Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Fara vextirnir því niður í 6,25% og hafa ekki verið lægri síðan árið 2004. Nánar verður greint frá ákvörðuninni á fundi bankastjórnar Seðlabankans klukkan 11. Lækkun er í takt við spár greiningardeild bankanna. 22.9.2010 08:59 Rekstur Kópavogsbæjar skilaði hálfum milljarði í afgang Rekstur Kópavogsbæjar skilaði rúmlega 500 milljóna kr. afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í óendurskoðuðu og ókönnuðu uppgjör Kópavogsbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010 sem sent hefur verið til Kauphallarinnar. 22.9.2010 08:51 Þriðja endurskoðun fyrir Ísland komin á vefsíðu AGS Tilkynning um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands hefur verið sett á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Dagsetningin er 29. september næstkomandi. 22.9.2010 08:30 Nýtt bankahneyksli í Vatikaninu Bankastjóri Vatikansbankans sætir nú opinberri rannsókn á Ítalíu vegna gruns um að bankinn eigi aðild að peningaþvætti. 22.9.2010 08:10 Google: Frelsi minnkar og ritskoðun eykst á netinu Talsmenn Google leitarvélarinnar segja að sífellt sé verið að takamarka frelsið á netinu og auka ritskoðun. 22.9.2010 07:56 Icelandic Group skráð á markað hérlendis og erlendis Ætlunin er að skrá félagið Icelandic group á hlutabréfamarkað. Í tilkynningu um málið á vefsíðu Vestia segir að Framtakssjóðurinn mun beita sér fyrir skráninguni á næstu 18 til 24 mánuðum háð markaðsaðstæðum. 22.9.2010 07:19 Milljarða tekjuauki Landsvirkjunar vegna nýs samnings Tenging raforkuverðs frá Landsvirkjun við álverð á heimsmarkaði rofnar um næstu mánaðamót þegar endurskoðaður samningur um orkusölu til álversins í Straumsvík tekur gildi. 22.9.2010 07:00 Fjármálafyrirtæki fá undanþágu frá samkeppnislögum Fjármálafyrirtæki fá að hafa samstarf um möguleg málaferli vegna gengistryggðra lána samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem gerð var opinber í gær. Eftirlitið setur samstarfinu þó ákveðin skilyrði. 22.9.2010 06:00 Landsbankinn spáir 0,75% lækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,75 prósentustig á vaxtadegi á morgun. Þeir verða þá 6,25% 21.9.2010 15:12 Um sextíu ágreiningsmál fyrir dómstólum Heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabú Kaupþings nemur nú um 6.800 milljörðum króna, en tæplega 28 þúsund kröfur eru skráðar í kröfuskrá þrotabúsins. Slitastjórn á eftir að taka afstöðu til um 3.500 krafna, sem samsvara um 2.200 milljörðum króna. Að langmestu leyti er um að ræða skuldabréfakröfur. 21.9.2010 14:20 Samningur um orkusölu milli Landsvirkjunar og Alcan tekur gildi Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hf. hafa uppfyllt eða fallið frá fyrirvörum við samning um raforkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn var undirritaður 15. júní síðastliðinn með tilteknum fyrirvörum. Allir fyrirvarar hafa nú verið uppfylltir, og tekur samningurinn gildi 1.október 2010. 21.9.2010 12:34 Beaty ætlar að skrá Magma á Bandaríkjamarkað Ross Beaty forstjóri Magma Energy ætlar að skrá félagið á Bandaríkjamarkað innan næstu sex til sjö mánaða. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. 21.9.2010 09:50 Moody's: Gengisdómur jákvæður en lánshæfi óbreytt Matsfyrirtækið Moody´s telur nýlegan dóm Hæstaréttar um gengisbundin lán draga úr óvissu en ekki hafa áhrif á lánshæfismat ríkissjóð. Því mun Moody´s halda lánshæfiseinkunn Íslands áfram í Baa3 með neikvæðum horfum. Einkunnin er aðeins einu stigi frá svokölluðum ruslflokki. 21.9.2010 09:29 Greining Arion: Vaxtalækkun upp á eitt prósentustig Það er mat greiningar Arion banka að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 100 punkta (eitt prósentustig) á fundi sínum á morgun. Enda eru verðbólguhorfur hagfelldar, krónan hefur haldið áfram að styrkjast og skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur lækkað. 21.9.2010 09:07 Byggingavísitala hefur hækkað um 4,2% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2010 er 103 og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,2%. 21.9.2010 09:00 ALM Fjármálaráðgjöf fær starfsleyfi hjá FME Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 21.9.2010 08:51 Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21.9.2010 08:23 Heimsmarkaðsverð á bómull rýkur upp Heimsmarkaðsverð á bómull hefur rokið upp að undanförnu. Ástæðan fyrir þessu er ótti við uppskerubrest í Asíu sem hefur leitt til þess að fataframleiðendur keppast um að tryggja sér birgðir af bómull. 21.9.2010 07:51 Kreppan drepur rómantíkina á vinnustöðum Ein af afleiðingum kreppunnar er að rómantíkin á vinnustöðum dalar og ástarsamböndum vinnufélaga fækkar töluvert. 21.9.2010 07:40 Góðar líkur á 20 milljarða bónus úr sölunni á FIH bankanum Góðar líkur eru á að salan á FIH bankanum muni gefa af sér um 20 milljörðum króna hærri upphæð en fram hefur komið í fréttum. 21.9.2010 07:20 Amerískur risi kaupir íslenska dvergkafbáta Bandaríska hátæknifyrirtækið Teledyne Benthos keypti í gær íslenska nýsköpunarfyrirtækið Hafmynd, sem þróar og framleiðir dvergkafbáta. Seljendur eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Mallard Holding (félag Össurar Kristinssonar) og smærri hluthafar. Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital hafði milligöngu um söluna. 21.9.2010 05:00 Skilar óendurskoðuðum reikningum Eignarhaldsfélagið Akurey, sem er í eigu Kristjáns Jóhannssonar, stjórnarmanns í Arion banka, og konu hans, skilaði ársreikningum fyrir árin 2007 og 2008 í byrjun júlí síðastliðinn. Ársreikningarnir hafa ekki verið endurskoðaðir. 21.9.2010 04:15 Olíuverzlunin gagnrýnir málflutning FÍB Olíuverzlun Íslands hf. vill koma því á framfæri að forsvarsmenn félagsins eru ekki sammála mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda á álagningu íslensku olíufélaganna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag eru birtar tölur frá FÍB þar sem fram kemur að íslensk olíufélög leggja að meðaltali 31 krónu á hvern bensínlítra. 20.9.2010 15:01 29 milljarða velta á skuldabréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland tilkynnir að í dag var veltumesti dagur ársins á skuldabréfamarkaði, 29,1 milljarður. Fyrra veltumet á árinu var 25,9 milljarðar þann 12. mars síðastliðnum. 20.9.2010 16:39 Metvelta í Kauphöllinni í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 1,8% í dag í 31,4 milljarða viðskiptum sem er veltumesti dagur ársins að því er fram kemur í tilkynningu frá GAMMA. 20.9.2010 15:45 Greining: Skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar jákvæð Greining Íslandsbanka segir að þrátt fyrir hátt álag ofan á ríkistryggð bandarísk skuldabréf hljóti nýleg skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar að teljast jákvæð tíðindi, bæði gagnvart fyrirtækinu sjálfu og öðrum íslenskum aðilum sem hyggist sækja lánsfé á erlenda markaði þegar fram í sæki. 20.9.2010 13:00 Gjaldeyrisforðinn styrkist vegna sölunnar á FIH Búast má við að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði kominn í 600 milljarða króna um áramótin, en forðinn styrkist vegna sölu á danska FIH bankanum. Seðlabankastjóri segir að styrking forðans hafi jákvæð áhrif á gengi krónunnar. 20.9.2010 12:00 Greining: Verðbólgan minnkar í 4,1% í september Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007. 20.9.2010 10:42 Bréfdúfa aftur sneggri en breiðbandið Enn og aftur hefur bréfdúfa reynst sneggri en breiðbandið á netinu, að þessu sinni í Bretlandi. 20.9.2010 10:27 Íslenskt eignarhald olli FIH bankanum miklum búsifjum Íslenskt eignarhald á danska FIH bankanum olli honum miklum búsifjum síðustu tólf mánuðina, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag. 20.9.2010 06:58 Íslensk olíufélög leggja mest á Álagning á hvern bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum íslensku olíufyrirtækjanna er talsvert hærri en gengur og gerist í Danmörku og Svíþjóð. Var meðalálagning til dæmis tvöfalt hærri hérlendis en í Svíþjóð árið 2009. 20.9.2010 06:15 Þrír bankar eiga sjö hundruð fasteignir Íbúðalánasjóður (ÍLS) og viðskiptabankarnir þrír eiga rúmlega 1.518 fasteignir víða um land. Þar af eru 1.208 einbýlishús, raðhús og annað íbúðarhúsnæði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Gangi verstu spár eftir munu ÍLS og bankarnir þrír hafa leyst til sín í kringum 1.550 íbúðir um næstu áramót. 20.9.2010 05:00 Mjatla fasteignum á markaðinn Félag fasteignasala (FF), bankar og Íbúðalánasjóður hafa haft samráð vegna þess mikla fjölda fasteigna sem lánafyrirtækin eiga. Fyrirtækin munu ekki setja fasteignir í stórum stíl inn á markaðinn, enda myndi það ganga þvert á hagsmuni þeirra með fyrirsjáanlegum verðlækkunum. 20.9.2010 04:00 Sjálfbærastir sjötta árið í röð Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálfbærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bílaframleiðandinn er í efsta sæti á listanum. 20.9.2010 02:30 Sigurjón Sighvatsson opnar vinnufataverslunina Vír Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og eigandi 66 gráður norður, er staddur hér á landi til að undirbúa nýja búð sem nefnist Vír og opnar að Grensásvegi 8 í vikunni. 20.9.2010 00:01 FIH seldur fyrir 103 milljarða króna FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. 19.9.2010 18:15 Engin umræða um bága fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar Yfirlýsing frá Friðjóni Einarssyni oddvita Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ: 19.9.2010 19:30 Segir bæjarfulltrúar víst hafa vitað um niðurskurð í Reykjanesbæ Fulltrúum Reykjanesbæjar hafa verið fullkunnugt um niðurskurðaráætlarnir bæjarins samkvæmt fréttatilkynningu frá meirihluta Reykjanesbæjar. 19.9.2010 15:28 Heyrði um niðurskurð í Reykjanesbæ í fjölmiðlum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ segist ekki hafa séð tillögur Sjálfstæðismanna um niðurskurð heldur aðeins heyrt af þeim í gegnum fjölmiðla. Aðgerðir séu þó óhjákvæmilegar því bæjarfélagið tapi um fjórum milljónum daglega. 19.9.2010 12:06 Ísland búið að spara 70 milljarða með því að semja ekki um Icesave Formaður Framsóknarflokksins segir íslenska ríkið hafa sparað um 70 milljarða króna í vaxtagreiðslur vegna Icesave á meðan ósamið er við Breta og Hollendinga. 19.9.2010 12:02 Langtímaatvinnuleysi eykst hratt í Danmörku Langtímaatvinnuleysi eykst hratt í Danmörku og ef heldur sem horfir glíma um 60.000 Danir við langtímaatvinnuleysi um næstu áramót. Fyrir tveimur árum var fjöldi þeirra 15.000 talsins. 19.9.2010 09:13 Coca-Cola er enn besta og verðmætasta vörumerkið Coca-Cola heldur enn stöðu sinni sem besta og verðmætasta vörumerki heimsins, ellefta árið í röð. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem Business Week og Interbrand standa að. 19.9.2010 08:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18.9.2010 17:43 Steingrímur: Hollendingar hafa ekkert að óttast í Icesave Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við De Telegraaf, stærsta dagblað Hollands, að Hollendingar hafi ekkert að óttast í Icesavemálinu. Icesave verði borgað. 18.9.2010 08:18 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18.9.2010 07:54 Sjá næstu 50 fréttir
Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Fara vextirnir því niður í 6,25% og hafa ekki verið lægri síðan árið 2004. Nánar verður greint frá ákvörðuninni á fundi bankastjórnar Seðlabankans klukkan 11. Lækkun er í takt við spár greiningardeild bankanna. 22.9.2010 08:59
Rekstur Kópavogsbæjar skilaði hálfum milljarði í afgang Rekstur Kópavogsbæjar skilaði rúmlega 500 milljóna kr. afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í óendurskoðuðu og ókönnuðu uppgjör Kópavogsbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010 sem sent hefur verið til Kauphallarinnar. 22.9.2010 08:51
Þriðja endurskoðun fyrir Ísland komin á vefsíðu AGS Tilkynning um þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands hefur verið sett á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Dagsetningin er 29. september næstkomandi. 22.9.2010 08:30
Nýtt bankahneyksli í Vatikaninu Bankastjóri Vatikansbankans sætir nú opinberri rannsókn á Ítalíu vegna gruns um að bankinn eigi aðild að peningaþvætti. 22.9.2010 08:10
Google: Frelsi minnkar og ritskoðun eykst á netinu Talsmenn Google leitarvélarinnar segja að sífellt sé verið að takamarka frelsið á netinu og auka ritskoðun. 22.9.2010 07:56
Icelandic Group skráð á markað hérlendis og erlendis Ætlunin er að skrá félagið Icelandic group á hlutabréfamarkað. Í tilkynningu um málið á vefsíðu Vestia segir að Framtakssjóðurinn mun beita sér fyrir skráninguni á næstu 18 til 24 mánuðum háð markaðsaðstæðum. 22.9.2010 07:19
Milljarða tekjuauki Landsvirkjunar vegna nýs samnings Tenging raforkuverðs frá Landsvirkjun við álverð á heimsmarkaði rofnar um næstu mánaðamót þegar endurskoðaður samningur um orkusölu til álversins í Straumsvík tekur gildi. 22.9.2010 07:00
Fjármálafyrirtæki fá undanþágu frá samkeppnislögum Fjármálafyrirtæki fá að hafa samstarf um möguleg málaferli vegna gengistryggðra lána samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem gerð var opinber í gær. Eftirlitið setur samstarfinu þó ákveðin skilyrði. 22.9.2010 06:00
Landsbankinn spáir 0,75% lækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,75 prósentustig á vaxtadegi á morgun. Þeir verða þá 6,25% 21.9.2010 15:12
Um sextíu ágreiningsmál fyrir dómstólum Heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabú Kaupþings nemur nú um 6.800 milljörðum króna, en tæplega 28 þúsund kröfur eru skráðar í kröfuskrá þrotabúsins. Slitastjórn á eftir að taka afstöðu til um 3.500 krafna, sem samsvara um 2.200 milljörðum króna. Að langmestu leyti er um að ræða skuldabréfakröfur. 21.9.2010 14:20
Samningur um orkusölu milli Landsvirkjunar og Alcan tekur gildi Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hf. hafa uppfyllt eða fallið frá fyrirvörum við samning um raforkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn var undirritaður 15. júní síðastliðinn með tilteknum fyrirvörum. Allir fyrirvarar hafa nú verið uppfylltir, og tekur samningurinn gildi 1.október 2010. 21.9.2010 12:34
Beaty ætlar að skrá Magma á Bandaríkjamarkað Ross Beaty forstjóri Magma Energy ætlar að skrá félagið á Bandaríkjamarkað innan næstu sex til sjö mánaða. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. 21.9.2010 09:50
Moody's: Gengisdómur jákvæður en lánshæfi óbreytt Matsfyrirtækið Moody´s telur nýlegan dóm Hæstaréttar um gengisbundin lán draga úr óvissu en ekki hafa áhrif á lánshæfismat ríkissjóð. Því mun Moody´s halda lánshæfiseinkunn Íslands áfram í Baa3 með neikvæðum horfum. Einkunnin er aðeins einu stigi frá svokölluðum ruslflokki. 21.9.2010 09:29
Greining Arion: Vaxtalækkun upp á eitt prósentustig Það er mat greiningar Arion banka að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 100 punkta (eitt prósentustig) á fundi sínum á morgun. Enda eru verðbólguhorfur hagfelldar, krónan hefur haldið áfram að styrkjast og skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur lækkað. 21.9.2010 09:07
Byggingavísitala hefur hækkað um 4,2% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2010 er 103 og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,2%. 21.9.2010 09:00
ALM Fjármálaráðgjöf fær starfsleyfi hjá FME Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 21.9.2010 08:51
Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21.9.2010 08:23
Heimsmarkaðsverð á bómull rýkur upp Heimsmarkaðsverð á bómull hefur rokið upp að undanförnu. Ástæðan fyrir þessu er ótti við uppskerubrest í Asíu sem hefur leitt til þess að fataframleiðendur keppast um að tryggja sér birgðir af bómull. 21.9.2010 07:51
Kreppan drepur rómantíkina á vinnustöðum Ein af afleiðingum kreppunnar er að rómantíkin á vinnustöðum dalar og ástarsamböndum vinnufélaga fækkar töluvert. 21.9.2010 07:40
Góðar líkur á 20 milljarða bónus úr sölunni á FIH bankanum Góðar líkur eru á að salan á FIH bankanum muni gefa af sér um 20 milljörðum króna hærri upphæð en fram hefur komið í fréttum. 21.9.2010 07:20
Amerískur risi kaupir íslenska dvergkafbáta Bandaríska hátæknifyrirtækið Teledyne Benthos keypti í gær íslenska nýsköpunarfyrirtækið Hafmynd, sem þróar og framleiðir dvergkafbáta. Seljendur eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Mallard Holding (félag Össurar Kristinssonar) og smærri hluthafar. Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital hafði milligöngu um söluna. 21.9.2010 05:00
Skilar óendurskoðuðum reikningum Eignarhaldsfélagið Akurey, sem er í eigu Kristjáns Jóhannssonar, stjórnarmanns í Arion banka, og konu hans, skilaði ársreikningum fyrir árin 2007 og 2008 í byrjun júlí síðastliðinn. Ársreikningarnir hafa ekki verið endurskoðaðir. 21.9.2010 04:15
Olíuverzlunin gagnrýnir málflutning FÍB Olíuverzlun Íslands hf. vill koma því á framfæri að forsvarsmenn félagsins eru ekki sammála mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda á álagningu íslensku olíufélaganna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag eru birtar tölur frá FÍB þar sem fram kemur að íslensk olíufélög leggja að meðaltali 31 krónu á hvern bensínlítra. 20.9.2010 15:01
29 milljarða velta á skuldabréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland tilkynnir að í dag var veltumesti dagur ársins á skuldabréfamarkaði, 29,1 milljarður. Fyrra veltumet á árinu var 25,9 milljarðar þann 12. mars síðastliðnum. 20.9.2010 16:39
Metvelta í Kauphöllinni í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 1,8% í dag í 31,4 milljarða viðskiptum sem er veltumesti dagur ársins að því er fram kemur í tilkynningu frá GAMMA. 20.9.2010 15:45
Greining: Skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar jákvæð Greining Íslandsbanka segir að þrátt fyrir hátt álag ofan á ríkistryggð bandarísk skuldabréf hljóti nýleg skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar að teljast jákvæð tíðindi, bæði gagnvart fyrirtækinu sjálfu og öðrum íslenskum aðilum sem hyggist sækja lánsfé á erlenda markaði þegar fram í sæki. 20.9.2010 13:00
Gjaldeyrisforðinn styrkist vegna sölunnar á FIH Búast má við að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði kominn í 600 milljarða króna um áramótin, en forðinn styrkist vegna sölu á danska FIH bankanum. Seðlabankastjóri segir að styrking forðans hafi jákvæð áhrif á gengi krónunnar. 20.9.2010 12:00
Greining: Verðbólgan minnkar í 4,1% í september Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007. 20.9.2010 10:42
Bréfdúfa aftur sneggri en breiðbandið Enn og aftur hefur bréfdúfa reynst sneggri en breiðbandið á netinu, að þessu sinni í Bretlandi. 20.9.2010 10:27
Íslenskt eignarhald olli FIH bankanum miklum búsifjum Íslenskt eignarhald á danska FIH bankanum olli honum miklum búsifjum síðustu tólf mánuðina, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag. 20.9.2010 06:58
Íslensk olíufélög leggja mest á Álagning á hvern bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum íslensku olíufyrirtækjanna er talsvert hærri en gengur og gerist í Danmörku og Svíþjóð. Var meðalálagning til dæmis tvöfalt hærri hérlendis en í Svíþjóð árið 2009. 20.9.2010 06:15
Þrír bankar eiga sjö hundruð fasteignir Íbúðalánasjóður (ÍLS) og viðskiptabankarnir þrír eiga rúmlega 1.518 fasteignir víða um land. Þar af eru 1.208 einbýlishús, raðhús og annað íbúðarhúsnæði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Gangi verstu spár eftir munu ÍLS og bankarnir þrír hafa leyst til sín í kringum 1.550 íbúðir um næstu áramót. 20.9.2010 05:00
Mjatla fasteignum á markaðinn Félag fasteignasala (FF), bankar og Íbúðalánasjóður hafa haft samráð vegna þess mikla fjölda fasteigna sem lánafyrirtækin eiga. Fyrirtækin munu ekki setja fasteignir í stórum stíl inn á markaðinn, enda myndi það ganga þvert á hagsmuni þeirra með fyrirsjáanlegum verðlækkunum. 20.9.2010 04:00
Sjálfbærastir sjötta árið í röð Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálfbærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bílaframleiðandinn er í efsta sæti á listanum. 20.9.2010 02:30
Sigurjón Sighvatsson opnar vinnufataverslunina Vír Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og eigandi 66 gráður norður, er staddur hér á landi til að undirbúa nýja búð sem nefnist Vír og opnar að Grensásvegi 8 í vikunni. 20.9.2010 00:01
FIH seldur fyrir 103 milljarða króna FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. 19.9.2010 18:15
Engin umræða um bága fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar Yfirlýsing frá Friðjóni Einarssyni oddvita Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ: 19.9.2010 19:30
Segir bæjarfulltrúar víst hafa vitað um niðurskurð í Reykjanesbæ Fulltrúum Reykjanesbæjar hafa verið fullkunnugt um niðurskurðaráætlarnir bæjarins samkvæmt fréttatilkynningu frá meirihluta Reykjanesbæjar. 19.9.2010 15:28
Heyrði um niðurskurð í Reykjanesbæ í fjölmiðlum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ segist ekki hafa séð tillögur Sjálfstæðismanna um niðurskurð heldur aðeins heyrt af þeim í gegnum fjölmiðla. Aðgerðir séu þó óhjákvæmilegar því bæjarfélagið tapi um fjórum milljónum daglega. 19.9.2010 12:06
Ísland búið að spara 70 milljarða með því að semja ekki um Icesave Formaður Framsóknarflokksins segir íslenska ríkið hafa sparað um 70 milljarða króna í vaxtagreiðslur vegna Icesave á meðan ósamið er við Breta og Hollendinga. 19.9.2010 12:02
Langtímaatvinnuleysi eykst hratt í Danmörku Langtímaatvinnuleysi eykst hratt í Danmörku og ef heldur sem horfir glíma um 60.000 Danir við langtímaatvinnuleysi um næstu áramót. Fyrir tveimur árum var fjöldi þeirra 15.000 talsins. 19.9.2010 09:13
Coca-Cola er enn besta og verðmætasta vörumerkið Coca-Cola heldur enn stöðu sinni sem besta og verðmætasta vörumerki heimsins, ellefta árið í röð. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem Business Week og Interbrand standa að. 19.9.2010 08:54
Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18.9.2010 17:43
Steingrímur: Hollendingar hafa ekkert að óttast í Icesave Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í samtali við De Telegraaf, stærsta dagblað Hollands, að Hollendingar hafi ekkert að óttast í Icesavemálinu. Icesave verði borgað. 18.9.2010 08:18
FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18.9.2010 07:54