Fleiri fréttir Skuldatryggingaálag Íslands fer lækkandi Skuldatryggingaálag Íslands er 292 punktar og hefur verið samfellt undir 300 punktum síðan 20. janúar síðastliðinn. Um síðustu áramót stóð það í 317 punktum en á sama tíma í fyrra var það 279 punktar. 3.2.2012 06:46 Tekjur Marels jukust um 15% Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra, jafngildi 5,6 milljarða króna, á árinu 2011. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins árið 2010 13,6 milljónir evra. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins sem var birt í fyrradag. Skýrist bætt afkoma helst af því að tekjur frá kjarnastarfsemi jukust um 15 prósent á árinu. 3.2.2012 06:00 Ekkert vín í kjallara Steingríms og Ingólfs Ekkert fokdýrt vínsafn er að finna í kjallara geymsluhúsnæðis að Smiðshöfða sem er í eigu Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi stjórnenda hjá Kaupþingi. Þessu komst slitastjórn bankans að þegar hún fór loksins inn í kjallarann í fyrradag eftir margra mánaða þref í réttarkerfinu. 3.2.2012 04:00 Segir olíufélögin aðeins fá brot af bensínverðinu "Samsetningin á verðinu er þannig að erlenda verðið og flutningur er 110 krónur. Ríkið er að fá 120 krónur í sinn vasa og innlendir aðilar eru að fá á bilinu 26-27 krónur í sinn hlut,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann segir að þetta sé einföld staðreynd sem allir geti reiknað sem kunni slíkan reikning. 2.2.2012 22:39 Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða upptöku Tobin-skatts Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. 2.2.2012 20:00 Segir félagslegan ójöfnuð vera tifandi tímasprengju Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, segir að sá félagslegi ójöfnuður sem ríki í heiminum sé tifandi tímasprengja. Ackermann segir í samtali við BBC að sú kvöð hvíli á bankamönnum að þeir fari ekki offari þegar kemur að greiðslu launabónusa. 2.2.2012 17:47 Þrír starfsmenn KPMG í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara Þrír starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins KPMG hafa verið færðir til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara en starfsmenn embættisins komu í höfuðstöðvar KPMG í morgun. 2.2.2012 14:31 Tveir sjóðir gerðu tilboð í Iceland Tveir fjárfestingarsjóðir, Bain Capital og BC Partners, lögðu fram tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna áður en tilboðsfresturinn rann út þriðjudaginn var. Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum heimildum. 2.2.2012 07:04 Helstu vísitölur hækkuðu Það var bjart yfir mörkuðum í dag, bæði vestanhafs og í Evrópu. S&P 500 hækkaði um 0,11%, Nasdag hækkaði um 0,40% og Dow hækkaði um 0,41%. Í Evrópu hækkaði aftur a´móti FTSE um 0,09. Þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,59% og hin franska CAC 40 hækkaði um 0,27%. 2.2.2012 22:16 Össur hannar sóla í samstarfi við Nike íþróttaframleiðandinn Nike er kominn í samstarf með stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Fyrirtækið hannar og þróar hlaupasóla yfir gervifót sem Nike mun svo framleiða. 2.2.2012 14:53 Stjörnurnar nota NIP + FAB kremin „Breska húðvörulínan NIP+FAB frá Rodial hefur algjörlega slegið í gegn og er sem dæmi notað af öllum helstu stjörnum Hollywood um þessar mundir, meðal annars leikkonunum Kristen Stewart, Kelly Brook og Charlize Theron og fleirum," segir Sesselja Sveinbjörnsdóttir, þjálfari hjá fyrirtækinu Forval, um bresku húðvörulínuna NIP+FAB sem hefur farið sigurför um heiminn. 2.2.2012 14:30 Hrafnhildur og Garðar Hólm hlutu verðlaun Skúla Fógeta Í tilefni af 300 ára afmæli Skúla Magnússonar Fógeta þann 11. desember 2011 ákvað fyrirtækið GAMMA að stofna til verðlauna sem afhent verða árlega fyrir bestu meistararitgerð á sviði fjármála og efnahagsmála á árinu 2011. Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Garðar Hólm Kjartansson deila verðlaunum að þessu sinni. 2.2.2012 13:19 Nýr framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 miðla Gunnlaugur Þráinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 miðla. Gunnlaugur er rekstrarfræðingur að mennt og var markaðsstjóri N1 s.l. þrjú ár. 2.2.2012 12:39 Rannsóknarskýrslu um lífeyrissjóði skilað á morgun Skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða fyrir hrun verður skilað á morgun klukkan 14:00 til forsvarsmanna Landssamtaka lífeyrissjóða. Hrafn Bragason, fyrrverandi Hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, staðfesti þetta við fréttastofu í morgun. 2.2.2012 10:48 Byggðastofnun lánaði 4,6 milljarða til ferðaþjónustu Í árslok í fyrra voru heildarútlán Byggðastofnunar til fyrirtækja í ferðaþjónustu um 4,6 milljarðar kr. Þar af voru tæpir 1,4 milljarðar kr. til fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum, Hornafirði, Mýrdalshreppi, Skútustaðarhreppi og Skaftárhreppi. 2.2.2012 10:38 Vöruskiptin voru neikvæð í desember Vegna villu í grunngögnum í desember þarf að leiðrétta bráðabirgðatölur um vöruskiptin við útlönd í fyrra . Útflutningur í desember 2011 lækkar því um 7,6 milljarða kr. í heild sem þýðir að vöruskiptin voru neikvæð um 0,6 milljarða kr. í þeim mánuði. 2.2.2012 09:11 Deutsche Bank afskrifar 66 milljarða vegna Actavis Deutsche Bank hefur afskrifað 407 milljónir evra eða um 66 milljarða króna vegna Actavis í bókum sínum en bankinn yfirtók að mestu eignarhaldið að félaginu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta er mun hærri upphæð en bankinn hefur þurft að afskrifa vegna grískra ríkisskuldabréfa. 2.2.2012 08:21 Ríflega fjórðungur Dana nær ekki endum saman Kreppan hefur leikið Dani svo grátt að ríflega fjórðungur heimila landsins nær ekki endum saman lengur og á í erfiðleikum með að borga reikninga sína. 2.2.2012 07:03 Hætt að hafa Nóatúnsverslanir opnar allan sólarhringinn Nóatúnsverslanir eru ekki lengur opnar allan sólarhringinn, eins og verið hefur frá því í mars árið 2010. 2.2.2012 06:55 Á öndverðum meiði um næstu vaxtáákvörðun Sú athyglisverða staða er komin upp viku fyrir næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans að fjárfestar og sérfræðingar eru á öndverðum meiði um hvort vextirnir verði hækkaðir eða ekki. 2.2.2012 06:50 Hægt að beisla verðbólguna með evru eða Tobin-skatti Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu. 2.2.2012 06:00 Ákvörðun tekin á næstu dögum Frestur til að skila bindandi tilboðum í hlut þrotabúa Landsbankans, sem á 67%, og Glitnis, sem á 10%, í Iceland Foods rann út á þriðjudagskvöld. 2.2.2012 03:15 Stefnir ríkinu vegna ásakana um peningaþvætti Friðjón Þórðarson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfafyrirtækisins Virðingar, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna meðferðar lögregluyfirvalda á sakamáli gegn honum. Stefnan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 1.2.2012 22:33 60 milljónum punda eytt í leikmenn Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eyddu 70% minna í leikmenn í janúar heldur en á sama tíma í fyrra. Samtals var eytt um 60 milljónum punda, 11,5 milljörðum króna, í leikmenn samkvæmt útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte í Bretlandi. 1.2.2012 20:37 Vill að Samkeppniseftirlitið skoði verðlagningu olíufélaganna Olíufélögin hafa sætt færis og lætt inn hækkunum á álagi sínu á bensín samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði og skattahækkunum. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem villl að Samkeppniseftirlitið skoði hvort að ekki óeðlilegt að verðmunur á milli olíufélaga sé aðeins þrjátíu aurar. 1.2.2012 19:12 Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. 1.2.2012 19:06 Brandarinn um Íra og Íslendinga ekki lengur fyndinn Þegar Írar lentu í fjármálakreppunni sinni fyrir um þremur árum síðan sló einn brandari í gegn: Hver er munurinn á Íslandi og Írlandi? Einn bókstafur og sex mánuðir. 1.2.2012 16:34 World Class opnar tíundu líkamsræktarstöðina World Class opnar nýja líkamsræktarstöð í Egilshöll í Grafarvogi næstkomandi mánudag. Um verður að ræða tíundu líkamsræktarstöðina sem World Class rekur á höfuðborgarsvæðinu, en sú stærsta er í Laugardal eins og flestir vita. 1.2.2012 20:47 Útboð á sérleyfum til olíurannsóknar stendur nú sem hæst Útboð á sérleyfum til olíurannsókna og -vinnslu á Drekasvæðinu stendur nú sem hæst samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 1.2.2012 15:16 Marel hagnaðist um 5,4 milljarða Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra á árinu 2011, eða sem nemur 5,4 milljarða króna. Tekjur félagsins jukust um 15 prósent frá fyrra ári og námu 668 milljónum evra, eða sem nemur 106 milljörðum króna. 1.2.2012 15:00 Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1.2.2012 13:41 Einstaklingum líði betur í jafnara samfélagi "Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins. 1.2.2012 20:15 Efnishyggjan aukist eftir hrun Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. 1.2.2012 18:45 Þrotabú Landsbankans fer yfir tilboð í Iceland Foods Verið er að skoða þau tilboð sem bárust inni í Iceland Foods verslunarkeðjuna samkvæmt upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans. Reuters greindi frá því fyrr í dag að talið væri að fjárfestingasjóðirnir Bain Capital og BC Partners væru meðal þeirra sem hefðu gert tilboð í keðjuna. 1.2.2012 14:50 Nokkur munur á loðnuverði til sjómanna hér og í Noregi Nokkur munur er á því verði sem íslenskir sjómenn fá fyrir loðnuna og norskir. Þannig er opinbert verð á kílói á loðnu til manneldis, það er frystingar, um 38 krónur í Noregi. Hér heima er verðið rétt fyrir innan 30 krónur. 1.2.2012 10:37 Sigurjón krefst afhendingar á sparnaðinum sínum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankstjóri Landsbankans, krefst viðurkenningar á því að í gildi sé samningur milli hans og Landsbankans um viðbótarlífeyrissparnað og þá krefst hann afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir sparnaðinn, en aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 1.2.2012 09:51 Danske Bank varar við kaupum á hlutum í Facebook Danske Bank hefur varað fjárfesta við kaupum á hlutum í Facebook en skráning vefsíðunnar á markað stendur fyrir dyrum. 1.2.2012 09:21 Hagnaður Amazon dregst saman Hagnaður Amazon, sem hefur tekjur sínar af sölu á varningi á netinu og sölu á Kindle-lestrartölvunni, dróst saman á síðasta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Hlutabréf í Amazon lækkuðu um 8 prósent þegar upplýsingar um samdráttinn lágu fyrir og voru kynntar fjárfestum í kauphöllinni í New York. 1.2.2012 09:10 Greint frá tilboðum í Iceland í dag Greint verður frá tilboðum í Iceland Foods verslunarkeðjuna í dag en frestur til að skila inn tilboðum rann út í gærkvöldi. 1.2.2012 07:21 Fyrirsjáanlegt að afkoma búanna skerðist Viðbúið er að afkoma íslenskra svínabænda verði lakari, komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Svínaræktarfélag Íslands, um stöðu og horfur í svínarækt. 1.2.2012 06:00 15% vinnandi eru útlendingar Um það bil 15 prósent af vinnandi fólki í Noregi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi, en samkvæmt upplýsingum frá skattayfirvöldum voru 2.560.000 starfandi í fyrra og þar af voru 387.103 útlendingar. 1.2.2012 06:00 Treglega gengur að selja ríkiseignirnar Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er forsenda frekari fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er forsenda frekari fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 1.2.2012 04:00 Hagnaðarhlutfall sjávarútvegs lakara árið 2010 1.2.2012 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skuldatryggingaálag Íslands fer lækkandi Skuldatryggingaálag Íslands er 292 punktar og hefur verið samfellt undir 300 punktum síðan 20. janúar síðastliðinn. Um síðustu áramót stóð það í 317 punktum en á sama tíma í fyrra var það 279 punktar. 3.2.2012 06:46
Tekjur Marels jukust um 15% Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra, jafngildi 5,6 milljarða króna, á árinu 2011. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins árið 2010 13,6 milljónir evra. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins sem var birt í fyrradag. Skýrist bætt afkoma helst af því að tekjur frá kjarnastarfsemi jukust um 15 prósent á árinu. 3.2.2012 06:00
Ekkert vín í kjallara Steingríms og Ingólfs Ekkert fokdýrt vínsafn er að finna í kjallara geymsluhúsnæðis að Smiðshöfða sem er í eigu Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi stjórnenda hjá Kaupþingi. Þessu komst slitastjórn bankans að þegar hún fór loksins inn í kjallarann í fyrradag eftir margra mánaða þref í réttarkerfinu. 3.2.2012 04:00
Segir olíufélögin aðeins fá brot af bensínverðinu "Samsetningin á verðinu er þannig að erlenda verðið og flutningur er 110 krónur. Ríkið er að fá 120 krónur í sinn vasa og innlendir aðilar eru að fá á bilinu 26-27 krónur í sinn hlut,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann segir að þetta sé einföld staðreynd sem allir geti reiknað sem kunni slíkan reikning. 2.2.2012 22:39
Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða upptöku Tobin-skatts Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. 2.2.2012 20:00
Segir félagslegan ójöfnuð vera tifandi tímasprengju Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, segir að sá félagslegi ójöfnuður sem ríki í heiminum sé tifandi tímasprengja. Ackermann segir í samtali við BBC að sú kvöð hvíli á bankamönnum að þeir fari ekki offari þegar kemur að greiðslu launabónusa. 2.2.2012 17:47
Þrír starfsmenn KPMG í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara Þrír starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins KPMG hafa verið færðir til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara en starfsmenn embættisins komu í höfuðstöðvar KPMG í morgun. 2.2.2012 14:31
Tveir sjóðir gerðu tilboð í Iceland Tveir fjárfestingarsjóðir, Bain Capital og BC Partners, lögðu fram tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna áður en tilboðsfresturinn rann út þriðjudaginn var. Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum heimildum. 2.2.2012 07:04
Helstu vísitölur hækkuðu Það var bjart yfir mörkuðum í dag, bæði vestanhafs og í Evrópu. S&P 500 hækkaði um 0,11%, Nasdag hækkaði um 0,40% og Dow hækkaði um 0,41%. Í Evrópu hækkaði aftur a´móti FTSE um 0,09. Þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,59% og hin franska CAC 40 hækkaði um 0,27%. 2.2.2012 22:16
Össur hannar sóla í samstarfi við Nike íþróttaframleiðandinn Nike er kominn í samstarf með stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Fyrirtækið hannar og þróar hlaupasóla yfir gervifót sem Nike mun svo framleiða. 2.2.2012 14:53
Stjörnurnar nota NIP + FAB kremin „Breska húðvörulínan NIP+FAB frá Rodial hefur algjörlega slegið í gegn og er sem dæmi notað af öllum helstu stjörnum Hollywood um þessar mundir, meðal annars leikkonunum Kristen Stewart, Kelly Brook og Charlize Theron og fleirum," segir Sesselja Sveinbjörnsdóttir, þjálfari hjá fyrirtækinu Forval, um bresku húðvörulínuna NIP+FAB sem hefur farið sigurför um heiminn. 2.2.2012 14:30
Hrafnhildur og Garðar Hólm hlutu verðlaun Skúla Fógeta Í tilefni af 300 ára afmæli Skúla Magnússonar Fógeta þann 11. desember 2011 ákvað fyrirtækið GAMMA að stofna til verðlauna sem afhent verða árlega fyrir bestu meistararitgerð á sviði fjármála og efnahagsmála á árinu 2011. Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Garðar Hólm Kjartansson deila verðlaunum að þessu sinni. 2.2.2012 13:19
Nýr framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 miðla Gunnlaugur Þráinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 miðla. Gunnlaugur er rekstrarfræðingur að mennt og var markaðsstjóri N1 s.l. þrjú ár. 2.2.2012 12:39
Rannsóknarskýrslu um lífeyrissjóði skilað á morgun Skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða fyrir hrun verður skilað á morgun klukkan 14:00 til forsvarsmanna Landssamtaka lífeyrissjóða. Hrafn Bragason, fyrrverandi Hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, staðfesti þetta við fréttastofu í morgun. 2.2.2012 10:48
Byggðastofnun lánaði 4,6 milljarða til ferðaþjónustu Í árslok í fyrra voru heildarútlán Byggðastofnunar til fyrirtækja í ferðaþjónustu um 4,6 milljarðar kr. Þar af voru tæpir 1,4 milljarðar kr. til fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum, Hornafirði, Mýrdalshreppi, Skútustaðarhreppi og Skaftárhreppi. 2.2.2012 10:38
Vöruskiptin voru neikvæð í desember Vegna villu í grunngögnum í desember þarf að leiðrétta bráðabirgðatölur um vöruskiptin við útlönd í fyrra . Útflutningur í desember 2011 lækkar því um 7,6 milljarða kr. í heild sem þýðir að vöruskiptin voru neikvæð um 0,6 milljarða kr. í þeim mánuði. 2.2.2012 09:11
Deutsche Bank afskrifar 66 milljarða vegna Actavis Deutsche Bank hefur afskrifað 407 milljónir evra eða um 66 milljarða króna vegna Actavis í bókum sínum en bankinn yfirtók að mestu eignarhaldið að félaginu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta er mun hærri upphæð en bankinn hefur þurft að afskrifa vegna grískra ríkisskuldabréfa. 2.2.2012 08:21
Ríflega fjórðungur Dana nær ekki endum saman Kreppan hefur leikið Dani svo grátt að ríflega fjórðungur heimila landsins nær ekki endum saman lengur og á í erfiðleikum með að borga reikninga sína. 2.2.2012 07:03
Hætt að hafa Nóatúnsverslanir opnar allan sólarhringinn Nóatúnsverslanir eru ekki lengur opnar allan sólarhringinn, eins og verið hefur frá því í mars árið 2010. 2.2.2012 06:55
Á öndverðum meiði um næstu vaxtáákvörðun Sú athyglisverða staða er komin upp viku fyrir næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans að fjárfestar og sérfræðingar eru á öndverðum meiði um hvort vextirnir verði hækkaðir eða ekki. 2.2.2012 06:50
Hægt að beisla verðbólguna með evru eða Tobin-skatti Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu. 2.2.2012 06:00
Ákvörðun tekin á næstu dögum Frestur til að skila bindandi tilboðum í hlut þrotabúa Landsbankans, sem á 67%, og Glitnis, sem á 10%, í Iceland Foods rann út á þriðjudagskvöld. 2.2.2012 03:15
Stefnir ríkinu vegna ásakana um peningaþvætti Friðjón Þórðarson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfafyrirtækisins Virðingar, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna meðferðar lögregluyfirvalda á sakamáli gegn honum. Stefnan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 1.2.2012 22:33
60 milljónum punda eytt í leikmenn Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eyddu 70% minna í leikmenn í janúar heldur en á sama tíma í fyrra. Samtals var eytt um 60 milljónum punda, 11,5 milljörðum króna, í leikmenn samkvæmt útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte í Bretlandi. 1.2.2012 20:37
Vill að Samkeppniseftirlitið skoði verðlagningu olíufélaganna Olíufélögin hafa sætt færis og lætt inn hækkunum á álagi sínu á bensín samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði og skattahækkunum. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem villl að Samkeppniseftirlitið skoði hvort að ekki óeðlilegt að verðmunur á milli olíufélaga sé aðeins þrjátíu aurar. 1.2.2012 19:12
Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. 1.2.2012 19:06
Brandarinn um Íra og Íslendinga ekki lengur fyndinn Þegar Írar lentu í fjármálakreppunni sinni fyrir um þremur árum síðan sló einn brandari í gegn: Hver er munurinn á Íslandi og Írlandi? Einn bókstafur og sex mánuðir. 1.2.2012 16:34
World Class opnar tíundu líkamsræktarstöðina World Class opnar nýja líkamsræktarstöð í Egilshöll í Grafarvogi næstkomandi mánudag. Um verður að ræða tíundu líkamsræktarstöðina sem World Class rekur á höfuðborgarsvæðinu, en sú stærsta er í Laugardal eins og flestir vita. 1.2.2012 20:47
Útboð á sérleyfum til olíurannsóknar stendur nú sem hæst Útboð á sérleyfum til olíurannsókna og -vinnslu á Drekasvæðinu stendur nú sem hæst samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 1.2.2012 15:16
Marel hagnaðist um 5,4 milljarða Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra á árinu 2011, eða sem nemur 5,4 milljarða króna. Tekjur félagsins jukust um 15 prósent frá fyrra ári og námu 668 milljónum evra, eða sem nemur 106 milljörðum króna. 1.2.2012 15:00
Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1.2.2012 13:41
Einstaklingum líði betur í jafnara samfélagi "Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins. 1.2.2012 20:15
Efnishyggjan aukist eftir hrun Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. 1.2.2012 18:45
Þrotabú Landsbankans fer yfir tilboð í Iceland Foods Verið er að skoða þau tilboð sem bárust inni í Iceland Foods verslunarkeðjuna samkvæmt upplýsingum frá þrotabúi Landsbankans. Reuters greindi frá því fyrr í dag að talið væri að fjárfestingasjóðirnir Bain Capital og BC Partners væru meðal þeirra sem hefðu gert tilboð í keðjuna. 1.2.2012 14:50
Nokkur munur á loðnuverði til sjómanna hér og í Noregi Nokkur munur er á því verði sem íslenskir sjómenn fá fyrir loðnuna og norskir. Þannig er opinbert verð á kílói á loðnu til manneldis, það er frystingar, um 38 krónur í Noregi. Hér heima er verðið rétt fyrir innan 30 krónur. 1.2.2012 10:37
Sigurjón krefst afhendingar á sparnaðinum sínum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankstjóri Landsbankans, krefst viðurkenningar á því að í gildi sé samningur milli hans og Landsbankans um viðbótarlífeyrissparnað og þá krefst hann afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir sparnaðinn, en aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 1.2.2012 09:51
Danske Bank varar við kaupum á hlutum í Facebook Danske Bank hefur varað fjárfesta við kaupum á hlutum í Facebook en skráning vefsíðunnar á markað stendur fyrir dyrum. 1.2.2012 09:21
Hagnaður Amazon dregst saman Hagnaður Amazon, sem hefur tekjur sínar af sölu á varningi á netinu og sölu á Kindle-lestrartölvunni, dróst saman á síðasta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Hlutabréf í Amazon lækkuðu um 8 prósent þegar upplýsingar um samdráttinn lágu fyrir og voru kynntar fjárfestum í kauphöllinni í New York. 1.2.2012 09:10
Greint frá tilboðum í Iceland í dag Greint verður frá tilboðum í Iceland Foods verslunarkeðjuna í dag en frestur til að skila inn tilboðum rann út í gærkvöldi. 1.2.2012 07:21
Fyrirsjáanlegt að afkoma búanna skerðist Viðbúið er að afkoma íslenskra svínabænda verði lakari, komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Svínaræktarfélag Íslands, um stöðu og horfur í svínarækt. 1.2.2012 06:00
15% vinnandi eru útlendingar Um það bil 15 prósent af vinnandi fólki í Noregi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi, en samkvæmt upplýsingum frá skattayfirvöldum voru 2.560.000 starfandi í fyrra og þar af voru 387.103 útlendingar. 1.2.2012 06:00
Treglega gengur að selja ríkiseignirnar Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er forsenda frekari fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er forsenda frekari fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 1.2.2012 04:00