Viðskipti innlent

Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum

Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði hundruðum milljóna í fyrra.
Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði hundruðum milljóna í fyrra. MYND/Pjetur
Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum króna fyrir skatta í fyrra. Afkoma sjóðsins var neikvæð um 17.042 milljónir króna að teknu tilliti til tekjuskatts. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins er 7,06%. Afkoma Sparisjóðsins fyrir skatta var neikvæð um 19.064 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu á vef Kauphallarinnar að tap Sparisjóðsins má fyrst og fremst rekja til eignarýrnunar vegna efnahagshrunsins og varúðarniðurfærslu á útistandandi kröfum.

„Útlánaskoðun Fjármálaeftirlisins hjá Sparisjóðnum í Keflavík fyrri hluta marsmánaðar leiddi til enn frekari niðurfærslu á útlánaeignum en drög að ársuppgjöri höfðu gert ráð fyrir. Við reikningsskilin um áramót hefur að fulluverið tekið tillit til þeirra ábendinga sem þýðir að í ársreikningi er eiginfjárhlutfall (CAD) Sparisjóðsins í Keflavík 7,06%, eins og það er skilgreint í 84. gr. laga nr. 161/2002."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×