Viðskipti innlent

Raungengi krónunnar lækkar áfram

Líkt og reikna mátti með lækkaði raungengi krónunnar þriðja mánuðinn í röð nú í febrúar síðastliðnum. Að þessu sinni nam lækkunin 0,8% milli mánaða og er gildi þess komið niður í 74,5 stig en það hefur ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þetta endurspegli einkum lækkunina á nafngengi krónunnar á sama tíma sem lækkaði um 1,6% milli mánaða sé miðað við vísitölu meðalgengis.

Á sama tíma hækkaði verðlag um 1,2% samkvæmt vísitölu neysluverðs sem vó nokkuð upp á móti áhrifum nafngengis á raungengi á tímabilinu en verðlagshækkunin var nokkuð meiri hér en í helstu viðskiptalöndum Íslands.

Þetta kemur fram í tölum sem Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×