Viðskipti innlent

Mamman ræður íbúðakaupum á Norðurlöndunum

Í kjarnafjölskyldum á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi,  er það mamman sem ræður því hvaða íbúð/hús fjölskyldan festir kaup á.  Þetta er niðurstaða umfangsmikillar könnunnar sem samtök norræna fasteignasala hafa gert.

Samkvæmt könnuninni ræður mamman íbúðakaupunum á Íslandi í 75% tilvika. Næst á eftir kemur fjölskyldan í heild ( 15%) , síðan pabbinn (rúm 5%) og að síðustu barnið (tæp 5%).

Þessar tölur eru sambærilegar við hin Norðurlöndin hvað hlutdeild mömmunnar varðar. Í Noregi ræður mamman í 77% tilvika en í Svíþjóð og Danmörku er hlutfallið 71%. Hinsvegar eru fleiri ákvarðanir teknar af fjölskyldunni í heild á hinum Norðurlöndunum og færri af barninu. Tekið skal fram að aldur barns réð nokkru um hlutfallið, því eldra/eldri sem börnin voru því meir höfðu þau að segja.

Í  þessari könnun tóku hátt í 3.000 fasteignasalar þátt í fyrrgreindum fjórum löndum, þar af tæplega 1.900 í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×