Fleiri fréttir Verðbólgan hvergi hærri en á Íslandi Tólf mánaða verðbólga í Evrópu var hvergi meiri en á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu sem Hagstofa Evrópusambandsins. Verðbólgan var 6,7% á Íslandi en meðaltalsverðbólga í ríkjum innan Evrópusambandsins var 3,0%. Næstmest var verðbólgan í Ungverjalandi, en þar var hún 5,8%. Í Sviss var 1,2% verðhjöðnun en í verðbólgan var einna lægst í Noregi. Þar var hún 1%. 14.3.2012 10:35 Um 2500 sóttu um starf hjá Bauhaus Fimmtíu nýir starfsmenn hófu störf hjá BAUHAUS í byrjun þessa mánaðar og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun verslunarinnar. Eftir að hafa fengið grunnþjálfun frá erlendum sérfræðingum eru starfsmennirnir nú í óða önn að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun BAUHAUS við Vesturlandsveg. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvenær verslunin verður opnuð. 14.3.2012 10:09 Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum. 14.3.2012 08:33 Segir að gjaldeyrishöftin séu orðin varanleg Gjaldeyrishöftin eru orðin varanleg og engin leið er að losna við þau í framtíðinni án verulegrar veikingar á gengi krónunnar. 14.3.2012 07:41 Citigroup féll á álagsprófi Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, féll á álagsprófi sem seðlabanki landsins gerði á 19 bönkum í Bandaríkjunum. Þrír aðrir minni bankar féllu einnig á prófinu. 14.3.2012 07:25 Bilið milli ríkra og fátækra eykst í Danmörku Bilið milli ríkra og fátækra í Danmörku hefur aukist verulega á undanförnum þremur áratugum. 14.3.2012 07:24 Dagvöruveltan jókst um tæp 4% milli ára í febrúar Velta í dagvöruverslun jókst um tæp fjögur prósent í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. 14.3.2012 07:22 Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Grikklands um 8 þrep Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands úr D eða gjaldþroti og upp í B- eða um átta þrep. 14.3.2012 07:00 Gjaldeyrisskuld þrotabúa bankanna nemur 530 milljörðum Hrein gjaldeyrisskuld þrotabúa gömlu bankanna þriggja nemur um 530 milljarðar króna eða sem nemur 32 prósentum af landsframleiðslu Íslands. 14.3.2012 06:56 Nördinn sem græddi 200 milljónir dollara Hinn 26 ára gamli Pete Cashmore hefur oft verið kallaður konungur nördanna. Hann var aðeins 19 ára gamall þegar hann stofnaði tæknifréttasíðuna Mashable í svefnherberginu sínu. 13.3.2012 21:45 Marriott-hótel rís við Hörpu Náðst hefur samkomulag um byggingu Marriott-hótels við hlið tónlistarhússins Hörpu en samningur verður undirritaður um miðjan apríl. 13.3.2012 14:57 Vilja að lífeyrissjóðir íhugi málsókn Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir ættu að íhuga málsókn á hendur þeim sem voru hugsanlega aðilar að rangri upplýsingagjöf til hluthafa, eigenda skuldabréfa og annarra hagsmunaaðila í aðdraganda efnahagshrunsins. Það er álit ráðgjafanefndar VR um skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða. 13.3.2012 13:08 Arnór Sighvats: Glufurnar voru farnar að vinda upp á sig Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig. 13.3.2012 12:07 Yfir 50 þúsund borgarar seldust - ætla að fá metið skráð hjá Guinness Íslendingar keyptu hamborgara fyrir rúmlega fimm milljónir í gær þegar að yfir 50 þúsund hamborgar hjá veitingastaðnum Metró seldust á vefnum hópkaup.is. Það er met hjá síðunni en aldrei hafa fleiri keypt tilboð á síðunni, en fyrra metið átti einmitt Metró þegar alveg eins tilboð stóð til boða í október á síðasta ári. Í tilboðinu í gær var hægt að kaupa hamborgara hjá Metró á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur en það verður að teljast ansi góður afsláttur. 13.3.2012 11:57 Gjafir sem nýtast vel 13.3.2012 11:00 Merkja, prenta, gera og græja 13.3.2012 11:00 Öll þjónusta á einum stað 13.3.2012 11:00 Gæðavörur til merkingar hjá LOGO 13.3.2012 11:00 Blóðbað á markaði, íbúðabréf falla um 14% Lagasetningin um hert gjaldeyrishöft á Alþingi í nótt kallaði fram mikil viðbrögð á skuldabréfamarkaði í morgun. Þannig hafa stutt íbúðabréf eða flokkurinn HFF14 lækkað um 14% í verði og HFF24 hafa lækkað um 2,5%. Þessar lækkanir hafa síðan smitað út frá sér yfir í ríkisskuldabréf. 13.3.2012 10:18 ÍLS á orðið 1.751 eign en aðeins 707 þeirra eru í leigu Þann 20. febrúar s.l. voru eignir í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) orðnar 1.751 talsins. Þar af eru 707 í leigu, að mestu til aðila sem bjuggu í eignunum þegar sjóðurinn eignaðist þær. 13.3.2012 07:56 Verkís fyrst til að fá gullmerki Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerkið í jafnlaunaúttekt Pricewaterhouse Cooper (PwC). Fram kemur í tilkynningu að úttektin greini kynbundinn launamun innan fyrirtækja. 13.3.2012 07:30 Verð á hótelgistingu í heiminum orðið svipað og fyrir hrun Verð á hótelgistingu í heiminum hækkaði að meðaltali um 4% í fyrra og hefur verðið ekki verið hærra á heimsvísu síðan fyrir fjármálakreppuna árið 2008. 13.3.2012 07:29 Tölvuþrjótar stálu 40.000 kortanúmerum frá klámsíðu Tölvuþrjótum tókst að stela lykilorðum, eða PIN númerum, að yfir 40.000 kreditkortum með því að brjóast í gegnum öryggiskerfi klámsíðunnar Digital Playground í Bandaríkjunum. 13.3.2012 07:07 N1 hækkar einnig verð á bensínlítranum um fimm krónur Olíufélagið N1 fór í gærkvöldi að fordæmi Olís frá því fyrr um daginn og hækkaði verð á bensínlítranum um fimm krónur þannig að hann er kominn vel yfir 260 króna markið, eða í 262,60 kr. 13.3.2012 07:01 Bankar felldu niður skuldir Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma. 13.3.2012 07:00 Yahoo stefnir Facebook vegna brota á einkaleyfum Vefsíðan Yahoo hefur stefnt Facebook vegna meintra brota á 10 einkaleyfum sem Yahoo telur sig eiga. 13.3.2012 06:57 Kortaveltan nam rúmum 56 milljörðum í febrúar Heildarkortaveltan á landinu í febrúar síðastliðnum nam rúmlega 56 milljörðum króna og jókst töluvert frá sama mánuði í fyrra. 13.3.2012 06:56 Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. 13.3.2012 06:30 Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð „Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. 13.3.2012 00:01 Nýi iPad óhemju vinsæll - milljón eintök seld á einum degi Svo virðist sem að Apple hafi tekist að slá sölumet með þriðju kynslóðinni af iPad spjaldtölvunni vinsælu. Tækið er nú uppselt í forpöntun og þurfa vongóðir viðskiptavinir að bíða í allt að þrjár vikur eftir að fá spjaldtölvuna afhenda. 12.3.2012 20:45 Totus semur við Landsbankann um endurfjármögnun framkvæmda við Hörpu Totus ehf., félag um eignarhald Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, hefur samið við Landsbankann hf. um að hafa umsjón með útgáfu skuldabréfa vegna endurfjármögnun framkvæmda við Hörpuna að upphæð 18.5 milljarða króna. 12.3.2012 18:12 Horn fer ekki á markað á næstunni Horn Fjárfestingarfélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á markað í þessum mánuði eða næsta, líkt og stóð til. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að á síðustu vikum hafi forsvarsmenn bankans og Horns átt í viðræðum við mögulega fjárfesta en ekki hafi tekist að ná samningum. Á vef Viðskiptablaðsins segir að fjárfestar telji verðmiða félagsins of háan og viðræðurnar hafi strandað á því. 12.3.2012 16:12 Bensínlítrinn kominn yfir 260 krónur Olís hækkaði í dag verðið á bensínlítranum og er hann nú kominn yfir 260 króna múrinn, og raunar rúmum tveimur krónum betur. 12.3.2012 15:29 Norskur prófessor vill að Ísland taki upp norsku krónuna Öystein Noreng prófessor við Viðskiptaháskólann í Stavangri telur að Íslendingar eigi að taka upp norsku krónuna sem gjaldmiðil í stað evrunnar eða annarra mynta sem til umræðu hafa verið. 12.3.2012 11:30 Meiri eldmóður og aukið sjálfstraust Jófríður Leifsdóttir, sviðsstjóri húsnæðissviðs Keilis, skellt sér á Dale Carnegie námskeið. Á námskeiðinu var lögð áhersla á jákvætt viðhorf, samskipti, leiðtogahæfni, hvernig hafa eigi hemil á streitu og hvernig styrkja eigi sambönd við lykilfólk í lífi hvers og eins. 12.3.2012 11:00 Hjón kaupa Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit Hið gamalgróna hótel, Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit, hefur verið selt. Kaupandi er Reynihlíð hf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur. 12.3.2012 10:15 Landsbankinn selur allt að 5% hlut í Marel Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 5% eignarhlut í Marel hf. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Marel, sem eru í eigu Landsbankans, en alls heldur Landsbankinn nú á 6,84% eignarhlut í Marel. 12.3.2012 09:52 Aftur frétt um að hlutur Landsbankans í House of Fraser sé til sölu Slitastjórn Landsbankans er að íhuga að selja hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Þetta hefur blaðið Daily Mail eftir ónafngreindum heimildum. 12.3.2012 09:41 Enn er fjör á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 98. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en nemur meðaltali þeirra á viku síðustu 12 vikurnar sem er 85 samningar. 12.3.2012 09:01 Jón Ásgeir boðar endurkomu sína í breska verslunargeirann Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson boðar nú endurkomu sína í breska verslunargeirann. Hann ætlar sér að mynda þar nýtt konungsveldi um leið og hann er laus við þau dómsmál sem nú eru rekin gegn honum. 12.3.2012 08:01 Faxaflóahafnir skiluðu 250 milljóna hagnaði í fyrra Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var rúmlega 100 milljónum kr. betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun. Hagnaður ársins nam tæplega 250 milljónum kr. sem er 21 milljón kr. lakari niðurstaðan en árið á undan. 12.3.2012 07:43 Malcolm Walker er áfram minnihlutaeigandi í Iceland Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar og aðrir stjórendur Iceland verða áfram minnihlutaeigendur í keðjunni eftir að Iceland var seld þeim í lok síðustu viku. 12.3.2012 06:54 Ostastríð er í uppsiglingu milli Dana og Norðmanna Ostastríð er í uppsiglingu milli Noregs og Danmerkur, þar sem norskir kúabændur hafa krafist þess að settur verði 260% tollur á alla innflutta gula osta til landsins. 12.3.2012 06:45 Eyrir invest kaupir eigin bréf Eyrir Invest hefur í dag keypt eigin hlutabréf sem nema 9% af heildarúgefnu hlutafé félagins í skiptum fyrir 2,5% hlut í Marel. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar. Viðskiptin eru á milli Eyris og Landsbankans. Skipt er á 100 milljónum hluta í Eyri á genginu 26 krónur á hlut fyrir 18,6 milljónir hluta í Marel á 140 krónur á hlut. 11.3.2012 20:07 PwC hafnar alfarið málatilbúnaði slitastjórna Endurskoðendafyrirtækið PricewatherhouseCooper (PwC) hafnar alfarið málatilbúnaði slitastjórnum Landsbankans og Glitnis, sem hafa stefnt fyrirtækinu á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins. 11.3.2012 12:04 Sjá næstu 50 fréttir
Verðbólgan hvergi hærri en á Íslandi Tólf mánaða verðbólga í Evrópu var hvergi meiri en á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu sem Hagstofa Evrópusambandsins. Verðbólgan var 6,7% á Íslandi en meðaltalsverðbólga í ríkjum innan Evrópusambandsins var 3,0%. Næstmest var verðbólgan í Ungverjalandi, en þar var hún 5,8%. Í Sviss var 1,2% verðhjöðnun en í verðbólgan var einna lægst í Noregi. Þar var hún 1%. 14.3.2012 10:35
Um 2500 sóttu um starf hjá Bauhaus Fimmtíu nýir starfsmenn hófu störf hjá BAUHAUS í byrjun þessa mánaðar og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun verslunarinnar. Eftir að hafa fengið grunnþjálfun frá erlendum sérfræðingum eru starfsmennirnir nú í óða önn að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun BAUHAUS við Vesturlandsveg. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvenær verslunin verður opnuð. 14.3.2012 10:09
Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum. 14.3.2012 08:33
Segir að gjaldeyrishöftin séu orðin varanleg Gjaldeyrishöftin eru orðin varanleg og engin leið er að losna við þau í framtíðinni án verulegrar veikingar á gengi krónunnar. 14.3.2012 07:41
Citigroup féll á álagsprófi Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, féll á álagsprófi sem seðlabanki landsins gerði á 19 bönkum í Bandaríkjunum. Þrír aðrir minni bankar féllu einnig á prófinu. 14.3.2012 07:25
Bilið milli ríkra og fátækra eykst í Danmörku Bilið milli ríkra og fátækra í Danmörku hefur aukist verulega á undanförnum þremur áratugum. 14.3.2012 07:24
Dagvöruveltan jókst um tæp 4% milli ára í febrúar Velta í dagvöruverslun jókst um tæp fjögur prósent í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. 14.3.2012 07:22
Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Grikklands um 8 þrep Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands úr D eða gjaldþroti og upp í B- eða um átta þrep. 14.3.2012 07:00
Gjaldeyrisskuld þrotabúa bankanna nemur 530 milljörðum Hrein gjaldeyrisskuld þrotabúa gömlu bankanna þriggja nemur um 530 milljarðar króna eða sem nemur 32 prósentum af landsframleiðslu Íslands. 14.3.2012 06:56
Nördinn sem græddi 200 milljónir dollara Hinn 26 ára gamli Pete Cashmore hefur oft verið kallaður konungur nördanna. Hann var aðeins 19 ára gamall þegar hann stofnaði tæknifréttasíðuna Mashable í svefnherberginu sínu. 13.3.2012 21:45
Marriott-hótel rís við Hörpu Náðst hefur samkomulag um byggingu Marriott-hótels við hlið tónlistarhússins Hörpu en samningur verður undirritaður um miðjan apríl. 13.3.2012 14:57
Vilja að lífeyrissjóðir íhugi málsókn Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir ættu að íhuga málsókn á hendur þeim sem voru hugsanlega aðilar að rangri upplýsingagjöf til hluthafa, eigenda skuldabréfa og annarra hagsmunaaðila í aðdraganda efnahagshrunsins. Það er álit ráðgjafanefndar VR um skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða. 13.3.2012 13:08
Arnór Sighvats: Glufurnar voru farnar að vinda upp á sig Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig. 13.3.2012 12:07
Yfir 50 þúsund borgarar seldust - ætla að fá metið skráð hjá Guinness Íslendingar keyptu hamborgara fyrir rúmlega fimm milljónir í gær þegar að yfir 50 þúsund hamborgar hjá veitingastaðnum Metró seldust á vefnum hópkaup.is. Það er met hjá síðunni en aldrei hafa fleiri keypt tilboð á síðunni, en fyrra metið átti einmitt Metró þegar alveg eins tilboð stóð til boða í október á síðasta ári. Í tilboðinu í gær var hægt að kaupa hamborgara hjá Metró á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur en það verður að teljast ansi góður afsláttur. 13.3.2012 11:57
Blóðbað á markaði, íbúðabréf falla um 14% Lagasetningin um hert gjaldeyrishöft á Alþingi í nótt kallaði fram mikil viðbrögð á skuldabréfamarkaði í morgun. Þannig hafa stutt íbúðabréf eða flokkurinn HFF14 lækkað um 14% í verði og HFF24 hafa lækkað um 2,5%. Þessar lækkanir hafa síðan smitað út frá sér yfir í ríkisskuldabréf. 13.3.2012 10:18
ÍLS á orðið 1.751 eign en aðeins 707 þeirra eru í leigu Þann 20. febrúar s.l. voru eignir í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) orðnar 1.751 talsins. Þar af eru 707 í leigu, að mestu til aðila sem bjuggu í eignunum þegar sjóðurinn eignaðist þær. 13.3.2012 07:56
Verkís fyrst til að fá gullmerki Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerkið í jafnlaunaúttekt Pricewaterhouse Cooper (PwC). Fram kemur í tilkynningu að úttektin greini kynbundinn launamun innan fyrirtækja. 13.3.2012 07:30
Verð á hótelgistingu í heiminum orðið svipað og fyrir hrun Verð á hótelgistingu í heiminum hækkaði að meðaltali um 4% í fyrra og hefur verðið ekki verið hærra á heimsvísu síðan fyrir fjármálakreppuna árið 2008. 13.3.2012 07:29
Tölvuþrjótar stálu 40.000 kortanúmerum frá klámsíðu Tölvuþrjótum tókst að stela lykilorðum, eða PIN númerum, að yfir 40.000 kreditkortum með því að brjóast í gegnum öryggiskerfi klámsíðunnar Digital Playground í Bandaríkjunum. 13.3.2012 07:07
N1 hækkar einnig verð á bensínlítranum um fimm krónur Olíufélagið N1 fór í gærkvöldi að fordæmi Olís frá því fyrr um daginn og hækkaði verð á bensínlítranum um fimm krónur þannig að hann er kominn vel yfir 260 króna markið, eða í 262,60 kr. 13.3.2012 07:01
Bankar felldu niður skuldir Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma. 13.3.2012 07:00
Yahoo stefnir Facebook vegna brota á einkaleyfum Vefsíðan Yahoo hefur stefnt Facebook vegna meintra brota á 10 einkaleyfum sem Yahoo telur sig eiga. 13.3.2012 06:57
Kortaveltan nam rúmum 56 milljörðum í febrúar Heildarkortaveltan á landinu í febrúar síðastliðnum nam rúmlega 56 milljörðum króna og jókst töluvert frá sama mánuði í fyrra. 13.3.2012 06:56
Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. 13.3.2012 06:30
Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð „Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. 13.3.2012 00:01
Nýi iPad óhemju vinsæll - milljón eintök seld á einum degi Svo virðist sem að Apple hafi tekist að slá sölumet með þriðju kynslóðinni af iPad spjaldtölvunni vinsælu. Tækið er nú uppselt í forpöntun og þurfa vongóðir viðskiptavinir að bíða í allt að þrjár vikur eftir að fá spjaldtölvuna afhenda. 12.3.2012 20:45
Totus semur við Landsbankann um endurfjármögnun framkvæmda við Hörpu Totus ehf., félag um eignarhald Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, hefur samið við Landsbankann hf. um að hafa umsjón með útgáfu skuldabréfa vegna endurfjármögnun framkvæmda við Hörpuna að upphæð 18.5 milljarða króna. 12.3.2012 18:12
Horn fer ekki á markað á næstunni Horn Fjárfestingarfélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á markað í þessum mánuði eða næsta, líkt og stóð til. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að á síðustu vikum hafi forsvarsmenn bankans og Horns átt í viðræðum við mögulega fjárfesta en ekki hafi tekist að ná samningum. Á vef Viðskiptablaðsins segir að fjárfestar telji verðmiða félagsins of háan og viðræðurnar hafi strandað á því. 12.3.2012 16:12
Bensínlítrinn kominn yfir 260 krónur Olís hækkaði í dag verðið á bensínlítranum og er hann nú kominn yfir 260 króna múrinn, og raunar rúmum tveimur krónum betur. 12.3.2012 15:29
Norskur prófessor vill að Ísland taki upp norsku krónuna Öystein Noreng prófessor við Viðskiptaháskólann í Stavangri telur að Íslendingar eigi að taka upp norsku krónuna sem gjaldmiðil í stað evrunnar eða annarra mynta sem til umræðu hafa verið. 12.3.2012 11:30
Meiri eldmóður og aukið sjálfstraust Jófríður Leifsdóttir, sviðsstjóri húsnæðissviðs Keilis, skellt sér á Dale Carnegie námskeið. Á námskeiðinu var lögð áhersla á jákvætt viðhorf, samskipti, leiðtogahæfni, hvernig hafa eigi hemil á streitu og hvernig styrkja eigi sambönd við lykilfólk í lífi hvers og eins. 12.3.2012 11:00
Hjón kaupa Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit Hið gamalgróna hótel, Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit, hefur verið selt. Kaupandi er Reynihlíð hf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur. 12.3.2012 10:15
Landsbankinn selur allt að 5% hlut í Marel Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 5% eignarhlut í Marel hf. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Marel, sem eru í eigu Landsbankans, en alls heldur Landsbankinn nú á 6,84% eignarhlut í Marel. 12.3.2012 09:52
Aftur frétt um að hlutur Landsbankans í House of Fraser sé til sölu Slitastjórn Landsbankans er að íhuga að selja hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Þetta hefur blaðið Daily Mail eftir ónafngreindum heimildum. 12.3.2012 09:41
Enn er fjör á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 98. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en nemur meðaltali þeirra á viku síðustu 12 vikurnar sem er 85 samningar. 12.3.2012 09:01
Jón Ásgeir boðar endurkomu sína í breska verslunargeirann Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson boðar nú endurkomu sína í breska verslunargeirann. Hann ætlar sér að mynda þar nýtt konungsveldi um leið og hann er laus við þau dómsmál sem nú eru rekin gegn honum. 12.3.2012 08:01
Faxaflóahafnir skiluðu 250 milljóna hagnaði í fyrra Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var rúmlega 100 milljónum kr. betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun. Hagnaður ársins nam tæplega 250 milljónum kr. sem er 21 milljón kr. lakari niðurstaðan en árið á undan. 12.3.2012 07:43
Malcolm Walker er áfram minnihlutaeigandi í Iceland Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar og aðrir stjórendur Iceland verða áfram minnihlutaeigendur í keðjunni eftir að Iceland var seld þeim í lok síðustu viku. 12.3.2012 06:54
Ostastríð er í uppsiglingu milli Dana og Norðmanna Ostastríð er í uppsiglingu milli Noregs og Danmerkur, þar sem norskir kúabændur hafa krafist þess að settur verði 260% tollur á alla innflutta gula osta til landsins. 12.3.2012 06:45
Eyrir invest kaupir eigin bréf Eyrir Invest hefur í dag keypt eigin hlutabréf sem nema 9% af heildarúgefnu hlutafé félagins í skiptum fyrir 2,5% hlut í Marel. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar. Viðskiptin eru á milli Eyris og Landsbankans. Skipt er á 100 milljónum hluta í Eyri á genginu 26 krónur á hlut fyrir 18,6 milljónir hluta í Marel á 140 krónur á hlut. 11.3.2012 20:07
PwC hafnar alfarið málatilbúnaði slitastjórna Endurskoðendafyrirtækið PricewatherhouseCooper (PwC) hafnar alfarið málatilbúnaði slitastjórnum Landsbankans og Glitnis, sem hafa stefnt fyrirtækinu á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins. 11.3.2012 12:04