Amerískur risi kaupir íslenska dvergkafbáta 21. september 2010 05:00 Teledyne Benthos hefur fest kaup á íslenska sprotafyrirtækinu Hafmynd. Thomas W. Altshuler, framkvæmdastjóri Teledyne Benthos, skrifaði í gær undir samning um kaupin. Fréttablaðið/Stefán Bandaríska hátæknifyrirtækið Teledyne Benthos keypti í gær íslenska nýsköpunarfyrirtækið Hafmynd, sem þróar og framleiðir dvergkafbáta. Seljendur eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Mallard Holding (félag Össurar Kristinssonar) og smærri hluthafar. Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital hafði milligöngu um söluna. Ekki fæst uppgefið hvað Teledyne greiddi fyrir Hafmynd, en samkvæmt lauslegri áætlun gæti verðið verið á milli 800 og 1.000 milljónir króna. Thomas W. Altshuler, framkvæmdastjóri Teledyne Benthos og Teledyne Webb Research, sem gekk frá kaupunum í gær, segir stefnt að því að hönnun og þróun GAVIA-dvergkafbáts Hafmyndar verði áfram hér á landi. Þá sé í skoðun að stofna hér sérstaka þjónustudeild með prófunaraðstöðu fyrir aðra tengda framleiðslu fyrirtækisins. Félögin sem Altshuler fer fyrir heyra undir sjávartæknisvið Teledyne Technologies Incorporated samstæðunnar. Hún er risavaxin að umfangi, með hagnað upp á 28,6 milljónir dala (3,3 milljarða króna) á öðrum fjórðungi þessa árs. Félagið þjónar meðal annars olíu- og gasleitarfyrirtækjum, rannsóknastofnunum og sjóherjum. Altshuler segir að núna verði lagst í að meta fremur samlegðaráhrif vegna kaupanna og koma verði í ljós hvort, eða hvernig starfsemin hér á landi verði efld. Teledyne Benthos hafi þróað ómannaða kafbáta sem hafa aðra eiginleika en GAVIA-bátarnir, sem henti fremur til langsiglinga og gagnasöfnunar í hafinu. Samlegðaráhrifin séu því mikil. Til þessa hafa fimmtán GAVIA-kafbátar verið seldir, en Benthos hafi selt milli fjörutíu og fimmtíu af sínum bátum á ári hverju. „Við teljum að sala Hafmyndar til þessa sé bara toppur ísjakans," segir hann og segir stefnt að því að árleg sala GAVIA-báta fari í tíu til fimmtán á ári. Hjá Hafmynd starfa átján manns og segir Júlíus Benediktsson framkvæmdastjóri að engar breytingar séu fyrirhugaðar á mannahaldi í tengslum við eigendaskiptin. Hann fagnar aðkomu Teledyne og segir hana viðurkenningu á um fjórtán ára þróunarstarfi. Markaður fyrir kafbáta Hafmyndar sé afar sérhæfður og lykillinn að frekari árangri aðkoma jafnöflugs samstarfsaðila og Teledyne. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins átti 31,6 prósenta hlut í Hafmynd. „Við seljum okkur út með hagnaði og fáum góða ávöxtun sem við getum sett í önnur félög," segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri sjóðsins. Hún fagnar því að Teledyne skuli ekki láta efnhagsaðstæður hér á landi fæla sig frá, heldur sjái tækifæri sem orðið hafi til í krafti íslensks hugvits. olikr@frettabladid.is Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Bandaríska hátæknifyrirtækið Teledyne Benthos keypti í gær íslenska nýsköpunarfyrirtækið Hafmynd, sem þróar og framleiðir dvergkafbáta. Seljendur eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Mallard Holding (félag Össurar Kristinssonar) og smærri hluthafar. Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital hafði milligöngu um söluna. Ekki fæst uppgefið hvað Teledyne greiddi fyrir Hafmynd, en samkvæmt lauslegri áætlun gæti verðið verið á milli 800 og 1.000 milljónir króna. Thomas W. Altshuler, framkvæmdastjóri Teledyne Benthos og Teledyne Webb Research, sem gekk frá kaupunum í gær, segir stefnt að því að hönnun og þróun GAVIA-dvergkafbáts Hafmyndar verði áfram hér á landi. Þá sé í skoðun að stofna hér sérstaka þjónustudeild með prófunaraðstöðu fyrir aðra tengda framleiðslu fyrirtækisins. Félögin sem Altshuler fer fyrir heyra undir sjávartæknisvið Teledyne Technologies Incorporated samstæðunnar. Hún er risavaxin að umfangi, með hagnað upp á 28,6 milljónir dala (3,3 milljarða króna) á öðrum fjórðungi þessa árs. Félagið þjónar meðal annars olíu- og gasleitarfyrirtækjum, rannsóknastofnunum og sjóherjum. Altshuler segir að núna verði lagst í að meta fremur samlegðaráhrif vegna kaupanna og koma verði í ljós hvort, eða hvernig starfsemin hér á landi verði efld. Teledyne Benthos hafi þróað ómannaða kafbáta sem hafa aðra eiginleika en GAVIA-bátarnir, sem henti fremur til langsiglinga og gagnasöfnunar í hafinu. Samlegðaráhrifin séu því mikil. Til þessa hafa fimmtán GAVIA-kafbátar verið seldir, en Benthos hafi selt milli fjörutíu og fimmtíu af sínum bátum á ári hverju. „Við teljum að sala Hafmyndar til þessa sé bara toppur ísjakans," segir hann og segir stefnt að því að árleg sala GAVIA-báta fari í tíu til fimmtán á ári. Hjá Hafmynd starfa átján manns og segir Júlíus Benediktsson framkvæmdastjóri að engar breytingar séu fyrirhugaðar á mannahaldi í tengslum við eigendaskiptin. Hann fagnar aðkomu Teledyne og segir hana viðurkenningu á um fjórtán ára þróunarstarfi. Markaður fyrir kafbáta Hafmyndar sé afar sérhæfður og lykillinn að frekari árangri aðkoma jafnöflugs samstarfsaðila og Teledyne. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins átti 31,6 prósenta hlut í Hafmynd. „Við seljum okkur út með hagnaði og fáum góða ávöxtun sem við getum sett í önnur félög," segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri sjóðsins. Hún fagnar því að Teledyne skuli ekki láta efnhagsaðstæður hér á landi fæla sig frá, heldur sjái tækifæri sem orðið hafi til í krafti íslensks hugvits. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira