Viðskipti innlent

Íslandsmet slegið í bensínverði

Bensínverð í dag Eldsneytisverð rauf 230 króna múrinn í gær þegar olíufélögin hækkuðu lítraverðið um fimm krónur. fréttablaðið/pjetur
Bensínverð í dag Eldsneytisverð rauf 230 króna múrinn í gær þegar olíufélögin hækkuðu lítraverðið um fimm krónur. fréttablaðið/pjetur
Olíufélögin hækkuðu bensínverðið um fimm krónur lítrann í gærmorgun. Kostar nú lítrinn af 95 oktana bensíni í kringum 232 krónur hjá þeim öllum. Lítrinn af dísilolíu kostar um 237 krónur. Atlantsolía rukkar um 227 krónur á lítrann af 95 oktana bensíni.

„Nú er búið að ná þeim mörkum sem almenningur virðist hafa getu og þol til að una við,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Við skorum á stjórnvöld að grípa hratt og örugglega til aðgerða. Þetta er farið að skaða samfélagið og við sjáum að umferð er farin að dragast saman. Og þeir sem koma verst út úr þessum hækkunum eru barnafjölskyldur og þeir sem þurfa að sækja sér þjónustu um langan veg.“

Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu ákveða á næstunni hvort nýta eigi varabirgðir af olíu til þess að hægja á þeim hröðu hækkunum sem hafa verið á heimsmarkaðsverði á olíu að undanförnu. Ákvörðunin mun meðal annars byggja á magni innflutnings af hráolíu til Bandaríkjanna.

Verð á hráolíu lækkaði þó í gær í kjölfar yfirlýsinga frá samtökum olíuframleiðsluríkja um að þau ætluðu hugsanlega að auka framleiðslu sína. - sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×