Viðskipti innlent

Íslenski bílaflotinn að verða sá elsti í Evrópu

Almenningur í landinu keypti aðeins fimm nýja bíla á dag á síðasta ári og stefnir íslenski bílaflotinn hraðbyri að því að verða sá elsti í Evrópu.

Rétt liðlega þrjú þúsund jeppar og fólksbílar voru keyptir hér á landi í fyrra og þar af keyptu bílaleigur tæpann helming.

Hinsvegar þyrfti að skrá 12 til 14 þúsund nýja bíla á ári til að meðalaldurinn standi í stað, eða ríflega fjórum sinnum fleiri bíla en keyptir voru í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×