Viðskipti innlent

Landsbankinn gerir ráð fyrir 25 punkta stýrivaxtalækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 0,25% á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 2. febrúar næstkomandi.

Hagfræðideildin bendir á að á þeim tíma sem liðið hefur frá ákvörðuninni hafi verðbólga vissulega hjaðnað hraðar en væntingar stóðu til um og mælist hún nú 1,8%, töluvert undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Þar skiptir þó mestu áhrif lækkunar vísitölunnar vegna niðurfellingar útvarpsgjalds úr vísitölunni og tímabundin útsöluáhrif í janúarmánuði. Raunstýrivextir hafi því hækkað talsvert frá síðustu vaxtaákvörðun sem auki aðhaldsstig peningastefnunnar.

Á móti vegi að gengi krónunnar hafi veikst umtalsvert á sama tímabili, en gengisvísitalan hafi hækkað um 4% frá því vöxtum var síðast breytt, þar af um 2,7% frá áramótum. Lítil velta sé hinsvegar á gjaldeyrismarkaði og þurfi því lágar upphæðir til að hreyfa við krónunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×