Greining Arion: Vaxtalækkun upp á eitt prósentustig 21. september 2010 09:07 Það er mat greiningar Arion banka að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 100 punkta (eitt prósentustig) á fundi sínum á morgun. Enda eru verðbólguhorfur hagfelldar, krónan hefur haldið áfram að styrkjast og skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur lækkað. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þessu til viðbótar reyndust landsframleiðslutölur á 2. ársfjórðungi lakari en vænst var til. Einnig er útlit fyrir að bankakerfið standi traustari fótum eftir úrskurð Hæstarréttar um gengistryggð lán heimilanna. „Óvissa um áhrif gengislána á bankakerfið hefur undanfarið verið meðal þeirra atriða sem hafa sett nefndinni skorður. Greiningardeild telur að Seðlabankinn haldi sig því við 100 punkta vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 22.september nk. Gangi spá okkar eftir fara innlánsvextir (depo) niður í 4,5% og veðlánavextir (repo) 6%," segir í Markaðspunktunum . „Þó er Seðlabankinn á ákveðnum krossgötum í augnablikinu þar sem tvö af helstu skilyrðunum sem Seðlabankinn hefur sett fyrir því að afnám hafta geti hafist virðast vera að þokast í rétta átt." Síðan segir að í fyrsta lagi hefur dregið verulega úr óvissu um áhrif gengislánadómsins á bankana. Í öðru lagi virðist þriðja endurskoðun AGS vera handan við hornið ef marka má fréttir og ummæli AGS. Peningastefnunefndin hefur lagt ríka áherslu á að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta haldist í hendur við þriðju endurskoðun AGS. Í þriðja lagi mun sala á FIH Erhvervsbank efla gjaldeyrisforðann um 39 milljarða króna (að því gefnu að allt staðgreiðslufé gangi til Seðlabankans). Seðlabankinn átti veð í 99,89% hlut í bankanum, samtals 500 milljónir evra (um 76 milljarðar króna í dag). Mun gjaldeyrisforðinn í dag því nálgast 590 milljarða króna þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. „Ætli Seðlabankinn sér að stíga einhver skref í afnámi haftanna gæti það leitt til hægari vaxtalækkana en ella. Ekki er því hægt að útiloka að bjartsýnustu vaxtalækkunarsinnar verði fyrir vonbrigðum með yfirlýsingu Peningastefnunefndar á fundinum næstkomandi miðvikudag," segir í Markaðspunktnum. „Við teljum að þróun stýrivaxta það sem eftir lifir árs muni að töluverðu leyti velta á því hvaða afstöðu bankinn mun taka til afnáms hafta. Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn haldi sínum kúrsi út árið og lækki vexti áfram um 100 punkta á hverjum fundi eða samtals 300 punkta. Á hinn bóginn er hugsanlegt að meginstefið í yfirlýsingum Seðlabankans verði að afnám hafta sé á næsta leiti, og vextir lækki því aðeins um 150 punkta til ársloka. Við teljum líklegustu niðurstöðuna hinsvegar liggja einhverstaðar þarna á milli og að vextir verði lækkaðir um 200-250 punkta (2 til 2,5 prósentustig) til ársloka." Við þetta má svo bæta að spá greiningarinnar er í takt við það sem aðrar greiningar hafa spáð um ákvörðun Peningastefnunefndar á morgun. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Það er mat greiningar Arion banka að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 100 punkta (eitt prósentustig) á fundi sínum á morgun. Enda eru verðbólguhorfur hagfelldar, krónan hefur haldið áfram að styrkjast og skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur lækkað. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þessu til viðbótar reyndust landsframleiðslutölur á 2. ársfjórðungi lakari en vænst var til. Einnig er útlit fyrir að bankakerfið standi traustari fótum eftir úrskurð Hæstarréttar um gengistryggð lán heimilanna. „Óvissa um áhrif gengislána á bankakerfið hefur undanfarið verið meðal þeirra atriða sem hafa sett nefndinni skorður. Greiningardeild telur að Seðlabankinn haldi sig því við 100 punkta vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 22.september nk. Gangi spá okkar eftir fara innlánsvextir (depo) niður í 4,5% og veðlánavextir (repo) 6%," segir í Markaðspunktunum . „Þó er Seðlabankinn á ákveðnum krossgötum í augnablikinu þar sem tvö af helstu skilyrðunum sem Seðlabankinn hefur sett fyrir því að afnám hafta geti hafist virðast vera að þokast í rétta átt." Síðan segir að í fyrsta lagi hefur dregið verulega úr óvissu um áhrif gengislánadómsins á bankana. Í öðru lagi virðist þriðja endurskoðun AGS vera handan við hornið ef marka má fréttir og ummæli AGS. Peningastefnunefndin hefur lagt ríka áherslu á að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta haldist í hendur við þriðju endurskoðun AGS. Í þriðja lagi mun sala á FIH Erhvervsbank efla gjaldeyrisforðann um 39 milljarða króna (að því gefnu að allt staðgreiðslufé gangi til Seðlabankans). Seðlabankinn átti veð í 99,89% hlut í bankanum, samtals 500 milljónir evra (um 76 milljarðar króna í dag). Mun gjaldeyrisforðinn í dag því nálgast 590 milljarða króna þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. „Ætli Seðlabankinn sér að stíga einhver skref í afnámi haftanna gæti það leitt til hægari vaxtalækkana en ella. Ekki er því hægt að útiloka að bjartsýnustu vaxtalækkunarsinnar verði fyrir vonbrigðum með yfirlýsingu Peningastefnunefndar á fundinum næstkomandi miðvikudag," segir í Markaðspunktnum. „Við teljum að þróun stýrivaxta það sem eftir lifir árs muni að töluverðu leyti velta á því hvaða afstöðu bankinn mun taka til afnáms hafta. Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn haldi sínum kúrsi út árið og lækki vexti áfram um 100 punkta á hverjum fundi eða samtals 300 punkta. Á hinn bóginn er hugsanlegt að meginstefið í yfirlýsingum Seðlabankans verði að afnám hafta sé á næsta leiti, og vextir lækki því aðeins um 150 punkta til ársloka. Við teljum líklegustu niðurstöðuna hinsvegar liggja einhverstaðar þarna á milli og að vextir verði lækkaðir um 200-250 punkta (2 til 2,5 prósentustig) til ársloka." Við þetta má svo bæta að spá greiningarinnar er í takt við það sem aðrar greiningar hafa spáð um ákvörðun Peningastefnunefndar á morgun.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira