Ríkislögmaður Dana glímir við vændiskonur án árangurs 4. janúar 2010 14:30 Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkislögmaður Danmerkur, Kammeradvokaten, hefur um langt skeið reynt að koma vændiskonum út úr fjölda húsa í Viborg og víðar á Jótlandi en það gengur treglega. Forsaga málsins er sú að þegar hinn umdeildi viðskipamaður Jens „Låsby" Svendsen varð gjaldþrota á síðasta ári yfirtók ríkislögmaðurinn rekstur 120 fasteigna úr þrotabúinu. Í fjölda þeirra voru hóruhús í fullum rekstri. Samkvæmt frétt í Viborg Stifts Folkeblad hafa ítrekaðar aðgerðir lögreglu gegn þessum hóruhúsum borið lítinn árangur og að enn séu vændiskonur til staðar í fleiri af eignunum. Ríkislögmaðurinn, Boris Frederiksen, segir í samtali við blaðið að þótt lögreglan kasti vændiskonunum á dyr séu þær eða aðrar komnar inn í húsin aftur nokkrum tímum seinna. Í langflestum tilvika er um erlendar vændiskonur að ræða. Lausn ríkislögmannsins á þessu vandamáli var að afla sér fjár hjá sérstökum niðurrifssjóði á vegum stjórnvalda. Það fé ætlar hann að nota til að fá viðkomandi sveitar/bæjarfélög til að kaupa eignirnar og rífa þær niður.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira