamarkaðssjóðum í samræmi við reglur EFTA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun þáverandi stjórnar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um kaup á verðbréfum af peningamarkaðssjóðum hafi ekki farið í bága við EES samninginn. Í tilkynningu frá ESA kemur fram að stofnunin líti svo á að ráðstafanirnar hafi verið nauðsynlegar til að endurbyggja traust á fjármálageiranum. Úrræðin hafi verið nauðsynleg og í samræmi við meðalhóf að því marki að vernda fjárfesta fyrir enn stærra tapi á sparifé sínu.

Forstjóraskipti hjá N1

Hermann Guðmundsson hættir sem forstjóri N1 og við starfinu tekur Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB Granda. Þetta staðfestir Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður N1.

Hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs of lág

Ástæðan fyrir því að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs hefur minnkað um nær helming á einu ári er ekki sú að sjóðurinn býður ekki upp á óverðtryggð lán. Þetta segir Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar sjóðsins. "Meginástæðan er að hámarkslánsfjárhæð hjá Íbúðalánasjóði er 20 milljónir," segir Hallur. Fjárhæðin hefur ekki hækkað frá því í júní 2008.

Guðbjartur: Við þolum þetta

"Við þolum ekki mikið meira," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Í fréttum í morgun kom fram að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hér á landi var sá næst mesti í öllum OECD ríkjunum.

Jón Sigurðsson kominn til GAMMA

Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, hóf nýlega störf hjá ráðgjafafyrirtækinu GAMMA, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Á vefsíðu GAMMA kemur fram að Jón hóf störf hjá Stoðum, sem áður hét FL Group, árið 2005. Hann byrjaði starfsferil sinn þar sem framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs en síðar varð hann aðstoðarforstjóri og svo forstjóri. Síðustu tvö árin hefur Jón svo rekið eigið ráðgjafafyrirtæki. Á undanförnum árum hefur Jón setið í stjórnum margra fyrirtækja, þar á meðal Tryggingamiðstöðinni, Icelandair Group, Glitni og Refresco.

Spánverjar hækka virðisaukaskatt

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy tilkynntu í morgun um þriggja prósenta hækkun á virðisaukaskatti í landinu. Aðgerðin er hluti af aðhaldsaðgerðum Spánverja sem ætla sér að skera niður fjárlög landsins um 65 milljarða evra. Þá á söluskattur að hækka auk þess sem sveitarstjórnum verður gert að skera niður um þrjá og hálfan milljarð evra. Aðgerðirnar eru hluti af samkomulagi sem Spánverjar gerðu við ríkin á evrusvæðinu um 30 milljarða evra lán til spænskra banka.

Afsalar sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu

Bob Diamond, fyrrverandi forstjóri breska bankans Barclays, mun þiggja 400 milljónir króna í laun fyrir árið. Hann mun hins vegar afsala sér 4 milljarða króna bónusgreiðslu sem hann hafði áunnið sér fyrir störf sín í bankanum. Diamond sagði upp störfum hjá bankanum á dögunum vegna vaxtahneykslis sem skekið hefur Bretland.

Íbúðalánasjóður lánar minna

Íbúðalánasjóður hefur lánað mun minna til fasteignakaupa það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir 20% meiri veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Olíuverkfallið í Noregi stöðvað með neyðarlögum

Norska stjórnin greip til neyðarlaga seint í gærkvöldi til að stöðva verkfallið sem verið hefur meðal norskra olíustarfsmanna undanfarnar tvær vikur og koma í veg fyrir boðað verkbann olíuframleiðenda landsins sem átti að hefjast um miðnættið.

Leigusamningum fækkar milli ára

Þinglýstum leigusamningum um íbúðarhúsnæði á landinu öllu fækkaði um rúm 4% í júní miðað við sama mánuð í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir