Fleiri fréttir Hagstætt verð á áli hefur áhrif á vöruskiptin Aukning útflutnings í febrúar, þ.e. án skipa og flugvéla, frá sama tíma í fyrra skýrist einkum af auknum tekjum af útfluttum iðnaðarvörur og nam útflutningsverðmæti þeirra ríflega 26,1 milljörðum kr. í mánuðinum. Þetta er aukning upp á 77,2% á föstu gengi m.v. sama tíma í fyrra og má þakka það 60-70% verðhækkun á áli á tímabilinu. 5.3.2010 11:20 Hagnaður norska olíusjóðsins 13.000 milljarðar Hagnaður norska olíusjóðsins á síðasta ári nam 613 milljörðum norskra kr. eða rúmlega 13.000 milljörðum kr. Þetta er langmesti hagnaður á einu ári í sögu sjóðsins. 5.3.2010 10:41 FME gerir samning við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingar Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gengið frá upplýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum (The British Virgin Islands Financial Services Commission) og Verðbréfaeftirlit Alberta (Alberta Securities Commission) í Kanada. 5.3.2010 10:13 TM snéri miklu tapi í hagnað á síðasta ári Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) af reglulegri starfsemi á árinu 2009 var 237 milljónir kr. samanborið við 5.529 milljóna kr. tap 2008. 5.3.2010 10:08 ÍLS kaupir tvö íbúðalánasöfn fyrir 16 milljarða Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) samþykkti á fundi sínum 4. mars 2010, kaup ÍLS á íbúðalánasafni Dróma hf. (áður SPRON) og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt heimildum í lögum, að fjárhæð 16 milljarðar króna. 5.3.2010 09:42 Þurfum að viðhalda þessari þróun með fjáfestingum Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það séu vissulega gleðifréttir að landsframleiðslan hafi vaxið um 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Nú er nauðsynlegt að viðhalda þessari þróun með fjárfestingum í minni og meðalstórum atvinnufyrirtækjum og stóriðjuframkvæmdum," segir Vilhjálmur. 5.3.2010 09:26 Landsframleiðan óx um 3,3% í lok síðasta árs Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 3,3% að raungildi frá 3. til 4. ársfjórðungs 2009. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 2,7% þar sem einkaneysla jókst um 1,4 % og fjárfesting um 16,6%. 5.3.2010 09:04 Vöruskiptin í febrúar hagstæð um 13,9 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar 2010 var útflutningur 44,3 milljarðar króna og innflutningur 30,4 milljarðar króna. 5.3.2010 09:01 Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau. 5.3.2010 08:30 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Deutsche Bank Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Deutsche Bank úr Aa1 og niður í Aa3. Þar fyrir utan hefur Moody´s lækkað matið á fjárhagslegum styrk bankans úr B og niður í C+. 5.3.2010 08:24 Hafa heitið því að leggja 290 milljarða í tilboð i United Sextíu vellauðugir fjárfestar hafa heitið því að leggja til samtals 1,5 milljarð sterlingspunda, eða tæpa 290 milljarða íslenskra króna, vegna fyrirhugaðs tilboðs í enska knattspyrnuliðið Manchester United. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Times í dag. 5.3.2010 07:57 Gott uppgjör hjá Royal Unibrew Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur skiluðu góðu uppgjöri eftir árið í fyrra. Hagnaður upp á 77 milljónir danskra kr., eða um 1,8 milljarð kr. Til samanburðar má nefna að Royal Unibrew skilaði tapi upp á 453 milljónir danskra kr. árið 2008, hið stærsta í sögu verksmiðjanna. 5.3.2010 07:55 Ísland er áfram í biðstöðu hjá AGS Caroline Atkinson forstjóri samskiptasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að staða Íslands sé óbreytt hjá sjóðnum. Þannig að AGS mun bíða eftir niðurstöðu í Icesavesamningunum áður en næsta endurskoðun sjóðsins á áætlun hans fyrir Íslands fer fram. 5.3.2010 07:30 VBS var í vanda vegna lausafjárskorts „Það er tvennt í stöðunni þegar bankinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar: óska eftir greiðslustöðvun sem getur leitt til nauðasamninga eða fara í slitameðferð," segir Hróbjartur Jónatansson, formaður bráðabirgðastjórnar sem tók við VBS fjárfestingarbanka í fyrradag. Stjórnin er nú að skoða stöðu bankans, svo sem kanna möguleika á að stokka upp reksturinn. 5.3.2010 04:15 Segir viðskipti Baugsfélags „fjárhættuspil“ Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna. 4.3.2010 18:30 Nauðasamningar samþykktir hjá Bakkavör Yfir 90 prósent kröfuhafa í Bakkavör Group samþykktu á fundi í dag að ganga að nauðasamningum fyrirtækisins. 60 prósent kröfuhafa þurftu að samþykkja samninginn til þess að hann gengi í gegn. 4.3.2010 17:01 Seðlabanki Svíþjóðar: Engin áætlun til ef Icesave er fellt Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar segir að engin áætlun sé til staðar ef Icesavesamningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. 4.3.2010 14:21 Viðræður um að koma Icesave í skjól hófust 2. júlí 2008 Vinna við dótturfélagavæðingu Landsbankans í Bretlandi hófst eftir fund með breska fjármálaeftirlitinu 2. júlí 2008. Þá var ítarleg umsókn um dótturfélagavæðingu Icesave innlána í Hollandi tilbúin nokkrum dögum áður en bankinn féll. 4.3.2010 14:47 Gengi bréfa Atlantic Airways féll um 4,96 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways féll um 4,96 prósent í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,88 prósent. 4.3.2010 16:24 Skuldabréfavísitölur lækkuðu í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 8,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,3 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 7,2 milljarða kr. viðskiptum. 4.3.2010 15:46 Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr. 4.3.2010 14:00 Heimskreppa í nánd ef ekki tekst að hemja bankana Ýmsir fjármálasérfræðingar, meðal annars Nóbelsverðlaunarhafar, segja aðra heimskreppu í nánd ef reglur um áhættufjárfestingar banka verði ekki hertar svo um munar. 4.3.2010 13:30 Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar. 4.3.2010 13:00 Telja kaupin á IAV styrkja byggingu tónlistarhússins „Það er skoðun okkar að kaup svissneska verktakafyrirtækisins Marti Holding á IAV sé jákvæð fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu,“ segja Stefán Pétur Eggertsson og Pétur J. Eiríksson, stjórnarformenn Austurhafnar og Portusar í yfirlýsingu til fjölmiðla. 4.3.2010 12:56 SI: Helgi Magnússon endurkjörinn formaður Helgi Magnússon var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarinn (SI) á aðalfundi samtakanna í morgun. 4.3.2010 12:37 SI: Skapa þarf 35.000 störf á næstu 10 árum Í ályktun aðalfundar Samtaka iðnaðarins (SI) segir að stjórnvöld, atvinnurekendur og launþegasamtök verða að leggjast á eitt til að tryggja verðmætasköpun og störf. Á næstu 10 árum þurfi að skapa störf fyrir 35.000 manns. Til þess að svo megi verða þurfa að verða umskipti í efnahags- og atvinnumálum sem leiða til verulegs hagvaxtar. Hér þarf einbeittan vilja og dug til verka. 4.3.2010 12:29 Átján tilboð hafa borist í Securitas Átján óskuldbindandi tilboð hafa borist í Securitas. Farið verður yfir tilboðin og síðan ákveðið hverjir fá að senda inn skuldbindandi tilboð. 4.3.2010 12:01 Greining: Nei þýðir líklega lækkað lánshæfismat Verði niðurstaðan „nei" á laugardag muni lánshæfismat ríkisjóðs að öllum líkindum lækka en matsfyrirtækin hafa undanfarnar vikur ítrekað hversu mikilvæg lausn Icesave málsins sé fyrir lánshæfismat ríkisjóðs. 4.3.2010 11:48 Arnór segir fjárfestum að halda ró sinni vegna Icesave Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að erlendir fjárfestar eigi að halda ró sinni þótt Icesave samkomulaginu verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. 4.3.2010 11:21 Alþjóðamarkaðir bjartsýnir á lausn Icesavedeilunnar Ört lækkandi skuldatryggingaálag á ríkissjóð undanfarið er merki um að alþjóðamarkaðir séu bjartsýnir á að lausn muni finnast í Icesavedeilunni á næstunni. 4.3.2010 10:54 Atvinnulausum fækkar óvænt í Danmörku Atvinnlausum fækkaði óvænt í Danmörku í janúar og voru þá 118.000 á atvinnuleysisskrá í landinu. Þetta er 4,2% atvinnuleysi en fimm sérfræðingar sem spáðu fyrir um atvinnuleysið á börsen.dk höfðu reiknað með atvinnuleysi upp á 4,5%. 4.3.2010 10:32 Svissneskt fjölskyldufyrirtæki tryggir 400 störf Með yfirtökunni á Íslenskum aðalverktökum eru tryggð um 400 störf hjá ÍAV, en starfsmannafjöldi ræðst þó af verkefnastöðu á hverjum tíma. Eigendaskipti á ÍAV skapa einnig ný tækifæri fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess, m.a. með þátttöku í verkefnum erlendis. ÍAV mun áfram verða rekið í sömu mynd en nú sem íslenskt dótturfélag Marti og mun njóta styrks Marti samstæðunnar. 4.3.2010 10:00 Kauphöllin lokar á aðgang VBS að viðskiptakerfi sínu Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang VBS Fjárfestingarbanka hf. (kauphallarauðkenni: STO) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar. 4.3.2010 09:50 Erlendum gestum fjölgaði um 2.000 í febrúar Um 20 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum, tvö þúsund fleiri en í febrúar árið 2008. Þannig komu álíka margir í febrúar í ár og árið 2007 sem var þá fjölmennasti febrúarmánuður frá upphafi talninga í Leifsstöð. 4.3.2010 09:23 Skuldabréf VBS á athugunarlista Skuldabréf útgefin af VBS Fjárfestingarbanka hf. (VBS 06 1 og VBS 08 1) hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 3. mars 2010. 4.3.2010 09:20 Eigendur Manchester United kvarta við forstjóra Goldman Sachs Glazerfjölskyldan, sem á knattspyrnufélagið Manchester United, hefur kvartað við Lloyd Blankfein, forstjóra Goldman Sachs, vegna hegðunar Jims O´Niell, aðalhagfræðings bankans. 4.3.2010 08:49 Örlög Bakkavarar ráðast í dag Kosið verður um nauðasamning Bakkavarar Group í dag. Alls þurfa 60 prósent af höfðatölu allra kröfuhafa og 60 prósent af fjárhæð krafna þeirra að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi. Takist það ekki mun Bakkavör Group verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 4.3.2010 08:40 Fyrsta tap í sögu Mærsk skipafélagsins í Danmörku A.P. Möller-Mærsk skipafélagið skilaði gífurlegu tapi á síðasta ári eins og væntingar voru um. Þetta er fyrsta árið í sögu félagsins sem það skilar tapi en félagið á rætur sínar að rekja til upphafs síðustu aldar. 4.3.2010 08:36 Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag. 4.3.2010 08:09 Íslenskum aðalverktökum skipt upp Íslenskum aðalverktökum, sem á sínum tíma önnuðust allar framkvæmdir fyrir herinn hér á landi og var eitt ríkasta verktakafyrirtæki landsins, verður skipt upp á milli Arion banka og verktakafyrirtækis frá Sviss, að þvi er Viðskiptablaðið greinir frá. 4.3.2010 07:09 Fjármálaeftirlitið tekur yfir stjórn VBS fjárfestingabankans Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni VBS fjárfestingarbanka hf. um að skipa bankanum bráðabirgðastjórn samkvæmt tilkynningu sem finna má á heimasíðu FME. 3.3.2010 17:03 Litlar breytingar á vísitölum skuldabréfa Mjög litlar breytingar voru á skuldabréfamarkaði í dag í tæplega 10 milljarða kr. viðskiptum. Voru allar skuldabréfavísitölur GAMMA nánast óbreyttar. Heildarvelta með verðtryggð bréf var um 2 milljarðar kr. og óverðtryggð bréf tæplega 8 milljarða kr. 3.3.2010 15:46 Enn hækka skuldabréf Landsbankans Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka og eru í dag skráð á 8,25% af nafnverði á viðskiptavefnum Keldan.is. Þau hafa því ríflega tvöfaldast í verði frá því að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi janúar. 3.3.2010 15:34 Fastus kaupir eignir þrotabús A. Karlssonar Heildverslunin Fastus ehf. hefur keypt lager og aðrar eignir þrotabús A. Karlssonar ehf. Samhliða kaupunum hefur verið samið við flesta birgja um áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini A. Karlssonar, undir merkjum Fastus. 3.3.2010 14:18 Hægt að tryggja 860 milljónir í lottóvinning í kvöld Ef þig dreymir um að fá stóra vinninginn í Víkingalottói kvöldisins upp á tæpa 2 milljarða kr. er til skotheld uppskrift að því. Það kostar að vísu rúman 1,1 milljarð kr. en á móti kemur að það er gulltryggt að þú haldir eftir 860 milljónum kr., þ.e. svo framarlega sem ofurtalan verði dregin út. 3.3.2010 14:02 Sjá næstu 50 fréttir
Hagstætt verð á áli hefur áhrif á vöruskiptin Aukning útflutnings í febrúar, þ.e. án skipa og flugvéla, frá sama tíma í fyrra skýrist einkum af auknum tekjum af útfluttum iðnaðarvörur og nam útflutningsverðmæti þeirra ríflega 26,1 milljörðum kr. í mánuðinum. Þetta er aukning upp á 77,2% á föstu gengi m.v. sama tíma í fyrra og má þakka það 60-70% verðhækkun á áli á tímabilinu. 5.3.2010 11:20
Hagnaður norska olíusjóðsins 13.000 milljarðar Hagnaður norska olíusjóðsins á síðasta ári nam 613 milljörðum norskra kr. eða rúmlega 13.000 milljörðum kr. Þetta er langmesti hagnaður á einu ári í sögu sjóðsins. 5.3.2010 10:41
FME gerir samning við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingar Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gengið frá upplýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum (The British Virgin Islands Financial Services Commission) og Verðbréfaeftirlit Alberta (Alberta Securities Commission) í Kanada. 5.3.2010 10:13
TM snéri miklu tapi í hagnað á síðasta ári Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) af reglulegri starfsemi á árinu 2009 var 237 milljónir kr. samanborið við 5.529 milljóna kr. tap 2008. 5.3.2010 10:08
ÍLS kaupir tvö íbúðalánasöfn fyrir 16 milljarða Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) samþykkti á fundi sínum 4. mars 2010, kaup ÍLS á íbúðalánasafni Dróma hf. (áður SPRON) og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt heimildum í lögum, að fjárhæð 16 milljarðar króna. 5.3.2010 09:42
Þurfum að viðhalda þessari þróun með fjáfestingum Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það séu vissulega gleðifréttir að landsframleiðslan hafi vaxið um 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Nú er nauðsynlegt að viðhalda þessari þróun með fjárfestingum í minni og meðalstórum atvinnufyrirtækjum og stóriðjuframkvæmdum," segir Vilhjálmur. 5.3.2010 09:26
Landsframleiðan óx um 3,3% í lok síðasta árs Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 3,3% að raungildi frá 3. til 4. ársfjórðungs 2009. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 2,7% þar sem einkaneysla jókst um 1,4 % og fjárfesting um 16,6%. 5.3.2010 09:04
Vöruskiptin í febrúar hagstæð um 13,9 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar 2010 var útflutningur 44,3 milljarðar króna og innflutningur 30,4 milljarðar króna. 5.3.2010 09:01
Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau. 5.3.2010 08:30
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Deutsche Bank Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Deutsche Bank úr Aa1 og niður í Aa3. Þar fyrir utan hefur Moody´s lækkað matið á fjárhagslegum styrk bankans úr B og niður í C+. 5.3.2010 08:24
Hafa heitið því að leggja 290 milljarða í tilboð i United Sextíu vellauðugir fjárfestar hafa heitið því að leggja til samtals 1,5 milljarð sterlingspunda, eða tæpa 290 milljarða íslenskra króna, vegna fyrirhugaðs tilboðs í enska knattspyrnuliðið Manchester United. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Times í dag. 5.3.2010 07:57
Gott uppgjör hjá Royal Unibrew Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur skiluðu góðu uppgjöri eftir árið í fyrra. Hagnaður upp á 77 milljónir danskra kr., eða um 1,8 milljarð kr. Til samanburðar má nefna að Royal Unibrew skilaði tapi upp á 453 milljónir danskra kr. árið 2008, hið stærsta í sögu verksmiðjanna. 5.3.2010 07:55
Ísland er áfram í biðstöðu hjá AGS Caroline Atkinson forstjóri samskiptasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að staða Íslands sé óbreytt hjá sjóðnum. Þannig að AGS mun bíða eftir niðurstöðu í Icesavesamningunum áður en næsta endurskoðun sjóðsins á áætlun hans fyrir Íslands fer fram. 5.3.2010 07:30
VBS var í vanda vegna lausafjárskorts „Það er tvennt í stöðunni þegar bankinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar: óska eftir greiðslustöðvun sem getur leitt til nauðasamninga eða fara í slitameðferð," segir Hróbjartur Jónatansson, formaður bráðabirgðastjórnar sem tók við VBS fjárfestingarbanka í fyrradag. Stjórnin er nú að skoða stöðu bankans, svo sem kanna möguleika á að stokka upp reksturinn. 5.3.2010 04:15
Segir viðskipti Baugsfélags „fjárhættuspil“ Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna. 4.3.2010 18:30
Nauðasamningar samþykktir hjá Bakkavör Yfir 90 prósent kröfuhafa í Bakkavör Group samþykktu á fundi í dag að ganga að nauðasamningum fyrirtækisins. 60 prósent kröfuhafa þurftu að samþykkja samninginn til þess að hann gengi í gegn. 4.3.2010 17:01
Seðlabanki Svíþjóðar: Engin áætlun til ef Icesave er fellt Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar segir að engin áætlun sé til staðar ef Icesavesamningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. 4.3.2010 14:21
Viðræður um að koma Icesave í skjól hófust 2. júlí 2008 Vinna við dótturfélagavæðingu Landsbankans í Bretlandi hófst eftir fund með breska fjármálaeftirlitinu 2. júlí 2008. Þá var ítarleg umsókn um dótturfélagavæðingu Icesave innlána í Hollandi tilbúin nokkrum dögum áður en bankinn féll. 4.3.2010 14:47
Gengi bréfa Atlantic Airways féll um 4,96 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways féll um 4,96 prósent í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,88 prósent. 4.3.2010 16:24
Skuldabréfavísitölur lækkuðu í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 8,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,3 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 7,2 milljarða kr. viðskiptum. 4.3.2010 15:46
Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr. 4.3.2010 14:00
Heimskreppa í nánd ef ekki tekst að hemja bankana Ýmsir fjármálasérfræðingar, meðal annars Nóbelsverðlaunarhafar, segja aðra heimskreppu í nánd ef reglur um áhættufjárfestingar banka verði ekki hertar svo um munar. 4.3.2010 13:30
Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar. 4.3.2010 13:00
Telja kaupin á IAV styrkja byggingu tónlistarhússins „Það er skoðun okkar að kaup svissneska verktakafyrirtækisins Marti Holding á IAV sé jákvæð fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu,“ segja Stefán Pétur Eggertsson og Pétur J. Eiríksson, stjórnarformenn Austurhafnar og Portusar í yfirlýsingu til fjölmiðla. 4.3.2010 12:56
SI: Helgi Magnússon endurkjörinn formaður Helgi Magnússon var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarinn (SI) á aðalfundi samtakanna í morgun. 4.3.2010 12:37
SI: Skapa þarf 35.000 störf á næstu 10 árum Í ályktun aðalfundar Samtaka iðnaðarins (SI) segir að stjórnvöld, atvinnurekendur og launþegasamtök verða að leggjast á eitt til að tryggja verðmætasköpun og störf. Á næstu 10 árum þurfi að skapa störf fyrir 35.000 manns. Til þess að svo megi verða þurfa að verða umskipti í efnahags- og atvinnumálum sem leiða til verulegs hagvaxtar. Hér þarf einbeittan vilja og dug til verka. 4.3.2010 12:29
Átján tilboð hafa borist í Securitas Átján óskuldbindandi tilboð hafa borist í Securitas. Farið verður yfir tilboðin og síðan ákveðið hverjir fá að senda inn skuldbindandi tilboð. 4.3.2010 12:01
Greining: Nei þýðir líklega lækkað lánshæfismat Verði niðurstaðan „nei" á laugardag muni lánshæfismat ríkisjóðs að öllum líkindum lækka en matsfyrirtækin hafa undanfarnar vikur ítrekað hversu mikilvæg lausn Icesave málsins sé fyrir lánshæfismat ríkisjóðs. 4.3.2010 11:48
Arnór segir fjárfestum að halda ró sinni vegna Icesave Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að erlendir fjárfestar eigi að halda ró sinni þótt Icesave samkomulaginu verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. 4.3.2010 11:21
Alþjóðamarkaðir bjartsýnir á lausn Icesavedeilunnar Ört lækkandi skuldatryggingaálag á ríkissjóð undanfarið er merki um að alþjóðamarkaðir séu bjartsýnir á að lausn muni finnast í Icesavedeilunni á næstunni. 4.3.2010 10:54
Atvinnulausum fækkar óvænt í Danmörku Atvinnlausum fækkaði óvænt í Danmörku í janúar og voru þá 118.000 á atvinnuleysisskrá í landinu. Þetta er 4,2% atvinnuleysi en fimm sérfræðingar sem spáðu fyrir um atvinnuleysið á börsen.dk höfðu reiknað með atvinnuleysi upp á 4,5%. 4.3.2010 10:32
Svissneskt fjölskyldufyrirtæki tryggir 400 störf Með yfirtökunni á Íslenskum aðalverktökum eru tryggð um 400 störf hjá ÍAV, en starfsmannafjöldi ræðst þó af verkefnastöðu á hverjum tíma. Eigendaskipti á ÍAV skapa einnig ný tækifæri fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess, m.a. með þátttöku í verkefnum erlendis. ÍAV mun áfram verða rekið í sömu mynd en nú sem íslenskt dótturfélag Marti og mun njóta styrks Marti samstæðunnar. 4.3.2010 10:00
Kauphöllin lokar á aðgang VBS að viðskiptakerfi sínu Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang VBS Fjárfestingarbanka hf. (kauphallarauðkenni: STO) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar. 4.3.2010 09:50
Erlendum gestum fjölgaði um 2.000 í febrúar Um 20 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum, tvö þúsund fleiri en í febrúar árið 2008. Þannig komu álíka margir í febrúar í ár og árið 2007 sem var þá fjölmennasti febrúarmánuður frá upphafi talninga í Leifsstöð. 4.3.2010 09:23
Skuldabréf VBS á athugunarlista Skuldabréf útgefin af VBS Fjárfestingarbanka hf. (VBS 06 1 og VBS 08 1) hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 3. mars 2010. 4.3.2010 09:20
Eigendur Manchester United kvarta við forstjóra Goldman Sachs Glazerfjölskyldan, sem á knattspyrnufélagið Manchester United, hefur kvartað við Lloyd Blankfein, forstjóra Goldman Sachs, vegna hegðunar Jims O´Niell, aðalhagfræðings bankans. 4.3.2010 08:49
Örlög Bakkavarar ráðast í dag Kosið verður um nauðasamning Bakkavarar Group í dag. Alls þurfa 60 prósent af höfðatölu allra kröfuhafa og 60 prósent af fjárhæð krafna þeirra að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi. Takist það ekki mun Bakkavör Group verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 4.3.2010 08:40
Fyrsta tap í sögu Mærsk skipafélagsins í Danmörku A.P. Möller-Mærsk skipafélagið skilaði gífurlegu tapi á síðasta ári eins og væntingar voru um. Þetta er fyrsta árið í sögu félagsins sem það skilar tapi en félagið á rætur sínar að rekja til upphafs síðustu aldar. 4.3.2010 08:36
Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag. 4.3.2010 08:09
Íslenskum aðalverktökum skipt upp Íslenskum aðalverktökum, sem á sínum tíma önnuðust allar framkvæmdir fyrir herinn hér á landi og var eitt ríkasta verktakafyrirtæki landsins, verður skipt upp á milli Arion banka og verktakafyrirtækis frá Sviss, að þvi er Viðskiptablaðið greinir frá. 4.3.2010 07:09
Fjármálaeftirlitið tekur yfir stjórn VBS fjárfestingabankans Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni VBS fjárfestingarbanka hf. um að skipa bankanum bráðabirgðastjórn samkvæmt tilkynningu sem finna má á heimasíðu FME. 3.3.2010 17:03
Litlar breytingar á vísitölum skuldabréfa Mjög litlar breytingar voru á skuldabréfamarkaði í dag í tæplega 10 milljarða kr. viðskiptum. Voru allar skuldabréfavísitölur GAMMA nánast óbreyttar. Heildarvelta með verðtryggð bréf var um 2 milljarðar kr. og óverðtryggð bréf tæplega 8 milljarða kr. 3.3.2010 15:46
Enn hækka skuldabréf Landsbankans Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka og eru í dag skráð á 8,25% af nafnverði á viðskiptavefnum Keldan.is. Þau hafa því ríflega tvöfaldast í verði frá því að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi janúar. 3.3.2010 15:34
Fastus kaupir eignir þrotabús A. Karlssonar Heildverslunin Fastus ehf. hefur keypt lager og aðrar eignir þrotabús A. Karlssonar ehf. Samhliða kaupunum hefur verið samið við flesta birgja um áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini A. Karlssonar, undir merkjum Fastus. 3.3.2010 14:18
Hægt að tryggja 860 milljónir í lottóvinning í kvöld Ef þig dreymir um að fá stóra vinninginn í Víkingalottói kvöldisins upp á tæpa 2 milljarða kr. er til skotheld uppskrift að því. Það kostar að vísu rúman 1,1 milljarð kr. en á móti kemur að það er gulltryggt að þú haldir eftir 860 milljónum kr., þ.e. svo framarlega sem ofurtalan verði dregin út. 3.3.2010 14:02