Viðskipti innlent

Íslandsbanki endurreiknar húsnæðislán

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Íslandsbanki mun, í samræmi við nýsett lög frá Alþingi, endurreikna húsnæðislán einstaklinga í erlendri mynt með veði í eigin íbúðarhúsnæði og breyta þeim í húsnæðislán í íslenskum krónum.

Bankinn mun ganga lengra en lögin segja til um og endurreikna öll erlend lán með veði í íbúðarhúsnæði, burt séð frá hvort um eigið íbúðarhúsnæði er að ræða eða ekki, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Flest lán munu við þetta lækka á bilinu 25-40%. Lækkunin veltur á myntsamsetningu lánsins, hvenær það var tekið og hversu mikið hefur verið greitt af því, að því er fram kemur í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×