Viðskipti innlent

Reglur um sölu eigna ríkisins

Eru þetta viðbrögð við ábendingum umboðsmanns Alþingis, sem frá því eftir hrun hefur lýst áhyggjum af því að stjórnsýslan í þessum efnum sé ekki í samræmi við lög.
Eru þetta viðbrögð við ábendingum umboðsmanns Alþingis, sem frá því eftir hrun hefur lýst áhyggjum af því að stjórnsýslan í þessum efnum sé ekki í samræmi við lög. Mynd/Anton Brink
Ríkisstjórnin hyggst skipa starfshóp til að yfirfara hvort jafnræði og gagnsæi við sölu á fyrirtækjum eða hlutum í fyrirtækjum í beinni eða óbeinni eigu ríkisins sé tryggt nægilega í lögum og reglum. Eru þetta viðbrögð við ábendingum umboðsmanns Alþingis, sem frá því eftir hrun hefur lýst áhyggjum af því að stjórnsýslan í þessum efnum sé ekki í samræmi við lög.

Í nýlegu bréfi frá umboðsmanni segir að kvartanir hafi borist á meðferð Seðlabankans á vátryggingarfélagi, sem er Sjóvá. Starfshópurinn á einnig að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða reglur um lífeyrissjóði til þess að tryggja að sömu grundvallarreglur gildi um ráðstöfun eigna á vegum sjóðanna og hjá ríkinu. - gar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×