Fleiri fréttir Fimmtán ríki á athugunarlista S&P Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hefur sett Þýskaland, Frakkland og þrettán önnur evruríki á athugunarlista vegna ótta um áhrif skuldakreppunnar í Evrópu á fjárhag landanna. Þessi ákvörðun S&P þýðir að 50% líkur eru á að lánshæfismatseinkunn ríkja með AAA einkunn verði lækkuð. Þessi ákvörðun kom fjárfestum í opna skjöldu og olli því að hlutabréf lækkuðu í dag. Þá féll gengi evrunnar einnig. 5.12.2011 21:57 Þessir sóttu um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins Alls sóttu þrettán einstaklingar um starfs forstjóra Bankasýslu ríkisins en umsóknarfresturinn rann út 27. nóvember síðastliðinn. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipa nýjan forstjóra en Páll Magnússon sagði sig frá starfinu fyrir skemmstu og stjórnin í kjölfarið. Sérstök hæfnisnefnd mun fara yfir hæfi umsækjanda en það er svo stjórn Bankasýslunnar sem tekur endanlega ákvörðun um það hver verður ráðinn í starfið. 5.12.2011 16:06 Jón ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka Jón Finnbogason, fyrrverandi forstjóri Byrs hf., hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. 5.12.2011 15:28 Íslandsbanki stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa Íslandsbanki verður eigandi að 28% prósenta hlut í Íslenskum Verðbréfum, eignastýringafyrirtækis sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, með yfirtöku á Byr sparisjóði. Byr var áður stærsti einstaki hluthafi ÍV, með 28% hlut, en hann er nú á leið í hendur Íslandsbanka eftir að bankinn keypti Byr fyrir um 6,6 milljarða króna. 5.12.2011 15:19 Ef ekkert verður gert gæti þurft að segja kjarasamningum upp Verið er að breikka bilið á milli þeirra sem stóla á framfærslu frá ríkinu og annarra í samfélaginu með túlkun ríkisstjórnarinnar á viljayfirlýsingu sinni um hækkun bóta úr almannatryggingum sem undirrituð var ásamt kjarasamningum í vor segir formaður VR. Ef ekkert verður gert er erfitt að halda kjarasamningum í gegnum endurskoðun þeirra í janúar. 5.12.2011 12:07 Vilja að FME verði rannsakað vegna aukins rekstrarkostnaðs Fjárlaganefnd Alþingis vill að efnahags- og viðskiptaráðherra rannsaki starfsemi Fjármálaeftirlitsins vegna aukins rekstrarkostnaðar stofnunarinnar á undanförnum árum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að stofnunin hafi vaxið óeðlilega mikið. 5.12.2011 12:03 Góður gangur í byggingu nýrrar kerverksmiðju Fjarðaráls Framkvæmdum miðar vel áfram við byggingu nýrrar kersmiðju Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og fögnuðu starfsmenn byggingaverktakanna nýlega 100 þúsund slysalausum vinnustundum við framkvæmdirnar. Tæplega hundrað manns vinna við bygginguna. Kostnaður vegna framkvæmdanna er áætlaður nálægt fjórum milljörðum króna. 5.12.2011 10:08 Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri sagt upp Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku. Flestir þeirra hafa valið að starfa áfram fram í lok janúar og fresta starfslokum þangað til. Starfsmennirnir störfuðu allir í bakvinnslu. Þetta kemur fram á vefnum Vikudagur. 5.12.2011 10:08 Arion banki íhugar alþjóðlegt skuldabréfaútboð Arion banki er að íhuga fyrsta skuldabréfaútboð sitt á alþjóðamörkuðum. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. 5.12.2011 09:20 Skilanefnd hótar að hætta við söluna á Iceland Foods Skilanefnd Landsbankans hefur hótað áhugasömum kaupendum að Iceland Foods verslsunarkeðjunni að hætta við söluna á keðjunni ef viðunandi tilboð berst ekki í hana. 5.12.2011 07:27 Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans á miðvikudaginn kemur. 5.12.2011 07:18 Þriðji hver Dani kaupir jólagjafir á netinu Þriðji hver Dani mun kaupa jólagjöf eða gjafir á netinu í ár en netverslun hefur stöðugt aukist í Danmörku á undanförnum árum. 5.12.2011 07:15 Fyrirtæki á Forbes 500 listanum hafa áhuga á netþjónabúum á Íslandi Fjöldi fyrirtæki á Forbes 500 listanum, yfir stærstu fyrirtæki heimsins, hafa nú þegar sýnt áhuga á að koma sér upp netþjónbúum eða gagnverum á Íslandi. 5.12.2011 07:04 Forstjóri PepsiCo er valdamesta konan í einkageiranum Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, móðurfélags Pepsi á heimsvísu, er álitinn valdamesta kona í einkageiranum á heimsvísu samkvæmt Forbes. Hún stýrir fyrirtæki sem veltir árlega meira en 60 milljörðum dollara og er stærsta matvælafyrirtæki Bandaríkjanna. Starfsmenn á heimsvíu eru yfir 300 þúsund. 4.12.2011 20:30 Bjóða miða á starfsmannakjörum - 5000 krónur báðar leiðir auk skatta Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. 4.12.2011 16:30 Pálmi Haralds: Ærleg jólahreingerning hjá Iceland Express Iceland Express er vel í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna með nýjum flugvélakosti auk þess sem eigandi félagsins hefur lagt því til 1,3 milljarða króna í reiðufé á síðustu mánuðum til að mæta taprekstri þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag tilkynnti um sölu á tæplega fimm þúsund sætum sem almenningur getur keypt á starfsmannakjörum. „Félagið ber engar vaxtaberandi skuldir hjá bönkum og lánastofnunum og mætir endurnýjað aukinni samkeppni og verkefnum sínum á komandi árum með metnaðarfull markmið í farteskinu," segir ennfremur. 4.12.2011 17:45 Eva Joly kallar eftir ákærum Eva Joly, sem á sínum tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara í rannsóknum tengdum bankahruninu, segir að nú ættu ákærur að hafa litið dagsins ljós, og þær fleiri en ein. Rætt var við Joly í Silfri Egils á RÚV í dag og þar sagðist hún sýna því skilning að langan tíma taki að rannsaka mál af þessu tagi en bendir á að nú séu liðin þrjú ár og enn hafi engin ákæra verið gefin út á hendur helstu gerendum í hruninu. 4.12.2011 13:46 Indverjar halda stóru keðjunum frá smásölunni Indverjar hafa ákveðið að banna alþjóðlegum risafyrirtækjum á sviði smásölu að opna stórar verslunarmiðstöðvar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mörg fyrirtæki á sviði smásölu hafa reynt að feta sig inn á indverska markaðinn og stóðu líkur til þess að stjórnvöld myndu opna markaðinn upp á gátt fyrir lok árs með sérstakri lagasetningu. Nú er útlit fyrir að það gerist ekki, samkvæmt frétt BBC. 4.12.2011 10:00 Merkel valdamesta kona heims Angela Merkel, Kanslari Þýskalands, er valdamesta kona heims samkvæmt lista Forbes. Af tíu valdamestu konum heims koma sex konur úr stjórnmálum og fjórar úr einkageiranum. Valdamesta konan í viðskiptalífinu er Indra Nooyi, forstjóri Pepsi. Þrjár valdamestu konurnar koma úr stjórnmálum. 3.12.2011 21:03 Róbert Wessman gaf skýrslu hjá sérstökum saksóknara Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Glitnis. Á meðal þeirra sem gáfu skýrslu í dag var Róbert Wessman svo og núverandi og fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka. 3.12.2011 18:45 Framleiðandi FarmVille á markað Tölveikjaframleiðandinn Zynga, sem framleiðir m.a. leikinn vinsæla FarmVille, hafa kynnt áform um að skrá fyrirtækið á markað. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að selja 100 milljónir hluta í félaginu á markaði á verðgildi sem gerir félagið virði um 9 milljarða dollara, eða sem nemur ríflega 1.000 milljörðum. 3.12.2011 14:48 Yfirheyrslur í fullum gangi Yfirheyrslur hófust í morgun í Glitnismálinu svokallaða. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir að það skýrist í dag hvort yfirheyrslum verði fram haldið á morgun einnig. Að hans sögn er ekkert gefið upp um hvort einhverjir nýir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu en þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 3.12.2011 13:09 Evrusamstarfið gallað frá upphafi Jacques Delors, einn af hönnuðum evrusvæðisins segir að evru-kerfið hafi verið gallað frá byrjun og tilraunir til þess að bjarga því nú komi of seint og séu og máttlausar. Delors, sem er fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að galli á framkvæmd evrópska myntbandalagsins hafi steypt kerfinu í glötun. 3.12.2011 11:08 Orka til stóriðju lítt arðbær Lægri arðsemi heildarfjármagns er af virkjunum fyrir stóriðju hérlendis en þekkist í sambærilegri starfsemi erlendis. Þetta kemur fram í skýrslu um arðsemi orkusölu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið. Arðsemin á Íslandi nam fimm prósentum á árunum 1966 til 2010. 3.12.2011 00:01 YouTube fær nýtt útlit Google kynnti í dag nýtt útlit vefsíðunnar YouTube. Tölvurisinn vill bjóða upp á meiri tengimöguleika við samskiptasíður og bæta notendaviðmót síðunnar. 2.12.2011 23:00 Hrikalegar atvinnuleysistölur á Spáni Atvinnuleysi á Spáni er á aukast, samkvæmt nýjustu mælingum atvinnuvegaráðuneytisins á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu Wall Street Journal. 2.12.2011 23:08 Ríkisskattstjóri skilað tillögum vegna uppgjörs á virðisaukaskatti Ríkisskattstjóri hefur skilað tillögum til fjármálaráðuneytisins vegna uppgjörs á virðisaukaskatti vegna ólöglegra fjármögnunarleigusamninga. Skattgreiðslurnar, sem nema milljörðum króna, koma út á núlli fyrir ríkissjóð og því ekki talin ástæða til bakfærslu. 2.12.2011 19:30 Sæstrengurinn verður sá hraðvirkasti Sæstrengurinn sem Emerald Networks ætlar að leggja frá Írlandi til Bandaríkjanna, með tengingu við Ísland mun hjálpa Íslendingum við að byggja upp skapandi störf og fleiri stoðir í atvinnulífinu sem eru umhverfisvænar. Þetta segir Þorvaldur Sigurðsson, starfsmaður fyrirtækisins á Íslandi. Reuters fréttastofan greindi frá því fyrstur miðla í morgun að til stæði að leggja strenginn á næsta ári. Fjárfestingin nemur 36 milljörðum króna. 2.12.2011 15:58 Mælaborð frá Datamarket aðgengilegt á Vísi Ýmsar hagtölur eru nú aðgengilegar á Vísir.is í samstarfi við Datamarket. Mælaborði með upplýsingum er skipt upp í fimm undirflokka; verðlagsþróun, framleiðslu og eftirspurn, utanríkisviðskipti, vinnumarkað og opinber fjármál. Ítarlegar upplýsingar er síðan hægt að nálgast með því að smella á hnapp sem merktur er "Opna á Datamarket“, þar sem færa má upplýsingarnar í víðara samhengi og bera saman hinar ýmsu stærðir sem aðgengilegar eru. 2.12.2011 13:02 Um 30 yfirheyrðir Um þrjátíu manns hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á málefnum Glitnis. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum bankans. 2.12.2011 19:00 Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist 8,6% Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er að dragast saman, samkvæmt nýjustu tölum, en það mælist nú 8,6%, miðað 9% mánuðinn á undan. Þetta þykja vera skýr merki um að bandaríska hagkerfið sé að rétta úr kútnum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 2.12.2011 13:56 Hlutabréfamarkaðir á uppleið Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í morgun og er ástæðan rakin til þess að leiðtogar helstu ríkja í Evrópu kalla nú eftir meira samstarfi til þess að fást við skuldakreppuna. Helstu hlutabréfavísitölur í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi hækkuðu um 1,5% til 2% í viðskiptum í morgun. Í ræðu sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt fyrir þýska þingið sagði hún að Evrópuríkin væru að vinna sig í áttina að fjárhagslegu bandalagi. Fjárfestar búast líka við því að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum sem birtar verða í dag líti vel út. 2.12.2011 13:53 Rússar vilja líka leggja sæstreng Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fékk í dag skriflegt svar frá rússneskum stjórnvöldum um að Rússar vilja láta kanna hvort unnt sé að leggja sæstreng frá Murmansk til Íslands. Fyrr í morgun var greint frá því að til stendur að leggja sæstreng frá Bandaríkjunum til Írlands, í gegnum Ísland, á næsta ári. Sú fjárfesting nemur 36 milljörðum króna. 2.12.2011 13:34 Salt fagnar rannsókn á viðskiptum með Glitnisbréf Salt Investment, sem er að mestu leyti í eigu Róberts Wessman, fagnar skoðun sérstaks saksóknara á viðskiptum með bréf Glitnis Talsmenn Salts saka stjórnendur Glitnis um að hafa beitt blekkingum. 2.12.2011 11:45 Afkoma Strætó jákvæð um 219 milljónir Afkoma Strætó bs. á fyrstu níu mánuðum þessa árs var jákvæð um tæpar 219 milljónir króna. 2.12.2011 11:02 Kauphöllin samþykkir viðskipti með hluti í Högum Kauphöllin hefur samþykkt umsókn stjórnar Haga hf. um töku hlutabréfa félagsins til viðskipa á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. 2.12.2011 10:50 FT: Ísland á leið að verða alþjóðleg miðstöð fyrir netþjónabú Viðskiptablaðið Financial Times segir að með nýjum sæstreng frá Bandaríkjunum um Ísland og til Írlands hafa vonir Íslands um að verða alþjóðleg miðstöð fyrir netþjónbú færst skrefinu nær raunveruleikanum. 2.12.2011 10:14 Spáir hægfara styrkingu á krónunni á næstunni Greining Íslandsbanka spáir því að gengi krónunnar muni styrkjast hægt eftir að árstíðabundin niðursveifla þess í vetur er yfirstaðin. 2.12.2011 09:49 Gistinóttum fjölgaði um 11% í október Gistinóttum á hótelum í október síðastliðnum fjölgaði um 11% frá sama mánuði í fyrra. Þær voru 117 þúsund í október síðastliðnum en 105 þúsund í október í fyrra. Erlendir gestir gistu langflestar nætur, 74% af öllum gistinóttum, og fjölgaði um 13% frá október í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%. 2.12.2011 09:08 Actavis kaupir hollenskt fyrirtæki Actavis, hefur eignast allt hlutafé í hollenska fyrirtækinu PharmaPack International B.V. Kaupverðið er trúnaðarmál. PharmaPack hefur aðsetur í Zoetermeer í Hollandi og sérhæfir sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum og líftæknilyfjum. 2.12.2011 09:03 Nýr sæstrengur lagður milli Íslands og Írlands Ísland og Írland ætla í sameiningu að standa á bakvið lagningu á nýjum sæstreng milli landanna. Sæstrengur þessi mun kosta um 36 milljarða króna og á hann að komast í gagnið árið 2013. 2.12.2011 08:00 Danir munu eiga nóg af olíu og gasi fram til 2050 Danski olíusérfræðingurinn Peter Helmer Steen segir að Danmörk muni verða sjálfri sér næg um olíu og gas fram til ársins 2050. 2.12.2011 07:58 Staða þjóðarbúsins neikvæð um 833 milljarða Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2.529 milljörðum kr. og skuldir 3.361 milljarði kr. Var hrein staða þjóðarbúsins því neikvæð um 833 milljarða kr. eða sem nemur rúmum helmingi af landsframleiðslunni. 2.12.2011 07:53 Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Arion banka spáir því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum en næsta vaxtaákvörðun bankans er á miðvikudag í næstu viku. 2.12.2011 07:52 Fokheldar Skuggablokkir eftirsóttar Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. 2.12.2011 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmtán ríki á athugunarlista S&P Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hefur sett Þýskaland, Frakkland og þrettán önnur evruríki á athugunarlista vegna ótta um áhrif skuldakreppunnar í Evrópu á fjárhag landanna. Þessi ákvörðun S&P þýðir að 50% líkur eru á að lánshæfismatseinkunn ríkja með AAA einkunn verði lækkuð. Þessi ákvörðun kom fjárfestum í opna skjöldu og olli því að hlutabréf lækkuðu í dag. Þá féll gengi evrunnar einnig. 5.12.2011 21:57
Þessir sóttu um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins Alls sóttu þrettán einstaklingar um starfs forstjóra Bankasýslu ríkisins en umsóknarfresturinn rann út 27. nóvember síðastliðinn. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipa nýjan forstjóra en Páll Magnússon sagði sig frá starfinu fyrir skemmstu og stjórnin í kjölfarið. Sérstök hæfnisnefnd mun fara yfir hæfi umsækjanda en það er svo stjórn Bankasýslunnar sem tekur endanlega ákvörðun um það hver verður ráðinn í starfið. 5.12.2011 16:06
Jón ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka Jón Finnbogason, fyrrverandi forstjóri Byrs hf., hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. 5.12.2011 15:28
Íslandsbanki stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa Íslandsbanki verður eigandi að 28% prósenta hlut í Íslenskum Verðbréfum, eignastýringafyrirtækis sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, með yfirtöku á Byr sparisjóði. Byr var áður stærsti einstaki hluthafi ÍV, með 28% hlut, en hann er nú á leið í hendur Íslandsbanka eftir að bankinn keypti Byr fyrir um 6,6 milljarða króna. 5.12.2011 15:19
Ef ekkert verður gert gæti þurft að segja kjarasamningum upp Verið er að breikka bilið á milli þeirra sem stóla á framfærslu frá ríkinu og annarra í samfélaginu með túlkun ríkisstjórnarinnar á viljayfirlýsingu sinni um hækkun bóta úr almannatryggingum sem undirrituð var ásamt kjarasamningum í vor segir formaður VR. Ef ekkert verður gert er erfitt að halda kjarasamningum í gegnum endurskoðun þeirra í janúar. 5.12.2011 12:07
Vilja að FME verði rannsakað vegna aukins rekstrarkostnaðs Fjárlaganefnd Alþingis vill að efnahags- og viðskiptaráðherra rannsaki starfsemi Fjármálaeftirlitsins vegna aukins rekstrarkostnaðar stofnunarinnar á undanförnum árum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að stofnunin hafi vaxið óeðlilega mikið. 5.12.2011 12:03
Góður gangur í byggingu nýrrar kerverksmiðju Fjarðaráls Framkvæmdum miðar vel áfram við byggingu nýrrar kersmiðju Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og fögnuðu starfsmenn byggingaverktakanna nýlega 100 þúsund slysalausum vinnustundum við framkvæmdirnar. Tæplega hundrað manns vinna við bygginguna. Kostnaður vegna framkvæmdanna er áætlaður nálægt fjórum milljörðum króna. 5.12.2011 10:08
Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri sagt upp Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku. Flestir þeirra hafa valið að starfa áfram fram í lok janúar og fresta starfslokum þangað til. Starfsmennirnir störfuðu allir í bakvinnslu. Þetta kemur fram á vefnum Vikudagur. 5.12.2011 10:08
Arion banki íhugar alþjóðlegt skuldabréfaútboð Arion banki er að íhuga fyrsta skuldabréfaútboð sitt á alþjóðamörkuðum. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. 5.12.2011 09:20
Skilanefnd hótar að hætta við söluna á Iceland Foods Skilanefnd Landsbankans hefur hótað áhugasömum kaupendum að Iceland Foods verslsunarkeðjunni að hætta við söluna á keðjunni ef viðunandi tilboð berst ekki í hana. 5.12.2011 07:27
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans á miðvikudaginn kemur. 5.12.2011 07:18
Þriðji hver Dani kaupir jólagjafir á netinu Þriðji hver Dani mun kaupa jólagjöf eða gjafir á netinu í ár en netverslun hefur stöðugt aukist í Danmörku á undanförnum árum. 5.12.2011 07:15
Fyrirtæki á Forbes 500 listanum hafa áhuga á netþjónabúum á Íslandi Fjöldi fyrirtæki á Forbes 500 listanum, yfir stærstu fyrirtæki heimsins, hafa nú þegar sýnt áhuga á að koma sér upp netþjónbúum eða gagnverum á Íslandi. 5.12.2011 07:04
Forstjóri PepsiCo er valdamesta konan í einkageiranum Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, móðurfélags Pepsi á heimsvísu, er álitinn valdamesta kona í einkageiranum á heimsvísu samkvæmt Forbes. Hún stýrir fyrirtæki sem veltir árlega meira en 60 milljörðum dollara og er stærsta matvælafyrirtæki Bandaríkjanna. Starfsmenn á heimsvíu eru yfir 300 þúsund. 4.12.2011 20:30
Bjóða miða á starfsmannakjörum - 5000 krónur báðar leiðir auk skatta Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. 4.12.2011 16:30
Pálmi Haralds: Ærleg jólahreingerning hjá Iceland Express Iceland Express er vel í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna með nýjum flugvélakosti auk þess sem eigandi félagsins hefur lagt því til 1,3 milljarða króna í reiðufé á síðustu mánuðum til að mæta taprekstri þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag tilkynnti um sölu á tæplega fimm þúsund sætum sem almenningur getur keypt á starfsmannakjörum. „Félagið ber engar vaxtaberandi skuldir hjá bönkum og lánastofnunum og mætir endurnýjað aukinni samkeppni og verkefnum sínum á komandi árum með metnaðarfull markmið í farteskinu," segir ennfremur. 4.12.2011 17:45
Eva Joly kallar eftir ákærum Eva Joly, sem á sínum tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara í rannsóknum tengdum bankahruninu, segir að nú ættu ákærur að hafa litið dagsins ljós, og þær fleiri en ein. Rætt var við Joly í Silfri Egils á RÚV í dag og þar sagðist hún sýna því skilning að langan tíma taki að rannsaka mál af þessu tagi en bendir á að nú séu liðin þrjú ár og enn hafi engin ákæra verið gefin út á hendur helstu gerendum í hruninu. 4.12.2011 13:46
Indverjar halda stóru keðjunum frá smásölunni Indverjar hafa ákveðið að banna alþjóðlegum risafyrirtækjum á sviði smásölu að opna stórar verslunarmiðstöðvar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mörg fyrirtæki á sviði smásölu hafa reynt að feta sig inn á indverska markaðinn og stóðu líkur til þess að stjórnvöld myndu opna markaðinn upp á gátt fyrir lok árs með sérstakri lagasetningu. Nú er útlit fyrir að það gerist ekki, samkvæmt frétt BBC. 4.12.2011 10:00
Merkel valdamesta kona heims Angela Merkel, Kanslari Þýskalands, er valdamesta kona heims samkvæmt lista Forbes. Af tíu valdamestu konum heims koma sex konur úr stjórnmálum og fjórar úr einkageiranum. Valdamesta konan í viðskiptalífinu er Indra Nooyi, forstjóri Pepsi. Þrjár valdamestu konurnar koma úr stjórnmálum. 3.12.2011 21:03
Róbert Wessman gaf skýrslu hjá sérstökum saksóknara Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Glitnis. Á meðal þeirra sem gáfu skýrslu í dag var Róbert Wessman svo og núverandi og fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka. 3.12.2011 18:45
Framleiðandi FarmVille á markað Tölveikjaframleiðandinn Zynga, sem framleiðir m.a. leikinn vinsæla FarmVille, hafa kynnt áform um að skrá fyrirtækið á markað. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að selja 100 milljónir hluta í félaginu á markaði á verðgildi sem gerir félagið virði um 9 milljarða dollara, eða sem nemur ríflega 1.000 milljörðum. 3.12.2011 14:48
Yfirheyrslur í fullum gangi Yfirheyrslur hófust í morgun í Glitnismálinu svokallaða. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir að það skýrist í dag hvort yfirheyrslum verði fram haldið á morgun einnig. Að hans sögn er ekkert gefið upp um hvort einhverjir nýir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu en þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 3.12.2011 13:09
Evrusamstarfið gallað frá upphafi Jacques Delors, einn af hönnuðum evrusvæðisins segir að evru-kerfið hafi verið gallað frá byrjun og tilraunir til þess að bjarga því nú komi of seint og séu og máttlausar. Delors, sem er fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að galli á framkvæmd evrópska myntbandalagsins hafi steypt kerfinu í glötun. 3.12.2011 11:08
Orka til stóriðju lítt arðbær Lægri arðsemi heildarfjármagns er af virkjunum fyrir stóriðju hérlendis en þekkist í sambærilegri starfsemi erlendis. Þetta kemur fram í skýrslu um arðsemi orkusölu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið. Arðsemin á Íslandi nam fimm prósentum á árunum 1966 til 2010. 3.12.2011 00:01
YouTube fær nýtt útlit Google kynnti í dag nýtt útlit vefsíðunnar YouTube. Tölvurisinn vill bjóða upp á meiri tengimöguleika við samskiptasíður og bæta notendaviðmót síðunnar. 2.12.2011 23:00
Hrikalegar atvinnuleysistölur á Spáni Atvinnuleysi á Spáni er á aukast, samkvæmt nýjustu mælingum atvinnuvegaráðuneytisins á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu Wall Street Journal. 2.12.2011 23:08
Ríkisskattstjóri skilað tillögum vegna uppgjörs á virðisaukaskatti Ríkisskattstjóri hefur skilað tillögum til fjármálaráðuneytisins vegna uppgjörs á virðisaukaskatti vegna ólöglegra fjármögnunarleigusamninga. Skattgreiðslurnar, sem nema milljörðum króna, koma út á núlli fyrir ríkissjóð og því ekki talin ástæða til bakfærslu. 2.12.2011 19:30
Sæstrengurinn verður sá hraðvirkasti Sæstrengurinn sem Emerald Networks ætlar að leggja frá Írlandi til Bandaríkjanna, með tengingu við Ísland mun hjálpa Íslendingum við að byggja upp skapandi störf og fleiri stoðir í atvinnulífinu sem eru umhverfisvænar. Þetta segir Þorvaldur Sigurðsson, starfsmaður fyrirtækisins á Íslandi. Reuters fréttastofan greindi frá því fyrstur miðla í morgun að til stæði að leggja strenginn á næsta ári. Fjárfestingin nemur 36 milljörðum króna. 2.12.2011 15:58
Mælaborð frá Datamarket aðgengilegt á Vísi Ýmsar hagtölur eru nú aðgengilegar á Vísir.is í samstarfi við Datamarket. Mælaborði með upplýsingum er skipt upp í fimm undirflokka; verðlagsþróun, framleiðslu og eftirspurn, utanríkisviðskipti, vinnumarkað og opinber fjármál. Ítarlegar upplýsingar er síðan hægt að nálgast með því að smella á hnapp sem merktur er "Opna á Datamarket“, þar sem færa má upplýsingarnar í víðara samhengi og bera saman hinar ýmsu stærðir sem aðgengilegar eru. 2.12.2011 13:02
Um 30 yfirheyrðir Um þrjátíu manns hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á málefnum Glitnis. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum bankans. 2.12.2011 19:00
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist 8,6% Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er að dragast saman, samkvæmt nýjustu tölum, en það mælist nú 8,6%, miðað 9% mánuðinn á undan. Þetta þykja vera skýr merki um að bandaríska hagkerfið sé að rétta úr kútnum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 2.12.2011 13:56
Hlutabréfamarkaðir á uppleið Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í morgun og er ástæðan rakin til þess að leiðtogar helstu ríkja í Evrópu kalla nú eftir meira samstarfi til þess að fást við skuldakreppuna. Helstu hlutabréfavísitölur í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi hækkuðu um 1,5% til 2% í viðskiptum í morgun. Í ræðu sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt fyrir þýska þingið sagði hún að Evrópuríkin væru að vinna sig í áttina að fjárhagslegu bandalagi. Fjárfestar búast líka við því að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum sem birtar verða í dag líti vel út. 2.12.2011 13:53
Rússar vilja líka leggja sæstreng Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fékk í dag skriflegt svar frá rússneskum stjórnvöldum um að Rússar vilja láta kanna hvort unnt sé að leggja sæstreng frá Murmansk til Íslands. Fyrr í morgun var greint frá því að til stendur að leggja sæstreng frá Bandaríkjunum til Írlands, í gegnum Ísland, á næsta ári. Sú fjárfesting nemur 36 milljörðum króna. 2.12.2011 13:34
Salt fagnar rannsókn á viðskiptum með Glitnisbréf Salt Investment, sem er að mestu leyti í eigu Róberts Wessman, fagnar skoðun sérstaks saksóknara á viðskiptum með bréf Glitnis Talsmenn Salts saka stjórnendur Glitnis um að hafa beitt blekkingum. 2.12.2011 11:45
Afkoma Strætó jákvæð um 219 milljónir Afkoma Strætó bs. á fyrstu níu mánuðum þessa árs var jákvæð um tæpar 219 milljónir króna. 2.12.2011 11:02
Kauphöllin samþykkir viðskipti með hluti í Högum Kauphöllin hefur samþykkt umsókn stjórnar Haga hf. um töku hlutabréfa félagsins til viðskipa á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. 2.12.2011 10:50
FT: Ísland á leið að verða alþjóðleg miðstöð fyrir netþjónabú Viðskiptablaðið Financial Times segir að með nýjum sæstreng frá Bandaríkjunum um Ísland og til Írlands hafa vonir Íslands um að verða alþjóðleg miðstöð fyrir netþjónbú færst skrefinu nær raunveruleikanum. 2.12.2011 10:14
Spáir hægfara styrkingu á krónunni á næstunni Greining Íslandsbanka spáir því að gengi krónunnar muni styrkjast hægt eftir að árstíðabundin niðursveifla þess í vetur er yfirstaðin. 2.12.2011 09:49
Gistinóttum fjölgaði um 11% í október Gistinóttum á hótelum í október síðastliðnum fjölgaði um 11% frá sama mánuði í fyrra. Þær voru 117 þúsund í október síðastliðnum en 105 þúsund í október í fyrra. Erlendir gestir gistu langflestar nætur, 74% af öllum gistinóttum, og fjölgaði um 13% frá október í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%. 2.12.2011 09:08
Actavis kaupir hollenskt fyrirtæki Actavis, hefur eignast allt hlutafé í hollenska fyrirtækinu PharmaPack International B.V. Kaupverðið er trúnaðarmál. PharmaPack hefur aðsetur í Zoetermeer í Hollandi og sérhæfir sig í pökkun á hefðbundnum lyfjum og líftæknilyfjum. 2.12.2011 09:03
Nýr sæstrengur lagður milli Íslands og Írlands Ísland og Írland ætla í sameiningu að standa á bakvið lagningu á nýjum sæstreng milli landanna. Sæstrengur þessi mun kosta um 36 milljarða króna og á hann að komast í gagnið árið 2013. 2.12.2011 08:00
Danir munu eiga nóg af olíu og gasi fram til 2050 Danski olíusérfræðingurinn Peter Helmer Steen segir að Danmörk muni verða sjálfri sér næg um olíu og gas fram til ársins 2050. 2.12.2011 07:58
Staða þjóðarbúsins neikvæð um 833 milljarða Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2.529 milljörðum kr. og skuldir 3.361 milljarði kr. Var hrein staða þjóðarbúsins því neikvæð um 833 milljarða kr. eða sem nemur rúmum helmingi af landsframleiðslunni. 2.12.2011 07:53
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Arion banka spáir því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum en næsta vaxtaákvörðun bankans er á miðvikudag í næstu viku. 2.12.2011 07:52
Fokheldar Skuggablokkir eftirsóttar Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skuggahverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin tilboð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. 2.12.2011 06:00