Hægt að beisla verðbólguna með evru eða Tobin-skatti 2. febrúar 2012 06:00 Einhver kynni að líkja baráttunni við verðbólgu hér á landi við eilífðarmokstur. Í nýrri grein í Vísbendingu segir Gylfi Zoëga, hagfræðingur sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, tvær færar leiðir í baráttunni. Fréttablaðið/GVA Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu. Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum. „Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar." Gylfi vísar til niðurstöðu nýlegrar ritgerðar um að gengisbreytingar hafi meiri áhrif á verðákvarðanir hér en í öðrum þróuðum ríkjum. „Fyrirtæki sem nota innflutt aðföng breyta verði í kjölfar gengisbreytinga og önnur fyrirtæki fara svo eftir þróun verðvísitölu neysluverðs." Til þess að taka á sveiflum krónunnar með viðskiptakjörum og spákaupmennsku á markaði, mætti taka upp fyrrnefndan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Og þar sem hann feli ekki í sér magntakmarkanir segir Gylfi hann samræmast reglum EES-samningsins. Skatturinn komi því vel til greina sem hluti af endurbættu peningakerfi í kjölfar þess að gjaldeyrishöft verði afnumin. Tekjur af Tobin skatti gætu orðið verulegar, auk þess sem með honum fengi Seðlabankinn öflugra tæki til að hafa áhrif á hagþróun, að mati Gylfa. Hann bendir á að eins prósents skattur á kaup og sölu gjaldeyris, ofan á það sem til dæmis Arion banki ákvæði, fæli í sér að vildi fjárfestir kaupa krónur í byrjun viku og selja í lok hennar jafngilti skatturinn 180 prósenta kostnaði á ársgrundvelli. Því þyrfti vaxtamunur að nema 180 prósentum hið minnsta til að það borgaði sig að stunda spákaupmennsku. olikr@frettabladid.is Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu. Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum. „Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar." Gylfi vísar til niðurstöðu nýlegrar ritgerðar um að gengisbreytingar hafi meiri áhrif á verðákvarðanir hér en í öðrum þróuðum ríkjum. „Fyrirtæki sem nota innflutt aðföng breyta verði í kjölfar gengisbreytinga og önnur fyrirtæki fara svo eftir þróun verðvísitölu neysluverðs." Til þess að taka á sveiflum krónunnar með viðskiptakjörum og spákaupmennsku á markaði, mætti taka upp fyrrnefndan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Og þar sem hann feli ekki í sér magntakmarkanir segir Gylfi hann samræmast reglum EES-samningsins. Skatturinn komi því vel til greina sem hluti af endurbættu peningakerfi í kjölfar þess að gjaldeyrishöft verði afnumin. Tekjur af Tobin skatti gætu orðið verulegar, auk þess sem með honum fengi Seðlabankinn öflugra tæki til að hafa áhrif á hagþróun, að mati Gylfa. Hann bendir á að eins prósents skattur á kaup og sölu gjaldeyris, ofan á það sem til dæmis Arion banki ákvæði, fæli í sér að vildi fjárfestir kaupa krónur í byrjun viku og selja í lok hennar jafngilti skatturinn 180 prósenta kostnaði á ársgrundvelli. Því þyrfti vaxtamunur að nema 180 prósentum hið minnsta til að það borgaði sig að stunda spákaupmennsku. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent