Fleiri fréttir

Atvinnuleysið var 6,6% í júlí

Atvinnuleysi á Íslandi mældist 6,6 prósent í júlí og lækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentustigum minna en á sama tíma í fyrra.

Segir markaðsóróa hafa takmörkuð áhrif hérlendis

Það mikla umrót sem verið hefur á erlendum fjármálamörkuðum undanfarið hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Staða hagkerfisins er gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun hvað þetta varðar.

Olíuverðið aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á uppleið, í takt við uppsveifluna á mörkuðum í gærdag og í morgun.

Íslandsbanki yfirtekur eignir Fasteignar

Íslandsbanki mun yfirtaka eignir Fasteignar sem ekki tilheyra sveitarfélögunum sem standa að félaginu. Leigueign Arion banka hf. í Borg­arnesi kann þó að verða undanskilin við yfirtökuna. Íslandsbanki mun jafnframt yfirtaka hluta af rekstrarláni félagsins, sem nemur samtals um einum milljarði kr. í hlutfalli við virkan eignarhlut bankans í Fasteign eftir útgöngu Álftaness og Garða­bæjar úr félaginu.

Sparisjóður Svarfdæla í opið söluferli

Bankasýsla ríkisins hefur ákveðið að setja 90% hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla í opið söluferli. Er sú ákvörðun tekin í samræmi við tillögu stjórnar sparisjóðsins og að fenginni heimild frá fjármálaráðuneyti. Salan er háð samþykki fjármálaráðherra og Fjármálaeftirlitsins. Fyrirkomulag sölu verður kynnt nánar innan skamms.

Credit Suisse í ráðgjöf um kaupin á Iceland

Verslunarkeðjan Morrison er um það bil að ráða svissneska stórbankann Credit Suisse til að vera sér til ráðgjafar við kaupin á Iceland Foods keðjunni. Þetta kemur fram í frétt í Financial Times í dag. Eins og kunnugt er hefur skilanefnd Landsbankans sett Iceland í söluferli og hljóðar verðmiðinn upp á 1,5 milljarð punda eða um 280 milljarða kr.

Bland í poka á Evrópumörkuðum

Nokkrar sveiflur hafa verið í fyrstu viðskiptum á mörkuðum í Evrópu í morgun. Flestir opnuðu í plús, fóru svo strax í rauðar tölur en eru aftur komnir í plús. Svo virðist sem skortsölubann í fjórum ESB ríkjum hafi ekki gert mikið til að róa markaðina.

Setja bann við skortsölu

Frakkar, Ítalir, Spánverjar og Belgar hafa sett bann við skortsölu á hlutabréfum í bönkum og öðrum fjármálafyirirtækjum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar mikilla sveiflna á virði bréfa af þessu tagi síðustu daga, sérstaklega í Frakklandi þar sem bankinn Sociale Generale hefur orðið einna verst úti.

Með draumatakti Dr. Dre

„Fartölvur eru í dag oft fyrstu hljómflutningsgræjur unglinga, en hljómgæði þeirra hafa ekki verið fullnægjandi. Því sérhannaði rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre hljóðkerfið Beats, svo tónlistin gæti notið sín sem best,“ segir Óskar sem í OK-búðinni selur Beats-heyrnatól og HP-tölvur með Beats-hljóðkerfi sem gerir tónlistarflutning í tölvum að unaðslegri upplifun.

Nýtt íslenskt merki

Start tölvuverslun fer af stað með sitt eigið vörumerki, Dreamware. Tölvurnar eru settar saman hjá Start eftir óskum viðskiptavina sem geta valið í tölvurnar á netinu.

Arion verður helsti bakhjarl Hörpu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa og Arion banki undirrituðu samning í dag þess efnis að Arion banki verði einn helsti bakhjarl þeirra viðburða sem Harpa mun standa fyrir.

Uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar

Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði að því er fram kemur í samantekt samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakana segir nóg komið.

Jarðboranir hf. í opið söluferli

Miðengi ehf., eigandi alls hlutafjár í Jarðborunum hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á allt að 100% hlut í Jarðborunum hf., sem er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði jarðhitaborana.

Wall Street í plús

Markaðir á Wall Street eru í plús í fyrstu viðskiptum dagsins. Dow Jones vísitalan er 1,7% í plús, Nasdag er 2,2% í plús og S&P 500 vísitalan er 1,6% í plús.

Risavaxinn IBM tæknitrukkur á leið til landsins

Nú gefst fólki í íslenskum upplýsingatækniiðnaði tækifæri á að skyggnast inn í nánustu framtíð því tæknitrukkur frá IBM er væntanlegur til landsins á vegum Nýherja í næstu viku.

Hafnfirðingar: Tæp sextíu prósent vilja stærra álver

Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan eru sammála um mikilvægi þess að mikil sátt ríki um starfsemi fyrirtækisins í bæjarfélaginu. Þá sýnir skoðanakönnun að bæjarbúar telja jákvætt að hafa álver starfandi í Hafnarfirði.

Hjón tóku bankaútibú eignarnámi

Hjónin Warren og Maureen Nyerges í borginni Naples í Flórída eru orðin að þjóðhetjum í Bandaríkjunum eftir að þau tóku eitt af bankaútibúum Bank of America eignarnámi en bankinn er stærsta banki Bandaríkjanna.

Metfjöldi farþega hjá Iceland Express

Tæplega níutíu og fimm þúsund farþegar flugu með Iceland Express í júlí sem er mesti farþegafjöldi í sögu Iceland Express í einum mánuði. Það er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætanýting var um 85 prósent á þessum tíma, sem er töluvert betri nýting en í fyrra.

Evrópa komin í rautt, dökkt útlit vestanhafs

Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið.

Metfjöldi farþega í einum mánuði

Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði en í júlí síðastliðnum, en tæplega 95 þúsund farþegar flugu með fyrirtækinu í mánuðinum. Það er 24 prósenta aukning á farþegafjölda frá sama mánuði í fyrra.

IFS greining spáir óbreyttum stýrivöxtum

Þrátt fyrir að raunstýrivextir séu neikvæðir þá telur IFS greining að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum og bíði eftir hagvaxtatölum fyrir annan ársfjórðung.

Toshiba-tölvur eru vinsælastar hjá ELKO

ELKO er stærsta rafvöruverslun landsins og selur margar tegundir fartölva. ELKO er með viðskiptasamning við raftækjakeðjuna Dixons sem rekur meðal annars Elkjop í Noregi. Með þátttöku í þessari raftækjakeðju er stu

Tölvudjásn HP í Evrópu

OK-búðin við Höfðabakka er gimsteinn í krúnu HP-búða Evrópu. Þar mætir fólki notalegheit og persónuleg þjónusta við val á framúrskarandi tölvum.

HP eru mest seldu tölvur í heimi

Í meira en aldarfjórðung hafa Opin kerfi séð íslenskum tölvunotendum fyrir hágæða HP-tölvum, en þær njóta einmitt mestra vinsælda heimsbúa.

Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru

Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku.

76 milljarða skuldir SpKef færðar í Landsbankann

Alls voru 76 milljarða króna skuldir færðar frá SpKef yfir til Landsbankans þegar sparisjóðnum var rennt inn í bankann. Samkvæmt mati Landsbankans á virði eigna sjóðsins er eigið fé hans neikvætt um rúma 30 milljarða króna og eignir hans því metnar þar um 46 milljarða króna virði. Það er helmingi minna en þær voru metnar á í síðasta birta ársreikningi sjóðsins.

N1 tapaði tæpum 12 milljörðum í fyrra

Olíufélagið N1 tapaði 11,8 milljörðum kr. á síðasta ári. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2009 þegar félagið skilaði 277 milljónum kr. í hagnað.

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað frá því í gærdag. Álagið mælist nú 252 punktar samkvæmt CMA og Bloomberg fréttaveitunni og birt er á vefsíðunni keldan.is.

Gullverðið rauf 1.800 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli fór yfir 1.800 dollara á únsuna snemma í morgun. Hækkunin hefur síðan gengið aðeins til baka og stendur únsan nú í rúmum 1.780 dollurum.

Markaðir í Asíu á rólegu nótunum

Markaðir í Asíu enduðu daginn á rólegu nótunum. Nikkei vísitalan í Japan endaði í mínus 0,7% en við upphaf viðskipta í nótt féll vísitalan um rúm 2%.

Fiskvinnslan aftur til sölu á Flateyri

Byggðastofnun er þessa dagana að taka við þeim eignum sem henni eru veðsettar úr höndum skiptastjóra þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Það er meginþorri eignanna og nægir til að hefja fiskvinnslu á Flateyri eins og hún var áður.

Stór hluti Landsbanka seldur

Ríkisstjórnin íhugar að selja um 18,7% hlut í Landsbanka Íslands. Hlutur þessi er sem stendur í vörslu skilanefndar gamla bankans og ætti að mestu leyti að renna til ríkisins, þegar væntanlegt uppgjör verður milli gömlu og nýju bankanna, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Með þeirri eignaraukningu yrði Landsbankinn nær eingöngu í ríkiseigu.

Mikil lækkun á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Apple framleiðir alls ekki iPhone

Það kann að koma sumum á óvart en Apple fyrirtækið framleiðir alls ekki iPhone. Hlutirnir sem síminn samanstendur af eru ekki framleiddir af Apple verksmiðjunum, né heldur er hlutunum raðað saman í heildstæðan síma í Apple verksmiðjum. Um þetta er fjallað ítarlega í tímaritinu The Economist.

Lítið þarf til að hræða fjárfesta

Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Sjá næstu 50 fréttir