Viðskipti innlent

Skaðabótamáli gegn Arion vísað frá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.
Hæstiréttur vísaði í dag frá stefnu manns sem krafðist skaðabóta af Arion banka vegna rýrnunar á fjármunum sem voru í fjárvörslu og eignastýringu hjá Kaupþingi og síðar Arion. Maðurinn taldi að rýrnun fjármunanna mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Arion banka og starfsmanna hans.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði meðal annars ekki gert grein fyrir því tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir eða í hverju hin meintu brot höfðu verið fólgin né hvenær þau voru framin. Bótagrundvöllur hafi verið talinn vanreifaður og óljós og maðurinn ekki talinn hafa leitt líkur að því að hann hefði orðið fyrir bótaskyldu tjóni þannig að nægði til höfðunar skaðabótamáls.

Hæstiréttur staðfesti því niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði vísað málinu frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×