Sameina á fjórum stöðum 8. mars 2011 06:15 Í stapa Frá kynningu á samruna SpKef og Landsbankans. Einar Hannesson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SpKef, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sátu fyrir svörum. Fréttablaðið/valli Engar breytingar verða næstu daga á rekstri eða starfsmannahaldi Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) sem í gær rann inn í Landsbankann, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Þegar hefur þó verið ákveðið að sameina útibú þar sem bæði Landsbankinn og SpKef hafa verið með starfsemi, í Reykjanesbæ, Ólafsvík, Grindavík og á Ísafirði. „Við ætlum að flýta okkur. En flýta okkur samt hægt," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann segist vonast til að næstu skref skýrist á allra næstu dögum. Samruni SpKef og Landsbankans var kynntur starfsmönnum í gærmorgun og svo á blaðamannafundi klukkan tíu. Þar sátu fyrir svörum Einar Hannesson, fyrrum sparisjóðsstjóri SpKef, Steinþór og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steinþór áréttaði í kynningu sinni að samruninn hefði átt sér skamman aðdraganda og því væri þó nokkrum spurningum ósvarað. Þannig hafi til dæmis ekki verið ákveðið nákvæmlega hvernig staðið verði að sameiningu á þeim stöðum þar sem hún hafi þegar verið ákveðin. Þá sagði hann bankann hafa nokkra reynslu af hagræðingu og niðurlagningu útibúa og kvað mildilega verða gengið til þeirra verka líkt og áður hjá bankanum. Hann sagði alla starfsmenn sparisjóðsins nú vera Landsbankafólk, alla með sömu réttindi og skyldur. „Og þegar kemur að því að hagræða eru allir undir sama hatt settir," sagði hann, en kvað um leið í skoðun hvort flytja mætti störf í Reykjanesbæ til að mæta niðurskurði þar. Steinþór sagði öll útibú verða opin samkvæmt venju. Þá yrðu reikningar og reikningsnúmer óbreytt fyrst um sinn. Að mati Steinþórs eru hins vegar í samrunanum tækifæri til hagræðingar, svo sem á sviði upplýsingatækni. „Við erum í þessum bransa, störfum um allt land og ætlum að vera hreyfiafl í landinu og ætlum að nýta okkar styrk og getu til þess að þjóna Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum." SpKef var sameinaður úr fjórum eldri sparisjóðum, í Keflavík, Sparisjóði Vestfirðinga, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Ólafsvíkur. Afgreiðslustaðir SpKef hafa til þessa verið 16, á Suðurnesjum, Vestfjörðum, Hvammstanga og Ólafsvík. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á kynningarfundinum í gær að ekki hafi verið forsvaranlegt að bjarga SpKef, fyrirséður kostnaður ríkisins af því hefði nálgast 20 milljarða króna. Auk kostnaðar sagði Steingrímur efasemdir um að SpKef hefði eftir björgun burði til að leika „móðurhlutverk" í sparisjóðakerfinu sem sjóðnum var ætlað orðið til þess að ákveðið var að láta reyna á samruna við Landsbankann. Þetta hafi verið orðið ljóst þegar hann lagði málið fyrir ríkisstjórn síðastliðinn þriðjudag. „Í öllu falli sparar þetta ríkinu yfir átta milljarða króna í eiginfjárframlagi inn í nýja fjármálastofnun og það munar um minna," sagði hann og kvað nóg að gert fyrir ríkið að jafna mun eigna og skulda í sparisjóðnum, líkt og alltaf hefði samt verið gert. Sá kostnaður nemur samkvæmt nýjasta mati 11,2 milljörðum króna. „Ríkið hefði alltaf þurft að axla á því ábyrgð að verja þessar innstæður. Í þeim efnum verður ekki allt í einu snúið við blaðinu," sagði Steingrímur. Fjármálaráðherra sagði samruna SpKef og Landsbankans ekki hafa áhrif á stöðu annarra sparisjóða eða hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar hvað varði hlutverk sparisjóða í fjármálakerfi landsins. Brýnt sé hins vegar að rannsaka aðdraganda erfiðleika sparisjóðanna líkt og gert hafi verið vegna stóru bankanna. „Í næstu viku afgreiðir Alþingi vonandi lög um rannsóknarnefndir og liggur þá þegar ákvörðun um að málefni sparisjóðanna fari í rannsókn á grundvelli þeirra laga." olikr@frettabladid.is Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Engar breytingar verða næstu daga á rekstri eða starfsmannahaldi Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) sem í gær rann inn í Landsbankann, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Þegar hefur þó verið ákveðið að sameina útibú þar sem bæði Landsbankinn og SpKef hafa verið með starfsemi, í Reykjanesbæ, Ólafsvík, Grindavík og á Ísafirði. „Við ætlum að flýta okkur. En flýta okkur samt hægt," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann segist vonast til að næstu skref skýrist á allra næstu dögum. Samruni SpKef og Landsbankans var kynntur starfsmönnum í gærmorgun og svo á blaðamannafundi klukkan tíu. Þar sátu fyrir svörum Einar Hannesson, fyrrum sparisjóðsstjóri SpKef, Steinþór og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Steinþór áréttaði í kynningu sinni að samruninn hefði átt sér skamman aðdraganda og því væri þó nokkrum spurningum ósvarað. Þannig hafi til dæmis ekki verið ákveðið nákvæmlega hvernig staðið verði að sameiningu á þeim stöðum þar sem hún hafi þegar verið ákveðin. Þá sagði hann bankann hafa nokkra reynslu af hagræðingu og niðurlagningu útibúa og kvað mildilega verða gengið til þeirra verka líkt og áður hjá bankanum. Hann sagði alla starfsmenn sparisjóðsins nú vera Landsbankafólk, alla með sömu réttindi og skyldur. „Og þegar kemur að því að hagræða eru allir undir sama hatt settir," sagði hann, en kvað um leið í skoðun hvort flytja mætti störf í Reykjanesbæ til að mæta niðurskurði þar. Steinþór sagði öll útibú verða opin samkvæmt venju. Þá yrðu reikningar og reikningsnúmer óbreytt fyrst um sinn. Að mati Steinþórs eru hins vegar í samrunanum tækifæri til hagræðingar, svo sem á sviði upplýsingatækni. „Við erum í þessum bransa, störfum um allt land og ætlum að vera hreyfiafl í landinu og ætlum að nýta okkar styrk og getu til þess að þjóna Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum." SpKef var sameinaður úr fjórum eldri sparisjóðum, í Keflavík, Sparisjóði Vestfirðinga, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Ólafsvíkur. Afgreiðslustaðir SpKef hafa til þessa verið 16, á Suðurnesjum, Vestfjörðum, Hvammstanga og Ólafsvík. Fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á kynningarfundinum í gær að ekki hafi verið forsvaranlegt að bjarga SpKef, fyrirséður kostnaður ríkisins af því hefði nálgast 20 milljarða króna. Auk kostnaðar sagði Steingrímur efasemdir um að SpKef hefði eftir björgun burði til að leika „móðurhlutverk" í sparisjóðakerfinu sem sjóðnum var ætlað orðið til þess að ákveðið var að láta reyna á samruna við Landsbankann. Þetta hafi verið orðið ljóst þegar hann lagði málið fyrir ríkisstjórn síðastliðinn þriðjudag. „Í öllu falli sparar þetta ríkinu yfir átta milljarða króna í eiginfjárframlagi inn í nýja fjármálastofnun og það munar um minna," sagði hann og kvað nóg að gert fyrir ríkið að jafna mun eigna og skulda í sparisjóðnum, líkt og alltaf hefði samt verið gert. Sá kostnaður nemur samkvæmt nýjasta mati 11,2 milljörðum króna. „Ríkið hefði alltaf þurft að axla á því ábyrgð að verja þessar innstæður. Í þeim efnum verður ekki allt í einu snúið við blaðinu," sagði Steingrímur. Fjármálaráðherra sagði samruna SpKef og Landsbankans ekki hafa áhrif á stöðu annarra sparisjóða eða hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar hvað varði hlutverk sparisjóða í fjármálakerfi landsins. Brýnt sé hins vegar að rannsaka aðdraganda erfiðleika sparisjóðanna líkt og gert hafi verið vegna stóru bankanna. „Í næstu viku afgreiðir Alþingi vonandi lög um rannsóknarnefndir og liggur þá þegar ákvörðun um að málefni sparisjóðanna fari í rannsókn á grundvelli þeirra laga." olikr@frettabladid.is
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira