Lokað á nýja reikninga í netbankanum 24. janúar 2012 08:30 heimasíða Íslandsbanka Vegna ákvæða í lögum um peningaþvætti aftengdi Íslandsbanki í janúar 2010 þann möguleika að geta stofnað nýja reikninga í gegnum netbanka. Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar Fréttir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar
Fréttir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira