Efnishyggjan aukist eftir hrun Hafsteinn Hauksson skrifar 1. febrúar 2012 18:45 Ragna Benedikta segir að efnishyggja sé að aukast á landinu eftir hrun. Úr Klinkinu Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju. Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun. Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta. „Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál." Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins. „Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft. Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér. Klinkið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju. Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun. Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta. „Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál." Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins. „Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft. Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér.
Klinkið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira