Viðskipti innlent

Lítill halli á vöruskiptunum í fyrra

Út er komið heftið Utanríkisverslun með vörur 2008. Í ritinu kemur m.a. fram að fluttar voru út vörur fyrir 466,9 milljarða króna en inn fyrir 473,5 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 6,7 milljörðum króna.

Heftið hefur verið birt á vefsíðu Hagstofunnar. Í því kemur m.a. fram að útflutningur jókst um 53,0% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur jókst um 19,9%.

Hlutur sjávarafurða í útflutningi var 36,7% og iðnaðarvöru 52,1% en í innflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur, fjárfestingarvörur og neysluvörur aðrar en mat- og drykkjarvörur.

Stærstu viðskiptalönd voru Holland í útflutningi og Noregur í innflutningi og var EES þýðingamesta markaðssvæðið, jafnt í útflutningi sem í innflutningi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×