Fleiri fréttir Lýsing gefi ekki út greiðsluseðla Lýsing ætti að stöðva útgáfu greiðsluseðla til viðskiptavina sinna þar til endanleg niðurstaða fæst í mál Smákrana gegn Lýsingu fyrir Hæstarétti. Þetta segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Smákrana ehf., í samtali við Vísi. 1.12.2011 16:43 Lýsing áfrýjar dómnum Lýsing hefur ákveðið ða áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Smákrana ehf gegn félaginu til Hæstaréttar. Í tilkynningu á vef Lýsingar segir að þetta hafi verið ákveðið eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi skoðað forsendur dómsins í samráði við lögmenn félagsins. 1.12.2011 15:52 Allt flug Iceland Express á áætlun Iceland Express vill koma því á framfæri að aðgerðir flugmanna tékkneska flugfélagsins CSA, sem er móðurfélag CSA Holidays sem flýgur fyrir Iceland Express, hafa engin áhrif á starfsemi félagsins. Samtök flugmanna hjá félaginu segja að flugmenn verði hvattir til að taka veikindadaga á næstu dögum til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnunarstöðum í fyrirtækinu. 1.12.2011 15:11 Strauss-Kahn segir kynlíf með þernunni hafa verið heimskulegt Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kynlíf hans með herbergisþernu í New York í vor hafi verið heimskuleg. Þau hafi þó verið með hennar samþykki. Þetta kemur fram í nýrri bók Strauss-Kahn. Í bókinni kemur fram að herbergisþernan, sem heitir Nafissatou Diallo, hafi gefið Strauss-Kahn hýrt auga þegar hann kom nakinn úr sturtunni og hann hafi tekið því sem tilboð um kynlíf. Lögmenn herbergiþernunnar hafna þessum fullyrðingum Strauss-Kahn. Opinbert mál sem höfðað var gegn Strauss-Kahn var látið niður falla, en hún rekur nú einkamál gegn honum. 1.12.2011 13:55 Fóru fram á varðhald vegna gruns um kerfisbundna markaðsmisnotkun Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu embættis sérstaks saksóknara, er beindist að Elmari Svavarssyni, fyrrum miðlara hjá Glitni, þar sem dómari taldi ekki sannanir liggja fyrir um að hann hefði átt þátt í kerfisbundinni markaðsmisnotkun, eins og honum var gefið að sök í kröfugerðinni. 1.12.2011 13:39 Enn lækkar Icelandair Gengi bréfa í Icelandair hefur haldið áfram að lækka í dag eftir snarpa lækkun í gær. Gengi bréfa í gær lækkaði um 2,75% og það sem af er degi hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um 2,63%. 1.12.2011 13:20 Lýsing tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að fjármögnunarleigusamningar sem Lýsing gerði við viðskiptavini sína hafi í raun verið gengistryggð íslensk lán. Slíkir samningar hafi því verið ólöglegir. Dómurinn var kveðinn upp í máli sem fyrirtækið Smákranar ehf höfðuðu gegn Lýsingu. 1.12.2011 11:52 Hagnaður Arion nam 3,5 milljörðum Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins nam 3,5 milljörðum króna eftir skatta en árshlutareikningurinn inniheldur reikninga bankans og dótturfélaga. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1 milljarður króna. Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var 13,6 milljarðar króna, samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. 1.12.2011 11:46 Superman blað selt á 250 milljónir Eintak af fyrsta tölublaði Action Comics þar sem Superman er kynntur til sögunnar var slegið á netuppboði fyrir rúmar tvær milljónir dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Er þetta þar með orðið dýrasta hasarmyndablað í sögunni. 1.12.2011 10:52 Nýr aðstoðarforstjóri hjá Icelandic Water Icelandic Water, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, hefur ráðið Roger Barry sem aðstoðarforstjóra á alþjóðdeild fyrirtækisins. Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að styrkja stöðu fyrirtækisins á mörkuðum utan Norður Ameríku. 1.12.2011 10:20 Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga. Brentolían er komin í yfir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían yfir 100 dollara. Hefur olíuverðið ekki verið hærra síðan um miðjan síðasta mánuð. 1.12.2011 09:44 Brottförum seinkaði mikið frá Keflavík Nærri níu af hverjum tíu flugvélum sem tóku á loft frá Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi í sumar fóru á réttum tíma. Hinsvegar seinkaði brottförum í meira en helmingi tilvika á Keflavíkurflugvelli í júní, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. Ástandið á Keflavíkurflugvelli batnaði þegar leið á sumarið og í ágúst fóru 71,6 prósent véla í loftið á auglýstum tíma. Á sama tímabili stóðust tímasetningar í 93 prósentum tilvika í Ósló og Stokkhólmi. 1.12.2011 09:14 Rússneski björninn vaknaður Rússneska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Meiri velmegun er nú orðin einkennandi fyrir landið heldur en nokkru sinni fyrr. Einkum eru það jarðgas- og olíulindir sem þar hafa skipt sköpum. 1.12.2011 08:57 Verð á ótryggðri raforku hækkar um 80-100% Ljóst er orðið að gífurlegar hækkanir hafa orðið á ótryggðri raforku frá orkusölum. Hækkunin nemur 80-100% að því er segir á vefsíðu Orkuvaktarinnar. 1.12.2011 07:57 Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1.12.2011 07:49 Ekki ljóst hvort Glitnismenn hafi kært gæsluvarðhald Ekki liggur enn fyrir hvort þrír fyrrverandi stjórnendur Glitnis, sem voru úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald í gærkvöldi, hafa kært úrskurðina til Hæstaréttar. 1.12.2011 07:24 Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í 13 ár Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 10,3% og hefur ekki verið meira undanfarin 13 ár. Mest er atvinnuleysið á Spáni eða 22,8% en minnst í Austurríki eða aðeins rúm 4%. 1.12.2011 07:19 Hefur yfirtekið 2.000 íbúðir Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra eru rúmir 19 milljarðar króna. 1.12.2011 07:00 Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað nokkuð á síðustu vikum og náði sínu hæsta gildi á árinu í síðustu viku þegar álagið stóð í 358 punktum. Álagið hefur síðan lækkað að nýju í þessari viku og stóð í 349 punktum í gærdag samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni. 1.12.2011 06:56 Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. 1.12.2011 06:50 Helstu seðlabankar koma til bjargar Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta. 1.12.2011 05:00 Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss, um að þeir ætli að bregðast vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála. 1.12.2011 00:42 Þrír í gæsluvarðhald Þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis voru í kvöld úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á viðskiptum bankans fyrir hrun. Er þeim haldið í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara. 1.12.2011 00:01 Sérfræðingur segir forrit fylgjast með notkun snjallsíma Sérfræðingur í öryggismálum farsíma heldur því fram að falinn hugbúnaður í stýrikerfum snjallsíma fylgist með notkun þeirra. 30.11.2011 22:00 Gæsluvarðhald samþykkt yfir einum - hafnað yfir öðrum Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara. Það er Jóhannes Baldursson fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni. 30.11.2011 21:09 Sérstakur saksóknari fer fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni Sérstakur saksóknari hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar hefur dómari fallist á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding. 30.11.2011 19:43 Lárus Welding úrskurðaður í gæsluvarðhald Einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um markaðsmisnotkun þegar hann starfaði hjá Glitni. Fulltrúar sérstaks saksóknara handtóku nokkra lykilstarfsmenn sem unnu hjá Glitni fyrir hrun í dag. 30.11.2011 18:30 Sextíu starfsmenn tóku þátt í handtökunum - 10 mál til rannsóknar Sérstakur saksóknari handtók og yfirheyrði fyrrum starfsmenn Glitnis eftir hádegi í dag en rannsókn embættisins snýr að lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. 30.11.2011 16:10 Rannsókn sérstaks: Íslandsbankamenn sendir í frí Forsvarsmenn Íslandsbanka segjast ekki geta tjáð sig um um rannsókn Sérstaks saksóknara á falli Glitnis Banka og skýrslutökur saksóknara yfir núverandi starfsmönnum bankans. 30.11.2011 16:31 Handtökur hjá sérstökum saksóknara Fulltrúar frá embætti sérstaks saksóknara handtóku og færðu menn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun hjá Glitni nú eftir hádegið. Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu. 30.11.2011 15:30 Hagvöxturinn verði 3,2% í ár Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag. 30.11.2011 15:04 Seðlabankar heimsins taka höndum saman Nokkrir af stærstu seðlabönkum heimsins hafa tekið höndum saman í viðleitni sinni til sporna gegn slaka í hagkerfum heimsins. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu seðlabankanna, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Að yfirlýsingunni standa Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Kanada, Japans og Sviss. 30.11.2011 13:53 Nýtt eldgos norðan heiða Heimamenn á Akureyri hafa hafið framleiðslu á vodkagosinu Volcanic Energy. Fyrirtækið Eldfjallabrugg stendur að framleiðslunni og er meginmarkmið þess að vera leiðandi á sviði alco-pops drykkja, sem eru einnig nefndir gosbjór. 30.11.2011 11:45 S&P lækkar lánshæfiseinkunn 15 af stærstu bönkum heimsins Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn 15 af stærstu bönkum heimsins um eitt stig. 30.11.2011 10:29 Útflutningur á þjónustu jákvæður um 27,3 milljarða Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 108,6 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 81,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 27,3 milljarða króna. 30.11.2011 09:06 ÍLS hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá 2006 Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra er rúmir 19 milljarðar kr. 30.11.2011 08:59 Þjóðverjar geta bjargað Evrópu Þjóðverjar eru þeir einu sem eru í aðstöðu til þess að afstýra djúpri kreppu í Evrópu, segir Larry Elliot viðskiptaritstjóri The Guardian. 30.11.2011 08:37 Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lögfræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Aðalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál. 30.11.2011 08:30 Bjartsýni eykst meðal Íslendinga Íslendingar eru búnir að jafna sig á svartsýniskastinu sem var allsráðandi í októbermánuði ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í gær. Vísitalan hækkaði um 10 stig og mælist nú 62,9 stig. 30.11.2011 07:55 Ákváðu að stækka björgunarsjóð evrusvæðisins Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu á fundi sínum í gærdag að auka fjárhagslegan styrk björgunarsjóðs síns en vildu ekki nefna neinar tölur í því sambandi. 30.11.2011 07:45 Rekstrarhalli og skuldir Hólaskóla yfir 200 milljónum Uppsafnaður rekstrarhalli og aðrar skuldir Hólaskóla námu meira en 200 milljónum króna í lok síðasta árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er brýnt að leysa þennan vanda. 30.11.2011 07:19 Vilja auka traust á aðgerðum Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. 30.11.2011 07:00 Yngstu milljarðamæringarnir koma úr hugbúnaðargeiranum Þrír yngstu milljarðamæringar heimsins eru allir brautryðjendur úr hugbúnaðargeiranum. Samkvæmt lista Forbes yfir 400 ríkustu menn heims er hinn 27 ára gamli Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, ríkastur þeirra sem eru undir fertugu. Hann er fjórtándi ríkasti maður heimsins en eignir hans eru metnar á 17,5 milljarða dollara, eða ríflega 2.000 milljarða króna. 29.11.2011 23:43 Seldi 10% í Apple fyrir 800 dollara Árið 1976 vildi Ronald Wayne, einn af stofnendum tölvurisans Apple, losa sig við sinn hlut í fyrirtækinu. Hann fékk því meðeigendur sína til að kaupa sig út úr fyrirtækinu. 29.11.2011 23:30 Óvissunni um Nubo létt en hann er enn spenntur fyrir Grímsstöðum Huang Nubo er tilbúinn að skoða tillögu um nýtingu lands á Grímsstöðum á Fjöllum ef tillaga þess efnis berst frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, átti spjall við Nubo í Kína fyrir nokkrum vikum. 29.11.2011 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Lýsing gefi ekki út greiðsluseðla Lýsing ætti að stöðva útgáfu greiðsluseðla til viðskiptavina sinna þar til endanleg niðurstaða fæst í mál Smákrana gegn Lýsingu fyrir Hæstarétti. Þetta segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Smákrana ehf., í samtali við Vísi. 1.12.2011 16:43
Lýsing áfrýjar dómnum Lýsing hefur ákveðið ða áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Smákrana ehf gegn félaginu til Hæstaréttar. Í tilkynningu á vef Lýsingar segir að þetta hafi verið ákveðið eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi skoðað forsendur dómsins í samráði við lögmenn félagsins. 1.12.2011 15:52
Allt flug Iceland Express á áætlun Iceland Express vill koma því á framfæri að aðgerðir flugmanna tékkneska flugfélagsins CSA, sem er móðurfélag CSA Holidays sem flýgur fyrir Iceland Express, hafa engin áhrif á starfsemi félagsins. Samtök flugmanna hjá félaginu segja að flugmenn verði hvattir til að taka veikindadaga á næstu dögum til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnunarstöðum í fyrirtækinu. 1.12.2011 15:11
Strauss-Kahn segir kynlíf með þernunni hafa verið heimskulegt Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kynlíf hans með herbergisþernu í New York í vor hafi verið heimskuleg. Þau hafi þó verið með hennar samþykki. Þetta kemur fram í nýrri bók Strauss-Kahn. Í bókinni kemur fram að herbergisþernan, sem heitir Nafissatou Diallo, hafi gefið Strauss-Kahn hýrt auga þegar hann kom nakinn úr sturtunni og hann hafi tekið því sem tilboð um kynlíf. Lögmenn herbergiþernunnar hafna þessum fullyrðingum Strauss-Kahn. Opinbert mál sem höfðað var gegn Strauss-Kahn var látið niður falla, en hún rekur nú einkamál gegn honum. 1.12.2011 13:55
Fóru fram á varðhald vegna gruns um kerfisbundna markaðsmisnotkun Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu embættis sérstaks saksóknara, er beindist að Elmari Svavarssyni, fyrrum miðlara hjá Glitni, þar sem dómari taldi ekki sannanir liggja fyrir um að hann hefði átt þátt í kerfisbundinni markaðsmisnotkun, eins og honum var gefið að sök í kröfugerðinni. 1.12.2011 13:39
Enn lækkar Icelandair Gengi bréfa í Icelandair hefur haldið áfram að lækka í dag eftir snarpa lækkun í gær. Gengi bréfa í gær lækkaði um 2,75% og það sem af er degi hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um 2,63%. 1.12.2011 13:20
Lýsing tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að fjármögnunarleigusamningar sem Lýsing gerði við viðskiptavini sína hafi í raun verið gengistryggð íslensk lán. Slíkir samningar hafi því verið ólöglegir. Dómurinn var kveðinn upp í máli sem fyrirtækið Smákranar ehf höfðuðu gegn Lýsingu. 1.12.2011 11:52
Hagnaður Arion nam 3,5 milljörðum Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins nam 3,5 milljörðum króna eftir skatta en árshlutareikningurinn inniheldur reikninga bankans og dótturfélaga. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1 milljarður króna. Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var 13,6 milljarðar króna, samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. 1.12.2011 11:46
Superman blað selt á 250 milljónir Eintak af fyrsta tölublaði Action Comics þar sem Superman er kynntur til sögunnar var slegið á netuppboði fyrir rúmar tvær milljónir dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Er þetta þar með orðið dýrasta hasarmyndablað í sögunni. 1.12.2011 10:52
Nýr aðstoðarforstjóri hjá Icelandic Water Icelandic Water, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, hefur ráðið Roger Barry sem aðstoðarforstjóra á alþjóðdeild fyrirtækisins. Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að styrkja stöðu fyrirtækisins á mörkuðum utan Norður Ameríku. 1.12.2011 10:20
Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga. Brentolían er komin í yfir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían yfir 100 dollara. Hefur olíuverðið ekki verið hærra síðan um miðjan síðasta mánuð. 1.12.2011 09:44
Brottförum seinkaði mikið frá Keflavík Nærri níu af hverjum tíu flugvélum sem tóku á loft frá Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi í sumar fóru á réttum tíma. Hinsvegar seinkaði brottförum í meira en helmingi tilvika á Keflavíkurflugvelli í júní, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. Ástandið á Keflavíkurflugvelli batnaði þegar leið á sumarið og í ágúst fóru 71,6 prósent véla í loftið á auglýstum tíma. Á sama tímabili stóðust tímasetningar í 93 prósentum tilvika í Ósló og Stokkhólmi. 1.12.2011 09:14
Rússneski björninn vaknaður Rússneska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Meiri velmegun er nú orðin einkennandi fyrir landið heldur en nokkru sinni fyrr. Einkum eru það jarðgas- og olíulindir sem þar hafa skipt sköpum. 1.12.2011 08:57
Verð á ótryggðri raforku hækkar um 80-100% Ljóst er orðið að gífurlegar hækkanir hafa orðið á ótryggðri raforku frá orkusölum. Hækkunin nemur 80-100% að því er segir á vefsíðu Orkuvaktarinnar. 1.12.2011 07:57
Hlé gert á olíuborunum við Grænland út næsta ár Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur ákveðið að gera hlé á olíuborunum sínum við Grænland út næsta ár. Hinsvegar verður jarðfræðilegum rannsóknum hugsanlega haldið áfram. 1.12.2011 07:49
Ekki ljóst hvort Glitnismenn hafi kært gæsluvarðhald Ekki liggur enn fyrir hvort þrír fyrrverandi stjórnendur Glitnis, sem voru úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald í gærkvöldi, hafa kært úrskurðina til Hæstaréttar. 1.12.2011 07:24
Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í 13 ár Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 10,3% og hefur ekki verið meira undanfarin 13 ár. Mest er atvinnuleysið á Spáni eða 22,8% en minnst í Austurríki eða aðeins rúm 4%. 1.12.2011 07:19
Hefur yfirtekið 2.000 íbúðir Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra eru rúmir 19 milljarðar króna. 1.12.2011 07:00
Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað nokkuð á síðustu vikum og náði sínu hæsta gildi á árinu í síðustu viku þegar álagið stóð í 358 punktum. Álagið hefur síðan lækkað að nýju í þessari viku og stóð í 349 punktum í gærdag samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni. 1.12.2011 06:56
Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. 1.12.2011 06:50
Helstu seðlabankar koma til bjargar Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta. 1.12.2011 05:00
Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss, um að þeir ætli að bregðast vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála. 1.12.2011 00:42
Þrír í gæsluvarðhald Þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis voru í kvöld úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á viðskiptum bankans fyrir hrun. Er þeim haldið í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara. 1.12.2011 00:01
Sérfræðingur segir forrit fylgjast með notkun snjallsíma Sérfræðingur í öryggismálum farsíma heldur því fram að falinn hugbúnaður í stýrikerfum snjallsíma fylgist með notkun þeirra. 30.11.2011 22:00
Gæsluvarðhald samþykkt yfir einum - hafnað yfir öðrum Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara. Það er Jóhannes Baldursson fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni. 30.11.2011 21:09
Sérstakur saksóknari fer fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni Sérstakur saksóknari hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar hefur dómari fallist á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding. 30.11.2011 19:43
Lárus Welding úrskurðaður í gæsluvarðhald Einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um markaðsmisnotkun þegar hann starfaði hjá Glitni. Fulltrúar sérstaks saksóknara handtóku nokkra lykilstarfsmenn sem unnu hjá Glitni fyrir hrun í dag. 30.11.2011 18:30
Sextíu starfsmenn tóku þátt í handtökunum - 10 mál til rannsóknar Sérstakur saksóknari handtók og yfirheyrði fyrrum starfsmenn Glitnis eftir hádegi í dag en rannsókn embættisins snýr að lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. 30.11.2011 16:10
Rannsókn sérstaks: Íslandsbankamenn sendir í frí Forsvarsmenn Íslandsbanka segjast ekki geta tjáð sig um um rannsókn Sérstaks saksóknara á falli Glitnis Banka og skýrslutökur saksóknara yfir núverandi starfsmönnum bankans. 30.11.2011 16:31
Handtökur hjá sérstökum saksóknara Fulltrúar frá embætti sérstaks saksóknara handtóku og færðu menn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun hjá Glitni nú eftir hádegið. Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu. 30.11.2011 15:30
Hagvöxturinn verði 3,2% í ár Hagfræðideild Landsbankans telur að hagvöxtur á næstu árum muni fyrst og fremst byggja á fjárfestingu en ekki einkaneyslu eins og aðrir hafa lagt megináherslu á. Ársrit deildarinnar, Þjóðhagur, kom út í fyrsta sinn í dag. 30.11.2011 15:04
Seðlabankar heimsins taka höndum saman Nokkrir af stærstu seðlabönkum heimsins hafa tekið höndum saman í viðleitni sinni til sporna gegn slaka í hagkerfum heimsins. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu seðlabankanna, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Að yfirlýsingunni standa Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Kanada, Japans og Sviss. 30.11.2011 13:53
Nýtt eldgos norðan heiða Heimamenn á Akureyri hafa hafið framleiðslu á vodkagosinu Volcanic Energy. Fyrirtækið Eldfjallabrugg stendur að framleiðslunni og er meginmarkmið þess að vera leiðandi á sviði alco-pops drykkja, sem eru einnig nefndir gosbjór. 30.11.2011 11:45
S&P lækkar lánshæfiseinkunn 15 af stærstu bönkum heimsins Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn 15 af stærstu bönkum heimsins um eitt stig. 30.11.2011 10:29
Útflutningur á þjónustu jákvæður um 27,3 milljarða Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 108,6 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 81,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 27,3 milljarða króna. 30.11.2011 09:06
ÍLS hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá 2006 Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra er rúmir 19 milljarðar kr. 30.11.2011 08:59
Þjóðverjar geta bjargað Evrópu Þjóðverjar eru þeir einu sem eru í aðstöðu til þess að afstýra djúpri kreppu í Evrópu, segir Larry Elliot viðskiptaritstjóri The Guardian. 30.11.2011 08:37
Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lögfræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Aðalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál. 30.11.2011 08:30
Bjartsýni eykst meðal Íslendinga Íslendingar eru búnir að jafna sig á svartsýniskastinu sem var allsráðandi í októbermánuði ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í gær. Vísitalan hækkaði um 10 stig og mælist nú 62,9 stig. 30.11.2011 07:55
Ákváðu að stækka björgunarsjóð evrusvæðisins Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu á fundi sínum í gærdag að auka fjárhagslegan styrk björgunarsjóðs síns en vildu ekki nefna neinar tölur í því sambandi. 30.11.2011 07:45
Rekstrarhalli og skuldir Hólaskóla yfir 200 milljónum Uppsafnaður rekstrarhalli og aðrar skuldir Hólaskóla námu meira en 200 milljónum króna í lok síðasta árs. Að mati Ríkisendurskoðunar er brýnt að leysa þennan vanda. 30.11.2011 07:19
Vilja auka traust á aðgerðum Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. 30.11.2011 07:00
Yngstu milljarðamæringarnir koma úr hugbúnaðargeiranum Þrír yngstu milljarðamæringar heimsins eru allir brautryðjendur úr hugbúnaðargeiranum. Samkvæmt lista Forbes yfir 400 ríkustu menn heims er hinn 27 ára gamli Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, ríkastur þeirra sem eru undir fertugu. Hann er fjórtándi ríkasti maður heimsins en eignir hans eru metnar á 17,5 milljarða dollara, eða ríflega 2.000 milljarða króna. 29.11.2011 23:43
Seldi 10% í Apple fyrir 800 dollara Árið 1976 vildi Ronald Wayne, einn af stofnendum tölvurisans Apple, losa sig við sinn hlut í fyrirtækinu. Hann fékk því meðeigendur sína til að kaupa sig út úr fyrirtækinu. 29.11.2011 23:30
Óvissunni um Nubo létt en hann er enn spenntur fyrir Grímsstöðum Huang Nubo er tilbúinn að skoða tillögu um nýtingu lands á Grímsstöðum á Fjöllum ef tillaga þess efnis berst frá íslenskum stjórnvöldum eða landeigendum á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, átti spjall við Nubo í Kína fyrir nokkrum vikum. 29.11.2011 18:45