Viðskipti innlent

Dæmdur í 25 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjanes hefur dæmt framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis til að greiða 25 milljónir kr. í sekt vegna umfangsmikils skattlagabrots. Jafnframt var framkvæmdastjórinn dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar en hún er skilorðbundin.

Skattlagabrotin voru framin árið 2008 en þau snúast um að framkvæmdastjórinn stóð ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum að upphæð rúmlega 12 milljónir kr.  Í dóminum segir að þar sem framkvæmdastjórinn hafi játað brot sín og hafi ekki áður sætt refsingu „sem máli skiptir“ eins og það er orðað þyki rétt að fangelsisdómurinn sé skilorðbundinn.

Hinsvegar segir í dómsorðum að framkvæmdastjórinn hafi fjögurra vikna frest til að gera skil á 25 milljón kr. sektinni en sæti ella þriggja mánaða fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×