Fleiri fréttir

Úrvalsvísitalan féll um fimm prósent

Gengi hlutabréfa Marels féll um heil 8,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem fór niður um 3,59 prósent.

GBI vísitalan lækkaði í miklum viðskiptum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í töluvert miklum viðskiptum eða 19,7 milljörðum kr. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,6% í 4,6 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 14,5 milljarða kr. viðskiptum.

Gengisvísitalan komin undir 220 stig

Gengisvísitalan er komin undir 220 stig en gengi krónunnar hefur styrkst um 1,4% það sem af er deginum. Hefur gengisvísitalan ekki verið lægri síðan snemma árs í fyrra.

Athugasemd frá Arion banka

Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun:

Lilja Mósesdóttir vill uppboðsmarkað fyrir gjaldeyri

Þingmaður Vinstri grænna leggur til að komið verði á uppboðsmarkaði fyrir gjaldeyri þar sem innlendir eigendur gjaldeyris geta selt hann á yfirverði. Með slíkri aðferð væri hægt að tryggja hægfara afnám gjaldeyrishaftanna á sem ódýrasta hátt fyrir skattgreiðendur.

Innlend velta vex um 7,4% í krónum talið

Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum var ríflega 7,4% meiri í krónum talið á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga er aukningin þó mun minni, eða um 0,5%.

Atlantic Petroleum skilar 440 milljóna hagnaði

Hagnaður Atlantic Petroleum á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 20,5 milljónum danskra kr. eða ríflega 440 milljónum kr. eftir skatta. Þetta er töluvert betri árangur en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 15,3 milljónum danskra kr.

Skattaflótti stöðvaður með nýjum samningum

Norðurlöndin efla aðgerðir gegn alþjóðlegum skattaflótta með nýjum samingum um upplýsingamiðlun. Í dag undirrituðu norrænu ríkin samninga við ríkin Antigua og Babuda, Dominica, Grenada og St. Lucia.

Seðlabankinn keypti krónueignir á aflandsgengi

Seðlabanki Íslands fékk krónueignir þær sem hann keypti af Seðlabankanum í Lúxemborg á aflandsgengi eða um 250 kr. fyrir evruna. Evran hefur fallið töluvert að undanförnu og er hið opinbera gengi hennar nú skráð rétt rúmlega 160 kr.

Angela Merkel veldur dýfu á evrópskum mörkuðum

Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.

Landsbankinn notaði Avens til að mjólka BCL

Hollenska fjármálafyrirtækið Avens B.V. var stofnað af Landsbankanum sumarið 2008 gagngert til að mjólka Seðlabanka Lúxemborgar (BCL) um 100 milljarða kr. Sagt er að Sigurjón Árnason þáverandi bankastjóri Landsbankans hafi átti hugmyndina að þessari fléttu.

Seðlabankinn semur við BCL um 120 milljarða eignir

Seðlabanki Íslands hefur fyrir sína hönd og Ríkissjóðs Íslands gert samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg (BCL) og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Landsbankinn í Lúxemborg (Landsbanki Luxembourg S.A.) er dótturfélag Landsbanka Íslands hf.

Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum

Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu.

Greining MP Banka spáir 4% verðbólgu í árslok

Greining MP Banka gerir ráð fyrir að verðbólga haldi áfram að hjaðna og verði komin í um 4% í lok þessa árs. Hjöðnun verðbólgunnar haldi áfram fram á mitt næsta ár og verði hún þá um 3,5%.

Rólegt á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 6,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,9 milljarðs kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,6 milljarða kr. viðskiptum.

Malcolm Walker forstjóri Iceland kemur Jóni Ásgeiri til varnar

Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hefur komið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til varnar og segir að stjórn og starfsfólk Iceland muni ætíð verða Jóni Ásgeiri verulega þakklát fyrir hlut hans í því að koma keðjunni til vegs og virðingar.

ESB þrengir reglur um fjárfestingar- og vogunarsjóði

Löndin innan ESB eru sammála um þörfina á því að herða og þrengja reglurnar um starfsemi fjárfestingar- og vogunarsjóða innan landamæra sambandsins. Fjármálaráðherrar ESB hafa samþykkt að unnið skuli að nýjum reglum um þessa sjóði og að þær eigi að lögfesta árið 2012.

Stjórn LV ætlar í mál við bankana vegna taps sjóðsins

Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna (LV) ætlar láta á það reyna fyrir dómstólum, hvort hægt verður að sækja bætur til bankanna vegna taps sjóðsins, sem stjórnarmenn vilja rekja til blekkinga bankanna. Þær hafi einkum birst í markaðsmisnotkun í hlutabréfaviðskiptum.

Aðeins dregur úr verðbólgunni

Verðbólgan hér á landi var 11,1% í apríl samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) birti nú í morgun. Lækkar verðbólgan milli mánaða en hún var 11,6% hér á landi í mars á kvarða samræmdrar vísitölu.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkar á ný

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands til fimm ára stendur nú í 284 punktum (2,84%). Hefur álagið hækkað um 35 pkt. frá því fyrir viku síðan þegar það stóð í 249 pkt. og hafði þá ekki verið lægra síðan fyrir bankahrun.

Tryggingasjóður kallar eftir upplýsingum

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta mun kalla eftir upplýsingum um greiðsluskyldu sína gagnvart Byr, Sparisjóðnum í Keflavík og VBS fjárfestingabanka. Þetta er gert í framhaldi af því áliti Fjármálaeftirlitsins að greiðsluskylda hafi skapast hjá sjóðnum gagnvart viðskiptavinum þessara fjármálafyrirtækja og greint er frá hér á síðunni.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs neikvæður um 13,8 milljarða

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs neikvæður um 13,8 milljarða kr. Á sama tíma í fyrra var hreinn lánsfjárjöfnuður því sem næst í jafnvægi, eða neikvæður upp á aðeins 0,1 milljarð kr. og er því staðan nú 13,7 milljörðum kr. verri en á sama tíma í fyrra.

Íslendingar jákvæðastir allra þjóða

Íslendingar eru jákvæðasta þjóð í heimi samkvæmt mælingum Efnahags- og framfarastofnun, eða OECD. Í mælingunni er stuðst við gögn sem safnað var í fyrra, sem sagt eftir bankahrun.

Svissneskur franki ekki lengur flóttaleið í óvissuástandi

Sókn alþjóðlegra fjárfesta í gjaldmiðlana Kanadadollar og jen er hefðbundin flóttaleið í óvissuástandi, en svissnenskur franki er vanalega einnig í þeim hópi. Nú hafa fjárfestar forðast hann vegna tengsla við Evrópu.

Prófessor líkir Grikklandi við Lehman

Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek.

Jóni vikið úr starfi hjá Stoðum

Jóni Sigurðssyni hefur verið veitt lausn frá störfum sem framkvæmdastjóri Stoða samkvæmt tilkynningu sem Eiríkur Elís Þorláksson, stjórnarformaður Stoða, sendi frá sér í dag.

Rifta niðurfellingu ábyrgða starfsmanna Kaupþings

Slitastjórn Kaupþings banka sendi í morgun um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þáverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum til hlutabréfakaupa í Kaupþingi.

Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja

Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila.

Salan á Smáralind: Nærliggjandi lóðir líka til sölu

Fasteignafélag Íslands ehf., eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, hefur ákveðið að gefa fjárfestum sem áhuga hafa á að kaupa verslunarmiðstöðina, kost á því að kaupa einnig nærliggjandi lóðir í eigu félagsins. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að lóðirnar séu sunnan Smáralindar við Hagasmára og Hæðasmára. „Þessar lóðir verða hvorki seldar sérstaklega sem heild né heldur stakar, heldur er ætlunin að gefa kaupanda verslunarmiðstöðvarinnar tækifæri á að eignast þær jafnhliða kaupum á Smáralindinni.“

Sigurður með mest undir eða 7,8 milljarða í riftuninni

Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, nú eftirlýstur af Interpol, er með mest undir af þeim 80 fyrrum starfsmönnum Kaupþings sem fengu í morgun tilkynningu um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána sem bankinn veitti þeim. Sigurði er gert að greiða rúmalega 7,8 milljarða kr.

Sem betur fer ráða stjórnvöld ekki för í sölu HS Orku

„Rétt er að rifja upp að þegar Magma Energy festi fyrst hlut í HS Orku fyrir nokkrum misserum tók hluti ríkisstjórnar og alþingismanna því afar illa og fann flest til foráttu. Enn eru þeir sömu við sitt heygarðshorn. Sem betur fer ráða þeir ekki för í þessu máli," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í tilkynningu um kaup Magma Energy á HS Orku.

Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagna hans úr stjórnum House of Fraser og Iceland Food en Fréttastofan greindi frá þessum afsögnum fyrir og um helgina.

SA fagna sölunni á HS Orku

Samtök atvinnulífsins fagna samkomulagi um kaup Magma Energy á stórum hlut í HS Orku. Í tilkynningu frá SA segir að með samkomulaginu hafi sterkt erlent fyrirtæki eignast ráðandi hlut í HS Orku og jafnframt lýst yfir áformum um að standa að öflugri uppbyggingu jarðvarmavirkjana hér á landi.

BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Í dag, mánudaginn 17. maí, lagði stjórn BM Vallár hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Pundið er komið undir 190 krónur

Gengisvísitalan hefur verið að styrkjast töluvert frá því í hádeginu og er pundið nú komið undir 190 kr. Hefur pundið veikst gagnvart krónunni um tæplega 1,5% frá því fyrir helgina.

Vilja að Hampiðjan greiði 59,6 milljónir í arð

Á aðalfundi Hampiðjunnar á föstudaginn kemur verður lög fram tillaga stjórnar um að fundurinn samþykki að greiddur verði 12% arður vegna ársins 2009, alls að fjárhæð tæpar 59,6 milljónir kr.

Sjá næstu 50 fréttir