Fleiri fréttir

Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður

„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildar­viðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans."

Gengi bréfa Century Aluminum lækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði um 1,41 prósent í tvennum viðskiptum upp á 441 þúsund krónur í Kauphöllinni við upphaf dags. Þetta er jafnframt eina hreyfing dagsins.

Skipti tapaði 6,4 milljörðum á síðasta ári

Tap var af rekstri Skipta á síðasta ári og nam það 6,4 milljörðum kr. Óhagstæð gengisþróun íslensku krónunnar skýrir að miklu leyti tap félagsins, þrátt fyrir gengisvarnir, auk virðisrýrnunar óefnislegra eigna.

Lítill halli á vöruskiptunum í fyrra

Út er komið heftið Utanríkisverslun með vörur 2008. Í ritinu kemur m.a. fram að fluttar voru út vörur fyrir 466,9 milljarða króna en inn fyrir 473,5 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 6,7 milljörðum króna.

Líknarsamtök fá helming af fé sínu úr Kaupþingi

Bresku barna líknarsamtökin Naomi House munu fá helming af þeim 5,7 milljónum punda sem þau áttu inn í Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidd eða sem svarar til um 500 miljóna kr.

Íslandsbanki fjármagnar byggingu skóla á Fljótsdalshéraði

Íslandsbanki og Fljótsdalshérað hafa gert með sér samning um fjármögnun á ný- og endurbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir að nýja byggingin verði rúmir fjögur þúsund fermetrar að flatarmáli.

Yahoo boðar uppsagnir fimm prósenta

Hugbúnaðarfyrirtækið Yahoo hefur boðað uppsagnir sem nema fimm prósentum starfsmanna þess. Ástæða þessa er fyrst og fremst samdráttur í auglýsingatekjum á fyrsta fjórðungi ársins en auk uppsagnanna hyggjast stjórnendur fyrirtækisins draga úr rekstrarkostnaði eins og kostur er. Hlutabréf í Yahoo hækkuðu um 4,5 prósent þegar fréttir bárust af væntanlegum niðurskurðaraðgerðum.

Hamfarir síðasta árs voru Seðlabankanum erfiðar

Hamfarir alþjóðlegu fjármálakreppunnar, gjaldeyriskreppa Íslands og fall fjármálakerfisins endurspeglast í reikningum Seðlabankans fyrir síðasta ár sem lagðir voru fram á ársfundi bankans fyrir helgi. Lára V. Júlíusdóttir, for­maður bankaráðs Seðlabankans, hóf enda erindi sitt á ársfundinum á því að benda á að síðasta ár hefði verið Seðlabanka Íslands þungt í skauti eins og öðrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Sex málum hefur verið vísað til FME

Frá því lög um gjaldeyrishöft tóku gildi í lok nóvember síðastliðins hefur sex málum verið vísað til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna gruns um brot á þeim.

Gera út frá Danmörku

„Flugfélagið er að vinna að því að tryggja sér flugrekstrarleyfi í Danmörku vegna þess að Ísland stendur utan Evrópusambandsins," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Primera Air.

Frumtak fjárfestir í AGR

Frumtak hefur keypt hlut í birgðastýringarfyrirtækinu AGR - Aðgerðagreiningu fyrir hundrað milljónir króna. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins í sprotafyrirtæki á árinu. Ekki liggur fyrir hversu stór hluturinn er en hann er árangurstengdur. Hin fjárfesting Frumtaks fyrir jafn háa upphæð var í hugbúnaðarfyrirtækinu Trackwell í febrúar.

Smáralind vantar 5,3 milljarða

„Reksturinn er traustur og við höfum gert mikið til að styðja við bakið á verslunum hér,“ segir Helgi M. Magnússon, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags Smáralindar.

Símtöl dýrari eftir breytingar

Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum.

Lífeyrissjóðurinn gildi tapaði 60 milljörðum

Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði tæpum sextíu milljörðum á síðasta ári og réttindi skerðast um 10 prósent. Sjóðsfélagar segja að verði ekki fengnir óháðir aðilar til að fara yfir sjóðinn hóta þeir lögsókn á hendur stjórn og framkvæmdastjórn sjóðsins.

Gengi Century Aluminum féll um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór niður um 1,54 prósent.

Bankastjórar og stjórn FIH með 400 milljónir í laun

Laun bankastjóra og stjórnar FIH bankans í Danmörku námu 18,3 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða rúmlega 400 milljónum kr. Sem kunnugt er af fréttum er FIH nú í eigu íslenska ríkisins í gegnum veð sem Seðlabankinn tók í bankanum fyrir láni til Kaupþings skömmu áður en Kaupþing komst í þrot s.l. haust.

Fjárfest í þremur fyrirtækjum frá Viðskiptasmiðjunni

Fjárfestingarsjóðir sem sérhæfa sig í sprotafyrirtækjum hafa fjárfest þrisvar á árinu. Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins fjárfesti í Gogoyoko og Frumtak fjárfesti í Trackwell og AGR. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að taka öll þátt í Viðskiptasmiðjunni - Hraðbraut nýrra fyrirtækja sem rekin er af Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins.

Endurgreiða launaskerðingu starfsmanna Opinna kerfa ehf.

Rekstur Opinna kerfa ehf. gekk það vel á fyrsta ársfjórðungi að stjórn félagsins hefur ákveðið að endurgreiða starfsmönnum Opinna kerfa ehf. þá launaskerðingu sem þeir tóku á sig þegar ófarirnar dundu yfir íslenskt efnahagslíf, fyrir þessa fyrstu þrjá mánuði ársins.

Frumtak festir kaup á Aðgerðargreiningu ehf.

Frumtak hefur lokið annarri fjárfestingu sinni og fest kaup á hlut í AGR - Aðgerðargreiningu ehf. AGR var stofnað árið 1998 í framhaldi af rannsóknarverkefnum við verkfræðideild Háskóla Íslands. Í nánu samstarfi við Rannís og Háskólann í Reykjavík hefur fyrirtækið undanfarin ár þróað aðferðir og hugbúnað fyrir alþjóðlegan markað.

Verðmiði AGS á bankatapinu er 500.000 milljarðar

Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun tap bankanna í Vesturheimi í fjármálakreppunni nema um 4.000 milljörðum dollara eða vel rúmlega 500.000 milljörðum kr.

Viðskiptavinir Nova orðnir 40.000 talsins

Viðskiptavinir Nova eru nú 40.000 talsins. Nova hefur því náð í kringum 12% hlutdeild á farsímamarkaði á því rúmlega einu og hálfa ári sem félagið hefur starfað, en það hóf 3G farsímaþjónustu 1. desember 2007.

Fallist á beiðni Teymi um nauðasamninga

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni Teymis hf. um heimild til þess að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum var skipaður Brynjar Níelsson, hrl. Þetta segir í tilkynningu um málið.

Engar viðskiptaforsendur fyrir raforkuafslætti til garðyrkju

Undanfarna daga hefur víða heyrst krafa um að garðyrkjubændur fái keypta raforku á sama verði og stóriðjan. Engar viðskiptalegar forsendur eru fyrir þessum algenga samanburði við stóriðjuna, sem heyrist svo víða annars staðar, að mati Samorku.

Samningur Bermúda og Norðurlandanna gleður OECD

Samningur Bermúda við Norðurlöndin, þar á meðal Íslands, um skipti á upplýsingum til að koma í veg fyrir skattsvik hefur vakið gleði hjá OECD. Samtökin segja að þetta sé enn eitt skrefið til að styrkja alþjóðlega viðleitni þeirra til að setja samræmda stefnu í þessu málum.

Hlutabréf Marel Food Systems lækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 0,19 prósent í Kauphöllinni í dag. Tólf viðskipti upp á 62,3 milljónir króna skýrir lækkunina. Þetta er jafnframt eina hreyfingin á hlutabréfamarkaði það sem af er dags.

Moody´s dregur úr lánstraustinu hjá Buffet

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunina hjá Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagi auðjöfursins Warren Buffet, úr AAA og niður í AA2 eða um tvö þrep.

Rússar of blankir til að kaupa ný jakkaföt á Lenin

Fjármálakreppan hefur leikið Rússland svo grátt að stjórnvöld þar í landi hafa ekki lengur efni á nýjum jakkafötum handa Lenin þar sem hann liggur smurður í opinni líkkistu sinni við Rauða torgið.

Stýrivextir aldrei lægri í sögu Svíþjóðar

Seðlabanki Svíþjóðar hefur lækkað stýrivexti úr 1% og niður í 0,5%. Hafa stýrivextir aldrei verið lægri í sögu landsins. Og seðlabankastjórinn gerir ráð fyrir að hugsanlega muni þetta vaxtastig gilda allt fram til ársins 2011.

FÍB spyr flokkana um aðgerðir vegna bílalána í erlendri mynt

Í bréfi sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent öllum stjórnmálaflokkunum og -hreyfingum er m.a. spurt um hvort mótaðar hafi verið hugmyndir um viðbrögð við greiðsluerfiðleikum fólks vegna bílalána í erlendri mynt, til hvaða aðgerða sé fyrirhugað að grípa til og hvenær, til að leysa vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með það að standa í skilum með afborganir af þessum lánum.

Spáir 1,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir muni verða lækkaðir um 1,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun peningamálanefndar Seðlabankans þann 7. maí n.k. Yrðu vextirnir þá í 14% eftir lækkunina.

Landsbankinn lækkar óverðtryggða vexti

Til að létta undir með skuldsettum heimilum og fyrirtækjum hefur Landsbankinn ákveðið að taka enn eitt skref í lækkun óverðtryggðra vaxta. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka alla óverðtryggða útlánsvexti bankans um 2 prósentustig og innlánsvexti um 1 til 2 prósentustig.

Smáralind ehf. í miklum fjárhagserfiðleikum

Samkvæmt ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. uppfyllti félagið um áramótin ekki kröfur í lánasamningum um rekstrarhlutföll sem veitir lánveitendum heimild til gjaldfellingar lána.

Bréf Century Aluminum féllu um 5,62 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 5,62 prósent í viðskiptum upp á rúmar 140 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Á eftir fylgdi gengi Marel Food Systems, sem féll um 4,59 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,95 prósent og Færeyjabanka um 1,64 prósent.

Íslensku bankarnir ollu mettapi norska tryggingarsjóðsins

Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr.

BBC segir yfirtöku Straums á West Ham ólíklega

Fram kemur í frétt á vefsíðu BBC í dag að ólíklegt þyki að Straumur muni yfirtaka fótboltafélagið West Ham sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Samkvæmt BBC komu tveir kaupendur að félaginu fram á sjónarsviðið um helgina. Annar er frá Miðausturlöndum og hinn frá Austurlöndum fjær.

Segir hættu á að Íslandi verði sparkað út úr EES

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir á bloggsíðu sinni að línur eru nokkuð að skýrast í Evrópuumræðunni en það er þó einn flötur á málinu sem ekki hefur verið ræddur annars staðar en í pukurherbergjum stjórnarráðsins. Það er sú staðreynd, að eftir að neyðarlögin voru sett í sl. haust, uppfyllir Ísland ekki lengur skuldbindingar sínar á evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Spáir 11,1% verðbólgu í apríl

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 11,1% í apríl og lækki því um 4,1% frá marsmánuði er hún mældist 15,2%. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar.

Hagnaður Bank of America langt yfir væntingum

Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins í dag. Hagnaður bankans reyndist vera langt yfir væntingum greinenda og sérfræðinga. Bankinn er sá fjórði af stórbönkum Bandaríkjanna sem skilar góðu uppgjöri það sem af er ári.

Samningar A4 og Pennans kunna að stangast á við lög

Samtök iðnaðarins telja að nýir samningar sem fyrirtækin A4 og Penninn vilja einhliða gera við birgja, kunni að stangast á við lög. Málið var rætt á fundi í höfuðstöðvum samtakanna í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir