Humarútgerðir í Kanada í vanda vegna verðhruns 4. janúar 2010 09:58 Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum. Í frétt um málið á Financial Times segir að ofan á þennan vanda bætist svo lánsfjárskortur í framhaldi af því að íslensku bankarnir hrundu haustið 2008. Þeir voru umfangsmiklir í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja í Kanda. Verð á humri hefur lækkað svo mikið á undanförnum tveimur árum að jafnvel veitingahúsakeðjur hafa bætt humri á matseðil sinn. Financial Times bendir á Ruby Tuesday sem dæmi en sú keðja rekur 850 veitingahús í Bandaríkjunum. Verslunarkeðjur eru einnig með humar á hagstæðum verðum. Sem dæmi er tekin Hannaford Supermarkets í New England sem nú býður upp á humar fyrir 4,99 dollara á pundið. Þetta er tvöfalt lægra verð en í boði er fyrir lúðuna í sömu verslun. Kanadískar humarútgerðir og vinnslur eru með um 30.000 manns í vinnu og veltan í greininni nemur tæpum milljarði dollara á ári, eða um 125 milljörðum kr. Á síðasta ári hefur hinvegar verið nokkuð um að útgerðir hafi hætt veiðum vegna hins lága verðs. Gatið sem myndaðist við hrun íslensku bankanna hefur verið fyllt af fjármálastofnunum eins og GE Capital og þróunarsjóði á vegum kanadískra stjórnvalda. Þá hvatti Bank of Montreal, sem er stór lánadrottinn humarútgerða á austurströnd Kanada, alla landsmenn að gera humar að áramótamáltíð sinni um þessi áramót, að því er segir í Financial Times. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum. Í frétt um málið á Financial Times segir að ofan á þennan vanda bætist svo lánsfjárskortur í framhaldi af því að íslensku bankarnir hrundu haustið 2008. Þeir voru umfangsmiklir í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja í Kanda. Verð á humri hefur lækkað svo mikið á undanförnum tveimur árum að jafnvel veitingahúsakeðjur hafa bætt humri á matseðil sinn. Financial Times bendir á Ruby Tuesday sem dæmi en sú keðja rekur 850 veitingahús í Bandaríkjunum. Verslunarkeðjur eru einnig með humar á hagstæðum verðum. Sem dæmi er tekin Hannaford Supermarkets í New England sem nú býður upp á humar fyrir 4,99 dollara á pundið. Þetta er tvöfalt lægra verð en í boði er fyrir lúðuna í sömu verslun. Kanadískar humarútgerðir og vinnslur eru með um 30.000 manns í vinnu og veltan í greininni nemur tæpum milljarði dollara á ári, eða um 125 milljörðum kr. Á síðasta ári hefur hinvegar verið nokkuð um að útgerðir hafi hætt veiðum vegna hins lága verðs. Gatið sem myndaðist við hrun íslensku bankanna hefur verið fyllt af fjármálastofnunum eins og GE Capital og þróunarsjóði á vegum kanadískra stjórnvalda. Þá hvatti Bank of Montreal, sem er stór lánadrottinn humarútgerða á austurströnd Kanada, alla landsmenn að gera humar að áramótamáltíð sinni um þessi áramót, að því er segir í Financial Times.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent