Viðskipti innlent

Tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Inspired by Iceland-vefurinn er tilnefndur fyrir bestu markaðsherferðina.
Inspired by Iceland-vefurinn er tilnefndur fyrir bestu markaðsherferðina.
Íslensku vefverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói á föstudaginn. Þessi eftirsóttu verðlaun eru nú afhent í tíunda sinn en verðlaunahátíðin er jafnframt uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa.

Fyrr í dag voru tilkynndar tilnefningar til verðlauna í sjö flokkum en einnig verða afhent verðlaun í fjórum flokkum til viðbótar, Besta hönnunin, Frumlegasti vefurinn, Athyglisverðasti vefurinn að mati félaga í SVEF og Besti vefur Íslands 2010.

Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum valdi þá vefi sem komast í úrslit í hinum flokkunum:

Besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með færri en 50 starfsmenn

butik.is


icelandnaturally.com


lslegal.is


meniga.com


northsailing.is


Besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með yfir 50 starfsmenn

icelandair.is


legendsofvalhalla.com


nova.is


ring.is


stod2.is


Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn

datamarket.com


ja.is


listasafnreykjavikur.is


meniga.is


skogur.is


Besti afþreyingar- og fréttavefurinn

bestulogin.siminn.is


gitargrip.is


pressan.is


sport.is


stjornuskodun.is


Besta blogg/efnistök/myndefni

cafesigrun.com


climbing.is


gillz.is


helginn.is


RavingRavens.com


Besti hand-smátækja vefurinn

m.ja.is


l.is


m.meniga.is


m.nova.is

m3.visir.is


Besta markaðsherferðin

ring.is

hlaupastyrkur.is


icelandwantstobeyourfriend.com


inspiredbyiceland.is


karlarogkrabbamein.is




Íslensku vefverðlaunin eru haldin með það að markmiði að efla vefiðnaðinn, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Dagskráin á föstudag hefst klukkan 18 með fyrirlestri Simon Collison (colly.com) sem er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag. Simon mun ræða um stöðu og framtíðarsýn vefiðnaðarins. Að því loknu mun hann afhenda verðlaunin. Aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×