Fleiri fréttir Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia). 5.1.2010 13:21 Seinagangur eitt þúsund kröfuhafa Slitastjórn Kaupþings hafa borist rúmlega eitt þúsund kröfur eftir að sex mánaða frestur til að lýsa kröfum í bankann rann út fyrir tæpri viku. Þrátt fyrir rúman tíma til að senda inn kröfurnar eru mörg bréfanna dagsett á milli jóla og nýárs. Leiða má líkum af því að slæmt veður víða í Evrópu undanfarnar vikur hafi haft áhrif á að umrædd bréf bárust ekki fyrr en fresturinn var runnin út. Samkvæmt heimildum fréttastofu er að megninu til ekki um að ræða háar kröfur. 4.1.2010 21:11 Tilraunir þrotabús Baugs gætu haft þveröfug áhrif Tilraunir þrotabús Baugs til að lækka kröfu Straums í þrotabúið gætu að endingu haft þveröfug áhrif. Þrotabúið kallaði eftir nýju verðmati á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem gerði risasamning við Microsoft sem reyndist svo vera lægra en upphaflegt mat. Baugur var aðaleigandi fyrirtækisins áður en Straumur tók það yfir. 4.1.2010 19:00 Slitastjórnin höfðar hugsanlega mál gegn stjórnendum Kaupþings Slitastjórn Kaupþings er að kanna hvort forsendur séu fyrir skaðabótamáli gegn fyrrverandi stjórnendum bankans, meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra og Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni. Beðið er eftir hvort niðurstaða rannsóknar endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers leiði í ljós hvort þeir hafi brotið hlutafélagalög. 4.1.2010 18:34 Nauðasamingar SPM hafa öðlast gildi Nauðasamningar Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem hérðasdómur Vesturlands staðfesti þann 15. desember s.l. var ekki áfrýjað til Hæstaréttar og hafa þeir því öðlast gildi. 4.1.2010 17:25 Sement hækkar um 8 prósent Sement hækkar um átta prósent en samkvæmt tilkynningu sem Sementserksmiðjan hf. sendi frá sér þá er ástæðan miklar verðhækkanir á erlendum aðföngum og nýsamþykktar auknar skattaálögur á íslenskt atvinnulíf sem hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað og dreifingu sements. Í ljósi þess hefur Sementsverksmiðjuna hf. hækkað sementsverð um 8% frá og með mánudeginum 4. janúar 2010. 4.1.2010 16:10 Veltan í Kauphöllinni 11,2 milljarðar á dag í fyrra Heildarvelta 2009 hjá Kauphöllinni var 2.776 milljarðar kr. sem jafngildir 11,2 milljarða kr. veltu á dag. Rúm 98% veltunnar var með skuldabréf og er því meðal dagsveltan með skuldabréf tæpir 11 milljarðar kr. 4.1.2010 15:57 Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum kr. en sú lægsta nemur 250 kr. Kröfur í Kaupþing hafa borist frá 111 löndum en flestar þeirra koma frá Þýskalandi. 4.1.2010 15:20 Glitnir áfrýjar upplýsingaúrskurði varðandi risalán án veða Skilanefnd Glitnis hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands um að bankanum sé skylt að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. 4.1.2010 14:50 Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. 4.1.2010 14:30 Lánasjóður sveitarfélaga vill afla 7-9 milljarða til nýrra útlána Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 7 til 9 milljarðar króna. 4.1.2010 14:04 Loftslagsráðstefnan hafði slæm áhrif á rekstur Tívolí Hinn þekkti ferðamannastaður Tívolí í Kaupmannahöfn varð illa fyrir barðinu á loftslagsráðstefnunni COP 15 í síðasta mánuði. Forráðmenn Tívolí telja að þeir hafi misst frá sér um 100.000 gesti á jólatímabilinu hjá Tívolí af völdum ráðstefnunnar. 4.1.2010 13:40 NSA kaupir 35% af hlutafé í Kerecis ehf. Lækningavörufyrirtækið Kerecis ehf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) tilkynntu í dag um undirritun fjárfestingarsamnings. Samkvæmt samningnum mun NSA kaupa 35% í Kerecis í formi hlutafjár og jafnframt veita fyrirtækinu lán með breytirétti. Fjárfestingin verður í nokkrum áföngum næstu 12 mánuði og eru áfangagreiðslur háðar framgangi þróunarverkefna Kerecis. 4.1.2010 13:00 Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 80 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l. 4.1.2010 12:53 Landsbankinn: Íbúðalán færð niður í 110% af markaðsvirði eignar Viðskiptavinum Landsbankans stendur nú til boða að færa íbúðalán bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum með einföldum hætti niður í 110% af markaðsvirði eignar. Það þýðir að skuldir eru lagaðar að virði eignar lántaka og eftirstöðvar upphaflegs láns, umfram 110% af markaðsvirði fasteignar, eru felldar niður. 4.1.2010 11:52 RARIK hækkar raforkuna hjá sér um 10% Verðskrá RARIK fyrir dreifingu á raforku hækkar um 10% að jafnaði hinn 1. janúar 2010. Þá hækkar virðisaukaskattur á almenna raforkunotkun úr 24,5% í 25,5%. 4.1.2010 11:29 Humarútgerðir í Kanada í vanda vegna verðhruns Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum. 4.1.2010 09:58 Fjárfestir gripinn með fulla tösku af peningum á Leifsstöð Fyrrum stjórnarformaður Byr og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson, var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með tösku fulla af peningum rétt fyrir jól samkvæmt DV í dag. 4.1.2010 09:28 Tekjurnar af myndinni Avatar orðnar 125 milljarðar Tekjurnar af myndinni Avatar eru orðnar meiri en milljarður dollara eða rúmlega 125 milljarðar kr. Þar með er myndin orðin sú fjórða söluhæsta í sögunni eftir aðeins 17 daga í sýningu. 4.1.2010 09:14 Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu. 4.1.2010 08:48 Staða ríkisbréfa tvöfaldast milli ára Staða ríkisbréfa nam 317,8 milljörðum kr. í lok nóvember s.l., samanborið við 167,5 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 4.1.2010 08:07 Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 9,4 milljarða milli mánaða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.302,8 milljarða kr. í lok nóvember og hækkuðu um 9,4 milljarða kr. milli mánaða. 4.1.2010 08:03 Skipti fénu niður á fjölskylduna Fyrrum stjórnarformaður Byrs og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson fékk að fara með 2,5 milljónir króna í evrum út úr landinu þann 22. desember þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrismál kveði á um að ekki sé heimilt að fara með hámark 500 þúsund krónur úr landi í hverjum almanaksmánuði. 4.1.2010 10:04 Darling varar við mun erfiðari stöðu verði Icesave fellt Alistar Darling fjármálaráðherra Breta tjáði blaðamönnum í morgun að ef Íslendingar stæðu ekki við Icesave-samkomulagið yrði „staðan mun erfiðari". Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni þar sem greint er frá töfinni sem orðin er á ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta eða fella Icesave frumvarpið. 4.1.2010 10:43 iPhone fær samkeppni frá Google Eigendur Google ætla í þessari viku að setja á markað nýjan síma í samkeppni við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPhone. 3.1.2010 11:59 Breska fjármálaeftirlitið reyndi ekki að stöðva innlánasöfnun Breska fjármálaeftirlitið, FSA, aðhafðist ekkert til þess að hindra það að Kaupþing setti á fót Edge reikningana í Bretlandi átta mánuðum áður en bankinn hrundi. Ástæðan er sú að FSA taldi að með því að safna innlánum gæti bankinn bætt lausafjárstöðu sína. Frá þessu er sagt á vef Daily Telegraph í kvöld. 2.1.2010 23:32 Talið að fjöldi fólks geti misst vinnuna vegna afskipta stjórnvalda Talið er að 25 þúsund störf muni tapast á næstu áratugum ef svokallað Samkeppnispróf sem ríkisstjórnin þar í landi hefur boðað, ganga eftir. 2.1.2010 19:54 Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga. 2.1.2010 00:01 Um 21 þúsund kröfur þegar skráðar í Kaupþing Búið er að skrá inn 21 þúsund kröfur í þrotabú Kaupþings, samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans. Heildarkröfur eru þó töluvert fleiri Kröfulýsingarfrestur rann út 30. desember síðastliðinn kröfulýsingarfresturinn. Kröfulýsingarskrá verður síðan birt 22. janúar. 2.1.2010 16:04 Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins. 2.1.2010 13:40 Hlutabréfamarkaðir hækkuðu mikið á árinu Hlutabréfamarkaðir á flestum stöðum í heiminum hafa verið á uppleið síðan í mars, en þá náðu þeir botninum á nýliðnu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC 2.1.2010 11:43 AT&T lætur af stuðningi við Woods AT&T ætlar að hætta að styrkja golfleikarann Tiger Woods sem tilkynnti í byrjun desember að hann myndi taka sér frí frá íþróttinni. 1.1.2010 11:19 Sjá næstu 50 fréttir
Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia). 5.1.2010 13:21
Seinagangur eitt þúsund kröfuhafa Slitastjórn Kaupþings hafa borist rúmlega eitt þúsund kröfur eftir að sex mánaða frestur til að lýsa kröfum í bankann rann út fyrir tæpri viku. Þrátt fyrir rúman tíma til að senda inn kröfurnar eru mörg bréfanna dagsett á milli jóla og nýárs. Leiða má líkum af því að slæmt veður víða í Evrópu undanfarnar vikur hafi haft áhrif á að umrædd bréf bárust ekki fyrr en fresturinn var runnin út. Samkvæmt heimildum fréttastofu er að megninu til ekki um að ræða háar kröfur. 4.1.2010 21:11
Tilraunir þrotabús Baugs gætu haft þveröfug áhrif Tilraunir þrotabús Baugs til að lækka kröfu Straums í þrotabúið gætu að endingu haft þveröfug áhrif. Þrotabúið kallaði eftir nýju verðmati á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem gerði risasamning við Microsoft sem reyndist svo vera lægra en upphaflegt mat. Baugur var aðaleigandi fyrirtækisins áður en Straumur tók það yfir. 4.1.2010 19:00
Slitastjórnin höfðar hugsanlega mál gegn stjórnendum Kaupþings Slitastjórn Kaupþings er að kanna hvort forsendur séu fyrir skaðabótamáli gegn fyrrverandi stjórnendum bankans, meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra og Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni. Beðið er eftir hvort niðurstaða rannsóknar endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers leiði í ljós hvort þeir hafi brotið hlutafélagalög. 4.1.2010 18:34
Nauðasamingar SPM hafa öðlast gildi Nauðasamningar Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem hérðasdómur Vesturlands staðfesti þann 15. desember s.l. var ekki áfrýjað til Hæstaréttar og hafa þeir því öðlast gildi. 4.1.2010 17:25
Sement hækkar um 8 prósent Sement hækkar um átta prósent en samkvæmt tilkynningu sem Sementserksmiðjan hf. sendi frá sér þá er ástæðan miklar verðhækkanir á erlendum aðföngum og nýsamþykktar auknar skattaálögur á íslenskt atvinnulíf sem hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað og dreifingu sements. Í ljósi þess hefur Sementsverksmiðjuna hf. hækkað sementsverð um 8% frá og með mánudeginum 4. janúar 2010. 4.1.2010 16:10
Veltan í Kauphöllinni 11,2 milljarðar á dag í fyrra Heildarvelta 2009 hjá Kauphöllinni var 2.776 milljarðar kr. sem jafngildir 11,2 milljarða kr. veltu á dag. Rúm 98% veltunnar var með skuldabréf og er því meðal dagsveltan með skuldabréf tæpir 11 milljarðar kr. 4.1.2010 15:57
Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum Hæsta krafan í Kaupþing nemur 200 milljörðum kr. en sú lægsta nemur 250 kr. Kröfur í Kaupþing hafa borist frá 111 löndum en flestar þeirra koma frá Þýskalandi. 4.1.2010 15:20
Glitnir áfrýjar upplýsingaúrskurði varðandi risalán án veða Skilanefnd Glitnis hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands um að bankanum sé skylt að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. 4.1.2010 14:50
Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. 4.1.2010 14:30
Lánasjóður sveitarfélaga vill afla 7-9 milljarða til nýrra útlána Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 7 til 9 milljarðar króna. 4.1.2010 14:04
Loftslagsráðstefnan hafði slæm áhrif á rekstur Tívolí Hinn þekkti ferðamannastaður Tívolí í Kaupmannahöfn varð illa fyrir barðinu á loftslagsráðstefnunni COP 15 í síðasta mánuði. Forráðmenn Tívolí telja að þeir hafi misst frá sér um 100.000 gesti á jólatímabilinu hjá Tívolí af völdum ráðstefnunnar. 4.1.2010 13:40
NSA kaupir 35% af hlutafé í Kerecis ehf. Lækningavörufyrirtækið Kerecis ehf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) tilkynntu í dag um undirritun fjárfestingarsamnings. Samkvæmt samningnum mun NSA kaupa 35% í Kerecis í formi hlutafjár og jafnframt veita fyrirtækinu lán með breytirétti. Fjárfestingin verður í nokkrum áföngum næstu 12 mánuði og eru áfangagreiðslur háðar framgangi þróunarverkefna Kerecis. 4.1.2010 13:00
Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 80 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l. 4.1.2010 12:53
Landsbankinn: Íbúðalán færð niður í 110% af markaðsvirði eignar Viðskiptavinum Landsbankans stendur nú til boða að færa íbúðalán bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum með einföldum hætti niður í 110% af markaðsvirði eignar. Það þýðir að skuldir eru lagaðar að virði eignar lántaka og eftirstöðvar upphaflegs láns, umfram 110% af markaðsvirði fasteignar, eru felldar niður. 4.1.2010 11:52
RARIK hækkar raforkuna hjá sér um 10% Verðskrá RARIK fyrir dreifingu á raforku hækkar um 10% að jafnaði hinn 1. janúar 2010. Þá hækkar virðisaukaskattur á almenna raforkunotkun úr 24,5% í 25,5%. 4.1.2010 11:29
Humarútgerðir í Kanada í vanda vegna verðhruns Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum. 4.1.2010 09:58
Fjárfestir gripinn með fulla tösku af peningum á Leifsstöð Fyrrum stjórnarformaður Byr og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson, var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með tösku fulla af peningum rétt fyrir jól samkvæmt DV í dag. 4.1.2010 09:28
Tekjurnar af myndinni Avatar orðnar 125 milljarðar Tekjurnar af myndinni Avatar eru orðnar meiri en milljarður dollara eða rúmlega 125 milljarðar kr. Þar með er myndin orðin sú fjórða söluhæsta í sögunni eftir aðeins 17 daga í sýningu. 4.1.2010 09:14
Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu. 4.1.2010 08:48
Staða ríkisbréfa tvöfaldast milli ára Staða ríkisbréfa nam 317,8 milljörðum kr. í lok nóvember s.l., samanborið við 167,5 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 4.1.2010 08:07
Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 9,4 milljarða milli mánaða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.302,8 milljarða kr. í lok nóvember og hækkuðu um 9,4 milljarða kr. milli mánaða. 4.1.2010 08:03
Skipti fénu niður á fjölskylduna Fyrrum stjórnarformaður Byrs og fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jónsson fékk að fara með 2,5 milljónir króna í evrum út úr landinu þann 22. desember þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrismál kveði á um að ekki sé heimilt að fara með hámark 500 þúsund krónur úr landi í hverjum almanaksmánuði. 4.1.2010 10:04
Darling varar við mun erfiðari stöðu verði Icesave fellt Alistar Darling fjármálaráðherra Breta tjáði blaðamönnum í morgun að ef Íslendingar stæðu ekki við Icesave-samkomulagið yrði „staðan mun erfiðari". Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni þar sem greint er frá töfinni sem orðin er á ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta eða fella Icesave frumvarpið. 4.1.2010 10:43
iPhone fær samkeppni frá Google Eigendur Google ætla í þessari viku að setja á markað nýjan síma í samkeppni við Apple fyrirtækið sem framleiðir iPhone. 3.1.2010 11:59
Breska fjármálaeftirlitið reyndi ekki að stöðva innlánasöfnun Breska fjármálaeftirlitið, FSA, aðhafðist ekkert til þess að hindra það að Kaupþing setti á fót Edge reikningana í Bretlandi átta mánuðum áður en bankinn hrundi. Ástæðan er sú að FSA taldi að með því að safna innlánum gæti bankinn bætt lausafjárstöðu sína. Frá þessu er sagt á vef Daily Telegraph í kvöld. 2.1.2010 23:32
Talið að fjöldi fólks geti misst vinnuna vegna afskipta stjórnvalda Talið er að 25 þúsund störf muni tapast á næstu áratugum ef svokallað Samkeppnispróf sem ríkisstjórnin þar í landi hefur boðað, ganga eftir. 2.1.2010 19:54
Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga. 2.1.2010 00:01
Um 21 þúsund kröfur þegar skráðar í Kaupþing Búið er að skrá inn 21 þúsund kröfur í þrotabú Kaupþings, samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans. Heildarkröfur eru þó töluvert fleiri Kröfulýsingarfrestur rann út 30. desember síðastliðinn kröfulýsingarfresturinn. Kröfulýsingarskrá verður síðan birt 22. janúar. 2.1.2010 16:04
Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins. 2.1.2010 13:40
Hlutabréfamarkaðir hækkuðu mikið á árinu Hlutabréfamarkaðir á flestum stöðum í heiminum hafa verið á uppleið síðan í mars, en þá náðu þeir botninum á nýliðnu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC 2.1.2010 11:43
AT&T lætur af stuðningi við Woods AT&T ætlar að hætta að styrkja golfleikarann Tiger Woods sem tilkynnti í byrjun desember að hann myndi taka sér frí frá íþróttinni. 1.1.2010 11:19