Viðskipti innlent

Smáralind ehf. í miklum fjárhagserfiðleikum

Samkvæmt ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. uppfyllti félagið um áramótin ekki kröfur í lánasamningum um rekstrarhlutföll sem veitir lánveitendum heimild til gjaldfellingar lána.

Í reikningnum segir að félagið hafi átt í viðræðum við lánveitendur um endurfjármögnun félagsins en þeim viðræðum er ekki lokið.

Stjórn og framkvæmdastjóri félagsins telja að unnt verði að ljúka viðræðum innan skamms og að niðurstaðan verði hagfelld félaginu. Takist hins vegar ekki að semja um endurfjármögnun og verði lánin gjaldfelld ríkir óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins.

Fram kemur í reikningnum að staða Smáralindar ehf. er erfið um þessar mundir og að tap félagsins hafi numið 4,3 milljörðum kr. á síðasta ári. Þá nema vaxtaberandi lán félagsins tæplega 7,9 milljörðum kr. Af þeirri upphæð koma rúmlega 5,3 milljarðar kr. til greiðslu í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×