Viðskipti innlent

Hudson í HR og á fundi Framsóknar

dr. Michael Hudson
dr. Michael Hudson

Michael Hudson, rannsóknarprófessor í hagfræði við Háskólann í Missouri, heldur fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík í hádeginu á morgun. Í tilkynningu frá Háskólanum kemur fram að í fyrirlestrinum lýsi dr. Hudson í stuttu máli skoðun sinni á erlendri skuldastöðu Íslands, aðdraganda og valkostum við úrlausn hennar, þ.m.t. aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu.

Þá verður Hudson á opnum fundi á Grand Hótel í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld ásamt Gunnari Tómassyni hagfræðingi. Þeir félagar munu meðal annars fjalla um 20% leiðréttingu skulda og aðrar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar. Fundurinn er á vegum Framsóknarflokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×