Viðskipti innlent

Nýherji hagnaðist um 321 milljón króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er ánægður með rekstrarafkomuna. Mynd/ E. Ól.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er ánægður með rekstrarafkomuna. Mynd/ E. Ól.
Hagnaður af rekstri Nýherja nam 321 milljónum króna á síðasta ári samvkæmt ársuppgjöri. Þetta er töluverður viðsnúningur frá árinu á undan en þá nam tap af rekstri 686 milljónum króna. EBITDA var 518 milljónir króna á árinu, þar af 190 milljónir króna í fjórða ársfjórðungi.

Samkvæmt fréttatilkynningu námu heildartekjur Nýherjasamstæðunnar voru 14.261 milljónir króna og stóðu í stað milli ára. Eigið fé í árslok var 2.420 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall nú 30,3%, en var 13,2% um síðustu áramót.

„Afkoma af rekstri félagsins batnaði stöðugt er leið á árið, var mjög góð í fjórða ársfjórðungi. Nýherji er í mjög góðri stöðu til að vinna áfram að vandasömum verkefnum fyrir sína viðskiptavini," segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×