Viðskipti innlent

Veruleg fækkun á þinglýstum leigusamningum

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði á landinu var 687 í febrúar 2011 og fækkar þeim um 22,3% frá janúar 2011 og um 7,3% frá febrúar 2010.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrá Íslands sem hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í febrúar 2011.

Breytingin milli ára á höfuðborgarsvæðinu er fækkun samninga  um tæp 8% en milli mánaða er fækkunin 16,6%.

Á einu landsvæði, Austfjörðum, er aukning milli ára upp á 200% en þess bera að geta að á bak við þá aukningu eru aðeins sex samningar. Mesta fækkunin er á Vestfjörðum eða 28,6% en að baki þeirri fækkun eru aðeins tveir samningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×