Walker segir brugghúsið skemmtilega og áhugaverða fjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. janúar 2012 23:03 Malcom Walker, forstjóri Iceland Foods, færir út í kvíarnar og hefur nú ásamt öðrum fjárfestum keypt Catco Vín sem rekur brugghús í Borgarnesi. Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, segir í samtali við fréttastofu að vodka sé í tísku og Catco-vín hafi virst áhugaverð og skemmtileg fjárfesting en Walker hefur gengið frá kaupum á fyrirtækinu sem rekur brugghús í Borgarnesi. Það er DV sem greindi frá málinu í dag. Í blaðinu er m.a. haft eftir Magnúsi Arnari Arngrímssyni, nýjum framkvæmdastjóra Catco og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, að stefnan sé sett á að auka útflutning á sterkum vínum sem framleitt eru úr íslensku vatni. Meðal þeirra sem komu að kaupunum var Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, en hann veitti nýjum eiganda, Malcolm Walker, forstjóra Iceland Foods, ráðgjöf í tengslum við kaupin. Fréttastofa náði tali af Malcom Walker í dag en hann sagði að Catco, sem var í eigu Ölgerðarinnar áður en það var selt til Walkers og meðfjárfesta hans, hafi virst áhugaverð fjárfesting. Fyrirtækið væri á Íslandi, en hann hefði nokkur tengsl við landið. Bruggverksmiðjan í Borgarnesi sem fyrirtækið rekur er með samninga við aðra vínframleiðendur, eins og William Grant & Sons, sem framleiðir Reyka Vodka, sem er vaxandi vörumerki á heimsvísu.Vissi ekkert um brugghúsið Walker sagðist ekki hafa vitað neitt um íslenska brugghúsið áður en verkefnið hefði verið kynnt fyrir sér fyrir sex mánuðum síðan og sagðist ekki hafa smakkað afurðir framleiddar í íslenska brugghúsinu, eins og Reyka Vodka. Það skal tekið fram að Catco á engan hlut í Reyka Vodka, heldur sér aðeins um að brugga drykkinn fyrir William Grant & Sons. Fyrirtækið mun halda slíkri framleiðslu áfram fyrir bandaríska fyrirtækið undir nýju eignarhaldi. „Þetta virtist skemmtileg fjárfesting," sagði Walker og bætti við að sóknarfærin væru mikil enda væru hann og fjárfestar hans með mikil sambönd í veitingahúsageiranum og skemmtistaðageiranum á Bretlandseyjum. Hann sagðist vonast til þess að þessi tengsl myndu nýtast við að auka markaðshlutdeild áfengra drykkja sem framleiddir eru í brugghúsinu í Borgarnesi.Með ört vaxandi veitingahúsakeðju í eignasafninu Málið er að þetta eru aðeins meira en bara „sambönd" þó Walker hafi ekki sérstaklega getið þess í samtali við blaðamann, því Walker er stór hluthafi í fyrirtækinu W2D2 sem er eigandi ráðandi hlutafjár í veitingahúsakeðjunni Individual Restaurant Company (IRC) sem rekur veitingastaði á Bretlandseyjum undir merkjum Piccolino, Zinc Bar & Grill o.fl. Sjá meira hér. Með slíkan eiganda liggur í augum uppi að tækifæri Catco vína til vaxtar eru gríðarleg, sérstaklega ef hægt verður að prufkeyra nýjar afurðir frá brugghúsinu á viðskiptavinum þessara veitingastaða og byggja vörumerkin þannig upp smám saman. Í þessum skilningi verða fyrirtæki Walkers bæði framleiðandi og seljandi vörunnar. Meðal þess sem Catco er að framleiða er tegund af gini, Martin Miller's gin, sem hefur fengið ágætar viðtökur í Bretlandi. Þá sagði Walker mikilvægt í þessu samhengi að vodka nyti vaxandi vinsælda og væri í tísku um þessar mundir á sama tíma og aðrir áfengir drykkir væru að minnka í sölu, en brugghúsið hefur framleitt margar tegundir af vodka, bæði í eigin nafni og annarra . Walker vildi ekki segja hvaða aðrir hluthafar stæðu með honum að kaupunum á Catco, en eins og áður segir verður Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni og náinn samverkamaður Lárusar Welding, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Walker sagðist í samtali við fréttastofu átt frábæru samstarfi við fagna með Íslendingum undanfarin sex ár. Fyrst með Baugi Group og nú með fulltrúum Landsbankans. Walker vildi ekki gefa upp kaupverð á Catco-vínum en sagðist vonast til þess að fjárfestingin myndi heppnast vel. thorbjorn@stod2.is Hægt er að lesa meira um Malcolm Walker hér. Tengdar fréttir Walker kaupir brugghús Ölgerðarinnar Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland matvælakeðjunnar, er aðalfjárfestirinn að baki kaupum á Catco vín ehf, félags sem var í eigu Ölgerðarinnar og rekur brugghús í Borgarnesi. Þetta kemur fram í DV í dag en Catco sér meðal annars um framleiðslu á Reyka-vodka. 23. janúar 2012 08:28 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods, segir í samtali við fréttastofu að vodka sé í tísku og Catco-vín hafi virst áhugaverð og skemmtileg fjárfesting en Walker hefur gengið frá kaupum á fyrirtækinu sem rekur brugghús í Borgarnesi. Það er DV sem greindi frá málinu í dag. Í blaðinu er m.a. haft eftir Magnúsi Arnari Arngrímssyni, nýjum framkvæmdastjóra Catco og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, að stefnan sé sett á að auka útflutning á sterkum vínum sem framleitt eru úr íslensku vatni. Meðal þeirra sem komu að kaupunum var Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, en hann veitti nýjum eiganda, Malcolm Walker, forstjóra Iceland Foods, ráðgjöf í tengslum við kaupin. Fréttastofa náði tali af Malcom Walker í dag en hann sagði að Catco, sem var í eigu Ölgerðarinnar áður en það var selt til Walkers og meðfjárfesta hans, hafi virst áhugaverð fjárfesting. Fyrirtækið væri á Íslandi, en hann hefði nokkur tengsl við landið. Bruggverksmiðjan í Borgarnesi sem fyrirtækið rekur er með samninga við aðra vínframleiðendur, eins og William Grant & Sons, sem framleiðir Reyka Vodka, sem er vaxandi vörumerki á heimsvísu.Vissi ekkert um brugghúsið Walker sagðist ekki hafa vitað neitt um íslenska brugghúsið áður en verkefnið hefði verið kynnt fyrir sér fyrir sex mánuðum síðan og sagðist ekki hafa smakkað afurðir framleiddar í íslenska brugghúsinu, eins og Reyka Vodka. Það skal tekið fram að Catco á engan hlut í Reyka Vodka, heldur sér aðeins um að brugga drykkinn fyrir William Grant & Sons. Fyrirtækið mun halda slíkri framleiðslu áfram fyrir bandaríska fyrirtækið undir nýju eignarhaldi. „Þetta virtist skemmtileg fjárfesting," sagði Walker og bætti við að sóknarfærin væru mikil enda væru hann og fjárfestar hans með mikil sambönd í veitingahúsageiranum og skemmtistaðageiranum á Bretlandseyjum. Hann sagðist vonast til þess að þessi tengsl myndu nýtast við að auka markaðshlutdeild áfengra drykkja sem framleiddir eru í brugghúsinu í Borgarnesi.Með ört vaxandi veitingahúsakeðju í eignasafninu Málið er að þetta eru aðeins meira en bara „sambönd" þó Walker hafi ekki sérstaklega getið þess í samtali við blaðamann, því Walker er stór hluthafi í fyrirtækinu W2D2 sem er eigandi ráðandi hlutafjár í veitingahúsakeðjunni Individual Restaurant Company (IRC) sem rekur veitingastaði á Bretlandseyjum undir merkjum Piccolino, Zinc Bar & Grill o.fl. Sjá meira hér. Með slíkan eiganda liggur í augum uppi að tækifæri Catco vína til vaxtar eru gríðarleg, sérstaklega ef hægt verður að prufkeyra nýjar afurðir frá brugghúsinu á viðskiptavinum þessara veitingastaða og byggja vörumerkin þannig upp smám saman. Í þessum skilningi verða fyrirtæki Walkers bæði framleiðandi og seljandi vörunnar. Meðal þess sem Catco er að framleiða er tegund af gini, Martin Miller's gin, sem hefur fengið ágætar viðtökur í Bretlandi. Þá sagði Walker mikilvægt í þessu samhengi að vodka nyti vaxandi vinsælda og væri í tísku um þessar mundir á sama tíma og aðrir áfengir drykkir væru að minnka í sölu, en brugghúsið hefur framleitt margar tegundir af vodka, bæði í eigin nafni og annarra . Walker vildi ekki segja hvaða aðrir hluthafar stæðu með honum að kaupunum á Catco, en eins og áður segir verður Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni og náinn samverkamaður Lárusar Welding, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Walker sagðist í samtali við fréttastofu átt frábæru samstarfi við fagna með Íslendingum undanfarin sex ár. Fyrst með Baugi Group og nú með fulltrúum Landsbankans. Walker vildi ekki gefa upp kaupverð á Catco-vínum en sagðist vonast til þess að fjárfestingin myndi heppnast vel. thorbjorn@stod2.is Hægt er að lesa meira um Malcolm Walker hér.
Tengdar fréttir Walker kaupir brugghús Ölgerðarinnar Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland matvælakeðjunnar, er aðalfjárfestirinn að baki kaupum á Catco vín ehf, félags sem var í eigu Ölgerðarinnar og rekur brugghús í Borgarnesi. Þetta kemur fram í DV í dag en Catco sér meðal annars um framleiðslu á Reyka-vodka. 23. janúar 2012 08:28 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Walker kaupir brugghús Ölgerðarinnar Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland matvælakeðjunnar, er aðalfjárfestirinn að baki kaupum á Catco vín ehf, félags sem var í eigu Ölgerðarinnar og rekur brugghús í Borgarnesi. Þetta kemur fram í DV í dag en Catco sér meðal annars um framleiðslu á Reyka-vodka. 23. janúar 2012 08:28