Möller-Mærsk leigir herskip til að verjast sjóræningjum 4. janúar 2010 08:48 Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk hefur gripið til þess ráðs að leigja herskip og hermenn af stjórnvöldum í Tanzaníu. Á herskipið að verja flutningaskip Möller-Mærsk úti fyrir ströndum Sómalíu.„Sjóleiðirnar undan ströndum austurhluta Afríku eru grátt svæði þar sem vanþróuðu löndin þar hafa ekki burði til þess að berjast gegn sjóræningjunum," segir Jan Fritz Hansen aðstoðarforstjóri sambands skipafélaga í Danmörku í samtali við Jyllands Posten um málið. „Það er skyndilausn að skipafélag leigi herskip frá öðru landi. En það stendur ekkert annað til boða."Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Möller-Mærsk grípur til þessa ráðs til að verja sig gegn hótunum sjóræningja. Í desember 2008 leigði skipafélagið herskip frá Tanzaníu í gegnum málaliða hjá öryggisfyrirtækinu Guardian GBS. Það herskip verndaði þá siglingu olíutankskipsins Brigit Maersk framhjá Sómalíu.Steffen Jacobsen tækniforstjóri hjá Maersk Tankers segir að á þessum tíma hafi skipafélagið kannað málið og í ljós hafi komið að um löglega aðgerð hafi verið að ræða og hún hafi verið lausn á erfiðri stöðu.Fram kemur í fréttinni að fleiri fátæk Afríkulönd hafi gripið til þess ráðs að leigja alþjóðlegum skipafélögum herskip sín þar sem löndin sjálf hafa ekki efni á að reka skipin.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira