Viðskipti erlent

Saudi Arabar skrúfa frá olíukrana sínum

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið hærra undanfarna níu mánuði og það hefur kallað á viðbrögð frá Saudi Arabíu og Bandaríkjunum.Saudi Arabar byrjuðu að auka framleiðslu sína og útflutning á olíu í síðustu viku og Bandaríkjastjórn er að íhuga sölu á olíu úr umfangsmiklum vara- og öryggisbirgðum sínum.í frétt um málið á Reuters kemur fram að Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að núverandi kringumstæður réttlæti það að Bandaríkjamenn setji hluta af varabirgðum sínum á almennan markað.Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 11% frá áramótum, einkum vegna spennunnar sem ríkir í samskiptum Vesturveldanna og Íran.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0
19
5.130

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-4,46
7
9.019
REITIR
-2,77
5
21.155
ICESEA
-2,57
2
2.142
SKEL
-2,2
3
16.269
EIK
-1,91
7
59.279
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.