Millifærði eftir ávarp Geirs Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2011 18:41 Millifærslur samtals upp á tæplega fimmtán milljarða króna frá Landsbankanum yfir til Straums annars vegar og MP banka hins vegar daginn sem neyðarlögin voru sett voru gerð eftir lokun stórgreiðslukerfis Seðlabankans og var kerfinu haldið opnu með leyfi bankastjórnar Seðlabankans. Sérstakur saksóknari eru nú að rannsaka hvort að tvær millifærslur af reikningi Landsbankans hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, falli undir skilasvik samkvæmt 250. gr. almennra hegningarlaga. Þ.e að peningarnir sem voru millifærðir hafi á þeim tímapunkti tilheyrt kröfuhöfum bankans og á þeim hafi verið brotinn réttur með millifærslunum. Annars vegar var þetta 7,2 milljarða króna millifærsla til Straums og hins vegar 7,4 milljarða króna sem fóru til MP banka. Þessi rannsókn er einn angi af stærri sakamálarannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun.Framkvæmdar eftir lokun stórgreiðslukerfis Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru báðar millifærslurnar, samtals 14,6 milljarðar króna, framkvæmdar eftir lokun stórgreiðslukerfis Seðlabankans, klukkan fimm þennan dag. Þetta mun hafa komið fram í gögnum úr stórgreiðslukerfi bankans. Millifærslurnar áttu sér því stað eftir ávarp Geirs H. Haarde klukkan fjögur sama dag þegar hann tilkynnti þjóðinni um neyðarlögin og bað Guð um að blessa Ísland. Samkvæmt heimildum fréttastofu innan úr Seðlabanka Íslands gerðist það af og til að stórgreiðslukerfinu var haldið opnu lengur en reglur mæltu fyrir um og var það þá gert með samþykki bankastjórnar, en ábyrgð á stórgreiðslukerfinu var hjá fjármálasviði bankans. Mun kerfinu hafa verið haldið opnu einstaka sinnum þegar mikil viðskipti voru ókláruð í kerfinu. Í framkvæmd mun samþykki eins af seðlabankastjórunum þremur hafa verið látið duga í tilvikum sem þessum, en hinn 6. október voru Davíð Oddsson, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar. Ekki hefur fengist upp gefið hver bankastjóranna gaf samþykki sitt í umræddu tilviki. Eftir því sem fréttastofa kemst næst beinist rannsókn sérstaks saksóknara enn að Landsbankanum eingöngu og hefur embættið ekki til rannsóknar hvort Seðlabankinn hafi brotið lög eða reglur með því að halda kerfinu opnu lengur en til klukkan fimm þennan dag. Dregið á lánalínu og uppgjör vegna „ástarbréfa" Samkvæmt heimildum fréttastofu munu þær skýringar hafa verið gefnar á millifærslunum til Straums að um hafi verið að ræða lánalínu sem bankinn hafi dregið á. Í tilviki MP banka var um að ræða uppgjör á samningi vegna svokallaðra endurhverfra viðskipta, sem í almennri umræðu hafa verið nefnd „ástarbréf." Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur embætti sérstaks saksóknara yfirheyrt Styrmi Þór Bragason, fyrrverandi forstjóra MP banka, Jóhann Tómas Sigurðsson, yfirmann lögfræðisviðs bankans og Margeir Pétursson, fyrrverandi stjórnarformann MP banka, en þeir munu allir vera vitni í málinu. Reglum Seðlabankans um millifærslur í stórafgreiðslukerfi var breytt eftir hrun og bankanum gefið vald til að stöðva fyrirvaralaust millifærslur sem gætu ógnað stöðugleika eða skapað hættu. Slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn millifærði umrædda 14,6 milljarða af reikningi sínum hjá Seðlabankanum, sama dag og neyðarlögin voru sett. Tengdar fréttir 35 milljarða viðskipti til rannsóknar Sérstakur saksóknari gerði í gær húsleitir á fimm stöðum, meðal annars í Seðlabanka Íslands, og handtók fjóra fyrrverandi starfsmenn Landsbankans vegna rannsóknar á 35 milljarða viðskiptum sem Landsbankinn átti 6. október 2008, daginn áður en bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. 21. janúar 2011 00:01 Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. 20. janúar 2011 13:04 Seðlabankamenn yfirheyrðir hjá sérstökum saksóknara Nokkrir starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa mætt til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á málefnum Landsbankans, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 27. janúar 2011 11:15 Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46 Seðlabankann skorti heimildir til að stöðva útgreiðslu á hrundegi Reglum Seðlabankans um millifærslur í stórafgreiðslukerfi var breytt eftir hrun og bankanum gefið vald til að stöðva fyrirvaralaust millifærslur sem gætu ógnað stöðugleika eða skapað hættu. Slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn millifærði rúma 15 milljarða hjá Seðlabankanum, sama dag og neyðarlögin voru sett. 21. janúar 2011 17:22 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Millifærslur samtals upp á tæplega fimmtán milljarða króna frá Landsbankanum yfir til Straums annars vegar og MP banka hins vegar daginn sem neyðarlögin voru sett voru gerð eftir lokun stórgreiðslukerfis Seðlabankans og var kerfinu haldið opnu með leyfi bankastjórnar Seðlabankans. Sérstakur saksóknari eru nú að rannsaka hvort að tvær millifærslur af reikningi Landsbankans hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, falli undir skilasvik samkvæmt 250. gr. almennra hegningarlaga. Þ.e að peningarnir sem voru millifærðir hafi á þeim tímapunkti tilheyrt kröfuhöfum bankans og á þeim hafi verið brotinn réttur með millifærslunum. Annars vegar var þetta 7,2 milljarða króna millifærsla til Straums og hins vegar 7,4 milljarða króna sem fóru til MP banka. Þessi rannsókn er einn angi af stærri sakamálarannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun.Framkvæmdar eftir lokun stórgreiðslukerfis Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru báðar millifærslurnar, samtals 14,6 milljarðar króna, framkvæmdar eftir lokun stórgreiðslukerfis Seðlabankans, klukkan fimm þennan dag. Þetta mun hafa komið fram í gögnum úr stórgreiðslukerfi bankans. Millifærslurnar áttu sér því stað eftir ávarp Geirs H. Haarde klukkan fjögur sama dag þegar hann tilkynnti þjóðinni um neyðarlögin og bað Guð um að blessa Ísland. Samkvæmt heimildum fréttastofu innan úr Seðlabanka Íslands gerðist það af og til að stórgreiðslukerfinu var haldið opnu lengur en reglur mæltu fyrir um og var það þá gert með samþykki bankastjórnar, en ábyrgð á stórgreiðslukerfinu var hjá fjármálasviði bankans. Mun kerfinu hafa verið haldið opnu einstaka sinnum þegar mikil viðskipti voru ókláruð í kerfinu. Í framkvæmd mun samþykki eins af seðlabankastjórunum þremur hafa verið látið duga í tilvikum sem þessum, en hinn 6. október voru Davíð Oddsson, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar. Ekki hefur fengist upp gefið hver bankastjóranna gaf samþykki sitt í umræddu tilviki. Eftir því sem fréttastofa kemst næst beinist rannsókn sérstaks saksóknara enn að Landsbankanum eingöngu og hefur embættið ekki til rannsóknar hvort Seðlabankinn hafi brotið lög eða reglur með því að halda kerfinu opnu lengur en til klukkan fimm þennan dag. Dregið á lánalínu og uppgjör vegna „ástarbréfa" Samkvæmt heimildum fréttastofu munu þær skýringar hafa verið gefnar á millifærslunum til Straums að um hafi verið að ræða lánalínu sem bankinn hafi dregið á. Í tilviki MP banka var um að ræða uppgjör á samningi vegna svokallaðra endurhverfra viðskipta, sem í almennri umræðu hafa verið nefnd „ástarbréf." Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur embætti sérstaks saksóknara yfirheyrt Styrmi Þór Bragason, fyrrverandi forstjóra MP banka, Jóhann Tómas Sigurðsson, yfirmann lögfræðisviðs bankans og Margeir Pétursson, fyrrverandi stjórnarformann MP banka, en þeir munu allir vera vitni í málinu. Reglum Seðlabankans um millifærslur í stórafgreiðslukerfi var breytt eftir hrun og bankanum gefið vald til að stöðva fyrirvaralaust millifærslur sem gætu ógnað stöðugleika eða skapað hættu. Slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn millifærði umrædda 14,6 milljarða af reikningi sínum hjá Seðlabankanum, sama dag og neyðarlögin voru sett.
Tengdar fréttir 35 milljarða viðskipti til rannsóknar Sérstakur saksóknari gerði í gær húsleitir á fimm stöðum, meðal annars í Seðlabanka Íslands, og handtók fjóra fyrrverandi starfsmenn Landsbankans vegna rannsóknar á 35 milljarða viðskiptum sem Landsbankinn átti 6. október 2008, daginn áður en bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. 21. janúar 2011 00:01 Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. 20. janúar 2011 13:04 Seðlabankamenn yfirheyrðir hjá sérstökum saksóknara Nokkrir starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa mætt til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á málefnum Landsbankans, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 27. janúar 2011 11:15 Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46 Seðlabankann skorti heimildir til að stöðva útgreiðslu á hrundegi Reglum Seðlabankans um millifærslur í stórafgreiðslukerfi var breytt eftir hrun og bankanum gefið vald til að stöðva fyrirvaralaust millifærslur sem gætu ógnað stöðugleika eða skapað hættu. Slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn millifærði rúma 15 milljarða hjá Seðlabankanum, sama dag og neyðarlögin voru sett. 21. janúar 2011 17:22 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
35 milljarða viðskipti til rannsóknar Sérstakur saksóknari gerði í gær húsleitir á fimm stöðum, meðal annars í Seðlabanka Íslands, og handtók fjóra fyrrverandi starfsmenn Landsbankans vegna rannsóknar á 35 milljarða viðskiptum sem Landsbankinn átti 6. október 2008, daginn áður en bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. 21. janúar 2011 00:01
Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. 20. janúar 2011 13:04
Seðlabankamenn yfirheyrðir hjá sérstökum saksóknara Nokkrir starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa mætt til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á málefnum Landsbankans, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 27. janúar 2011 11:15
Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46
Seðlabankann skorti heimildir til að stöðva útgreiðslu á hrundegi Reglum Seðlabankans um millifærslur í stórafgreiðslukerfi var breytt eftir hrun og bankanum gefið vald til að stöðva fyrirvaralaust millifærslur sem gætu ógnað stöðugleika eða skapað hættu. Slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn millifærði rúma 15 milljarða hjá Seðlabankanum, sama dag og neyðarlögin voru sett. 21. janúar 2011 17:22